Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 2
t VÍSIR / Laugardagur 23. sep t. 196J vjSJmJ1S3 *-“=^Víi>=r W/////A mmm r’ "T D I fyrradag setti Pakistan- maðurinn Brojan Das nýtt met í sundi yfir Ermar- sund. Tími Kans var 10 klst. 35 mínútur. Er þetta í fjórða skipti, sem Brojan syndir yfir Ermarsund. — Gamla metið 10,37 setti Daninn Helga Jensen 1960. Skýrði Eyjólfur Jónsson sundkappi fréttamanni Vísis frá því í morgun, að næst myndi Pakistan-mað- urinn reyna að synda báð- ar leiðir. Eyjólfur Jónsson sagði fréttamanni Vísis, að Brojan Das hefði verið bezti vinur hans meðal Ermarsundsmanna, þegar hann var að gera tilraunir til að komast yfir. Ágætismenn. Ég átti margar góðar stundir í Margate og Dover með Brojan Das og þjálfara hans Moshin. Varla var hægt að hugsa sér meiri ágætismenn en þessa tvo þeldökku Pakistana. Það er mér mikið gleðiefni að honum skyldi nú takast að setja nýtt met. Brojan Das, segir Eyjólfur, er þrítugur að aldri. Hann er frá Dacca í Pakistan. Það er mikið vatnaland við ósa Gang- es-fljóts og hefur Brojan Das vanist við að synda og sulla i vatninu frá því á bernsku ár- í Margate. — Ég hitti hann fyrst í Mar- gate sumarið 1958, þegar ég reyndi fyrst við Ermarsundið. Við dvöldumst þar saman á hóteli og urðum miklir mátar. Við fórum t. d. oft saman nið- ur í útilaugina í Margate til að æfa okkur. Eyjólfur lýsir Brojan þann- ig, að hann sé lágvaxinn mað- ur, en mjög vel vaxinn og í mátulega góðum holdum svo að hann gat vel staðizt kuld- ann í sjónum uppi við England þótt hann væri vanur hlýrri sjó. Frí í skólum. Brojan Das var hraðsyndari en ég, já hann var mjög hrað- syndur. Hann synti skriðsund, þ. e. yfirhandarkrol. Þetta fyrsta sumar 1958 komst hann yfir, varð nr. 2 næstur á eftir Gretu Anderson á tímanum 14 klst. 56 mín. Hann sagði mér síðar, að landar hans hefðu orðið svo hrifnir er þeim barst fréttin um að hann hefði komizt yfir, að efnt hefði ver- ið til hátíðahalda og gefið frí einn dag í öllum skólum Pak- istan. Ég man líka að ég sá skeytabunkann, sem honum barst alla leið austan úr Pak- istan. Hann var 30—40 cénti- metra þykkur. Ætlaði að koma til fslands. — Hver kostaði sundtilraun hans? — Það gerði Pakistan-rík- ið. Brojan er viðurkenndur sundmaður landsins og stjórn- arvöldin gera allt sem þau geta til að hjálpa honum. Þar þarf ekki að horfa í aurana. Hann dvelst heilu sumrin uppi í Englandi við sundæfingar og' er orðinn mjög vanur sjónum í Ermarsundi. Að nokkru leyti naut égtgóðs af þessu. Þeir höfðu fengið bezta leiðsögumanninn sem hægt var að fá í Dover. Þegar sjálfri sundkeppninni var íok- ið fékk ég þennan leiðsögu- mann með mér og Moshi þjálf- ari Brojans kom sjálfur með mér á bát yfir sundið. Munaði þá minnstu að ég hefði það! — Ég man það segir Eyjólf- ur að lokum, að Brojan langaði mikið til að koma með mér og heimsækja ísland. Hann var kominn á fremstu nöf og hefði hann þá reynt að synda ein- hverja vegalengd hér, til þess að prófa að synda í köldu vatni. En á síðustu stundu varð hann að hætta við það. 1 stuttu fréttabréfi um söngför Karlakórsins Fóst- bræðra frá fréttaritara Vísis í ferðinni, Sigurði Haraldssyni, segir að Fóst- bræður hafi komið til Riga morguninn 16. þ.m. „Lestin var ágæt og allir gátu sofið og hvílzt, eftir því sem ég bezt veit,“ skrifar Sig- urður. ,,Hér höldum við tvo konserta, hinn fyrri á morgun. Ingvi Ingvarsson sendiráðsrit- ari hefur nú bætzt í hópinn sem fararstjóri. Auk þess er með okkur Rússi frá Groskonsert, þ. e. a. s. þeim aðila, sem tekur á móti kórnum í Rússlandi, einnig tveir túlkar. Öllum líður vcl og biðja fyr- ir kvéðjur heim.“ Eyjólfur Jónsson og Brojan Das í útilauginni í Margate sumarið 1958. Jafntefii 4:4. Islenzka landsíiðið lék í fyrra dag síðasta leik sinn í Lund- únaferðinni. Stóð lceppnin við liðið „Athenian League“ og endaði með jafntefli 4:4. Um 3000 manns horfðu á leikinn sem fór fram á Hendon knatt- spyrnuvellinum; íslendingar náðu ágætum leik í fyrri hálfleik. Lyktaði hálfleiknum með 3:0 íslandi í vil. Þeir sem settu þau mörk voru Kári fyrsta markið og j Ingvar hin tvö. (Ljósm. Eyj. Snæb.) í seinni hálfleik misstu ís- lendingar tökin á leiknum. Spil- uðu Bretarnir þá harkalega og skoruðu strax éitt mark. Þegar korter var til leiksloka höfðu Bretarnir sett fjögur mörk og stóð leikurinn þá 4:3. En þegar fimm mínútur voru til leiks- loka jafnaði Ingvar með fjórða markinu. Beztu mennirnir í íslenzka Iiðinu voru Hörður og Árni. Skotmennirnir voru betri nú en í fyrri leikjum. íslenzka liðið var þannig skipað: Helgi, Árni, Jón, Helgi Jóns, Hörður, Sveinn Teits, Kári, Gunnar Felixson, Þórólfur, Ellert og Ingvar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.