Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 9
I Laugardagur 23. sept. 1961 21 Forsetinn geröur heiðursborgari r isf ■ Forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, gekk á fund borgarstjóra Winnipeg- borgar, Mr. Stephen Juba. Veðrið var hér mjög gott og hiti um og yfir 80 gráð- ur á Farenheit. Fyrir utan bæjarstjórnarskrifstofurn- ar hafði safnazt saman fjöldi manns til að sjá for- setann. Meðlimir úr kana- díska riddaraliðinu stóðu vörð við innganginn. Þvert yfir bygginguna var letrað stórum stöfum: „Velkom- inn forseti lýðveldisins Is- Iand.“ Á tröppunum var borg- arstjóri og tók á móti for- setanum og fylgdarliði hans og bauð honum inn á skrifstofu sína. Einnig var Borgarstjóri Winnipeg, Stephen Juba, afhendir forseta íslands heiðursborgaraskjalið. Forsetinn verður heiðursborgari nr. 9. þarna sægur af fréttamönn- um blaða, útvarps og sjón- varps. Forseti var varla kominn inn er sjónvarps- vélar byrjuðu að suða allt í kringum hann og enda- Iausir blossar frá mynda- vélunum. Borgarstjóri ræddi við for- seta um daginn og veginn, eng- in sérstök mál voru tekin til meðferðar. „Mér þykir trúlegt að þér séuð orðnir þreyttur eft- ir erfitt ferðalag og erfiða dag- skrá, herra forseti". Forsetinn brosti og kvað nei við. „Þið hafið farið svo vel með mig hér í Kanada og móttökur eru svo alúðlegar að ég verð ekki þreytt ur, annars hefur svo margt skeð hér á einum degi að hann er sem heill mánuður11. Þá færði borgarstjóri forsetanum silfur- pinna Winnipegborgar, „sem ég vil að þér færið konu yðar að gjöf frá Winnipeg". Forsefinn þakkaði og sagði að pinninn mundi „gleðja konu mína mjög mikið og er mér ljúft að þakka fyrir hann fyrir hennar hönd.“ Heiðursborgari. Þá sagði borgarstjórinn að hann ætlaði að gera forseta að þessu loknu voru fréttamenn beðnir að yfirgefa herbergið, svo forsetinn og borgarstjóri gætu rætt saman í ró og næði ýmis mál. Forseti gekk af fundi borg- arstjóra fimmtán mínútum seinna. Fjöldi fólksins hafði Frásögn Jóns H. Magn- ússonar, fréttamanns Vísis í fylgdarliði forsetans. Forsetahjónin og fylkisstjórahjónin í Manitoba hjá þeim síðarnefndu. veizlu heiðursborgara Winnipeg af æðsta stigi og „hefur það verið ákveðið að aðeins eitt hundrað menn fá þá nafnbót og eruð þér handhafi skírteinis númer níu“. Forseti þakkaði mjög vel fyrir heiðurinn og veitti skraut- rituðu skjali móttöku. Riddara- i liðsmaður gekk fram og rétti forseti honum skjalið, sem sá fyrr nefndi hélt á meðan sjón- varpsmenn mynduðu það. Að aukizt fyrir utan og varð mótor- hjólavörður að ryðja fólkinu frá svo bíll forseta kæmist leið- ar sinnar. Á Sergentgötu. Næsta heimsókn var gerð í Unitarakirlcju hér sem stendur við aðal íslendingagötuna „Sergent Street“, en þar er ís- lenzkur söfnuður eða um 100 manns. Sóknarprestur er ís- lenzkur, séra Philip M. Pétur- son. Tók hann á móti forseta- hjónunum og vísaði þeim inn á skrifstofu sína og rituðu hjónin þar nafn sitt í gestabók kirkj- unnar. Margir fslendingar voru samankomnir í kirkjunni til að heilsa þeim hjónum. Einnig mátti sjá nokkra þeirra standa í görðum sínum. Lítill strákur, rauðhærður og með gleraugu, góndi á forsetann og hnypti í litla stúlku við hlið sér og sagði „hann er frá afamíns- landi“. HádegisverSur með íslendingum. Forsetahjónin ásamt fylgdar- liði snæddu hádegisverð á „Pierre Café Magnifique“ með meðlimum úr tveim félögum hér, „The Canada-Iceland Foundation" og „The Icelandic Canadian Club“. Hádegisverðar boðið sátu tvö til þrjú hundruð manns, mest var þar um ís- lendinga og íslenzkt ættað fólk. Voru þjóðsöngvar íslands og Kanada sungnir og séra Philip M. Péturson, flutti bæn. Að hádegisverði lokknum á- vörpuðu formenn félaganna þeir Gunnar Eggertsson og Alex Thorarinson forsetahjónin og Framh. á hls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.