Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 1
 VISIR Söfn — listaverk og hraðfrystihús. EKKI var búizt við að íshafs- farið Kista Dan, sem flytur Garm Grænlandsmálaráðherra í dönsku stjórninni og föru- neyti hans til Angmagsalik, myndi leggja úr höfn fyrr en undir miðnætti í nótt er leið. Hafði skipið þá beðið hér byrj- ar yfir hafið í hart nær sólar- hring. Ráðherrann og föruneyti hans kom í land síðdegis í gær og heimsótti Þjóðminjasafnið, heimsótti norrænu listsýning- una í Listasafninu og ók síðan um bæinn sér til skemmtunar Framhald á bls. 5. Hversvegna laug Boris Polevoj? Boris Polevoj heitir rússneskur rithöfundur. — Hann hefur nýlega skotið upp kollinum hér norður á íslandi, kemur hingað í hópi 7 rússneskra skemmtiferðamanna og boSar íslenzka blaSamenn á fund sinn. Kemur þá í ljós aS hann er einn aSalmað- urinn í íslendingavmafélag- inu í Moskvu. En Boris Polevoj hefur áður komið við sögu á vettvangi stjórnmála og bókmennta. Það var Polevoj sem var einn bezti vinur bandaríska rithöfundar- Þykir vænzt um þá virðingu sem Vestur-lslendingar njóta. Stutt einkasamtal við forseta íslands. Jón H. Magnússon sem er fréttamaður Vísis í fylgdarliði forseta Islands i Kanada átti i fyrradag stutt viðtal við forsetann um ferðalagið og fer það hér á eftir: — Herra forseti, hvernig látið þér af heimsókn yðar til Kanada? — Ég er framúrskarandi á- nægður með allar móttökurn- ar, sem ég hefi fengið hér í Vesturheimi, þar vil ég til nefna móttökur landstjóra, for- sætisráðherra og annarra að- ila stjórnarinnar. Þó hefur mér sérstaklega þótt vænt um þær hlýju tilfinningar- ag virðiugu fyrir Vestur-íslendingum, sem gestgjafar mínir hafa óspart. látið í Ijós. Hin opinbera heim- sókn hefur verið frekar erfið og ég haft lítinn tíma til að yfirvega áhrifin. En mikils- verður hluti heimsóknarinnar er eftir, þ. e. a. s. heimsóknir hér í íslendingabyggðirnar, bæði hér í Manitoba og lengra vestur. — Eigið þér ættingja hér í Winnipeg á meðal Vestur-ís- lendinga? Ég á fáa ættingja í Vest- urheimi. Hér í Winnipeg er frændi minn Kristján Þor- steinsson, fyrrverandi strætis- vagnastjóri, við erum systra- synir. Hann er gamall maður og farinn. Ég hitti í Ottawa son hans, kaftein í hernum. Þá er hér frændi minn úr móðurætt Ólafur Björnson (bróðir Bjarna heitins Björnsonar gaman- leikara). Ekki gat ég náð tali af frú Dóru Þórhallsdóttur, en hún á nokkuð af skyldfólki hér. ins Howard Fast. En Fast gerir nokkra grein fyrir bréfaskipt- um við Polevoj í bók sinni „The Naked God“, en þar skýrir hann hvers vegna hann yfirgaf kommúnismann. Howard Fast hafði spurt vin sinn Polevoj að því, hvort hann vissi hvar rússneski Gyðingur- Polevoj. inn og rithöfundur Kvitko væri niður kominn. Polevoj svaraði honum, að Kvitko væri á lífi. „Hann býr Frh. á 10. síðu. JFeguröardrattninaar fflorðurtanda lesa Irísi. Það fór víst varla milli mála í gær hvað var vinsælasta blað bæjarins meðal fegurðardrottninganna. Ingimundur Ijósmyndari Vísis kom fegurðardrottningunum að óvörum þegar þær vor u að skoða myndirnar af sjólfum sér. — Þær eru talið frá vinstri: Rigmor frá Noregi, Birgitte frá Danmörku, Margrét frá Finnlandi og Inger frá Svíþjóð. Maöur finnst örendur. í GÆRDAG fannst maður örendur í herbergi sínu í ris- hæð hússins Austurstræti 3. Hann hét Valdimar Simonsen, danskur að ætt og uppruna en búinn að vera hér á landi sam- fleytt síðan 1929. Hann var bakari að iðn og búinn að vera um langt árabil í Björnsbakaríi. Þegar hann kom til vinnu sinnar á miðvikudaginn var kenndi hann lasleika og fór þá heim á herbergi sitt. í gær brauzt svo lögreglan inn í her- bergið til Valdimars og var hann þá örendur og hefur sennilega látizt þegar á mið- vikudaginn. Valdimar var fæddur árið 1909. Hann var einhleypur maður, talinn mjög traustur og góður starfsmaður, og hér i bæ býr systir hans og mágur. sem einnis er danskur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.