Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 8
Efekert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WfSIR. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Þriðjudaginri 7. apríl 1959 Ekki er enn orðið svo kyrrt í Njassalandi, að Bretar telji sig gcta slakað á klónni þar. Myndin er af flugstöðvarbyggingu í Blantyre, sem er ein helzta borgin, og hefur gaddavírsgirðingii verið slegið um hana íil öryggis. Ný Irarsialíbsap s Ævliítýri Don Juans HáskéSafyrirlestrar. um endur- uppeldi afbrotamanna. Sá fyrri í kvöld - öllum heimill aðgangur. Ný framhaldssaga liefst í Danskur afbrotasálfræðingur,1 ur yrði af þeirra starfi. Hér væri blaðinu á morgun. Er það frú Karen Berntsen, er komin' um brautryðjendastarf og þol- sagan Ævintýri Don Juans, hingað til fyrirlestrahalds um inmæðissverk að ræða, sem oft eftir Cecill Saint Laurent, enduruppeldi afbrotamanna. —[ væri ókleift að telja í tölum. en hún nefnist á frummál- ^ Barnaverndarfélag Reykjavík-J Þó ætlaði hún að nefna eitt inu LE FILS CAROLINE ur og Kvenréttindafélag íslands: clæmi. Teknir voru tveir hóp- CHERIE. — Sögur Cecils ^ liafa fengið frúna liingað, ogj ar afbrotamanna, 126 í hvorum. Saint Laurent um Karólínu ræddi hún og stjórnir þessaraj Annar hópurinn var undir og ævintýri hennar eru félaga við fréttamenn í gær. mjög frægar, fjalla um ástir Danir byrjuðu fyrir 10 árum Fremur lítill afli hjá tog- urum á heimamiðum. Vöttur varð að snúa aftur af Nýfundnalandsmiðum. og spennandi viðburði, og ekki er þessi saga um Don Juan, son hennar, síðri. Dreglð í SÍSS. í gær var dregið í 4. flokki Vöruhappdrættis S.f.B.S. Út voru dregnir 300 vinningar að fjárhæð alls kr. 535 þúsund. — Eftirtalin númer hlutu hæstu vinningana: 200 þúsund kr.: nr. 34972 (umboð Austurstræti 9). 50 þúsund kr.: nr. 49242 (umboð Austurstræti 9). á svokölluðu enduruppeldi af- brotamanna, eða aðstoð sálfræð inga við þá til að komast á rétt- an stig, og eru starfandi þar á vegum ríkisins 10—12 sérfræð- ingar við slíka sálfræðilega hjálp. Aðspurð kvað frúin erf- itt að svara því, hvaða áráng- 10 þúsund kr.: nr. 3234, 3923, 12616, 13727, 14632, 22789, 40226, 53712. 5 þúsund kr.: nr. 872, 1298, 1371, 2536, 26818, 39747, 41526, 48229, 51481, 52002. (Birt án ábyrgðar). Herra Asm. Guðmundsson embætti til 1. júlí. Nýi blskupinn vígöur á prestastefnunni. Fráfarandi biskup, herra Ás- mundur Guðmundsson, mim gegna embætti sem biskup yfir íslandi til 1. júlí samkvæmt ósk hins nýkjörna biskups, séra Sigurbjarnar Einarssonar pró- fessors. Hinn nýi biskup verður að sjálfsögðu vígður á prestastefn- unni, sem haldin verður um 20. júní n. k. Og ástæðan fyrir því, andi biskup gegni embætti til áðurgreinds tíma, mun einfald- lega vera sú, að allra hluta vegna fer bezt og auðveldleg- ast á því, að hinn eldri biskup komi þar fram fyrir embættið. Minna má á, að hinn nýskip- aði landlæknir, dr. Sigurður Sigurðsson óskaði einnig eftir því, að fyrirrennari hans gegndi embætti umfram þann að hann óskar eftir að fyrrver- . tíma er honum bar. handleiðslu sálfræðinga eftir að fangavistin var afplánuð, en hinn ekki. Fylgzt var með ferli þessara manna eftir að þeir fóru úr fangelsinu, og kom á daginn, að úr fyrri hópnum gerðust aðeins 29% brotlegir á ný, en 43% úr hinum síðar- nefnda. Annars kvað frúin það trú landa sinna, að þeir væru á réttri leið með þessu starfi. Við flesta barnaskóla væru starf- andi barnasálfræðingar og víða j reknar geðverndarstöðvar fyr- ir börn og unglinga. Matthías Jónasson prófessor tók undir orð frúarinnar og kvaðst vona, að koma hennar og fyrirlestrar yrði til þess, að hér kæmist á fót slík þjónusta sem þessi, en áður yrði að gefa áhugasömu fólki tækifæri til að sérmenntast á þessu sviði. Og höfuðáherzlu yrði að leggja á geðvernd og' sálfræðilega að- stoð við börn og unglinga, til að leiðbeina þeim út úr sálarleg- um þrengingum. Frú Berntsen flytur tvo íyrir- lestra um þett efni í 1. kennslu- stofu Háskólans í kvöld og á fimmtudgskvöld kl. 20.30. Nefn ist hinn fyrri „Institutionsbe- handling“, eða meðfei-ð innan stofnana, hinn síðari „Ambulant Behandling“, sem er Meðferð utan stofnana. Öllum er heimilL aðgangur meðan húsrúm levfir. Togararnir hafa verið á heimamiðum og aflinn liefur verið fremur lítill. Nokkrar ferðir hafa verið farnar á Aust- ur-Grænland en lítið hefur ver- ið að hafa þar. Eftirtalin skip hafa landað í Reykjavík síðan 1. þ., m.: Egill Skallagrímsson 155 lest- ir, Þorkell máni 56 lestir af saltfiski og 32 af ísuðum fiski, Jón forseti 191 lest, Ingólfur Arnarson 68 af saltfiski og 42 af nýjum fiski, Marz 215 lestir, Hvalfell 97, Karlsefni 130, Hallveik Fróðadóttir 132. í dag er svo verið að landa úr Nep- túnusi um 250 lestum og Geir A5a!fundur Sjálfsfæ5is- félags 1sfir5inga. Frá fréttaritara Vísis, ísafirði í gær. Sjálfstæðisfélag ísfiiðinga hélt aðalfund sinn í gær, og var Guðfinnur Magnússon erind- reki kosinn formaður. Fráfarandi formaður, Albert Karls Sanders, baðst undan end urkosningu, en að öðru leyti var stjórnin endurkjörin. Þingmaður ísfirðinga, Kjart- an J. Jóhannesson læknir, hélt ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Fleiri tóku og til máls, og kom fram mikill einhugur um að gera sigur Sjálfstæðismanna sem glæsilegastan í þingkosn- ingum þeim, sem í hönd fara. um 220 lestum. A morgun er svo von á Aski og Þorsteini Ingólfssyni. Veiðiferðirnar hafa yfirleitt staðið 11 til 14 daga. Fyrsti togarinn, sem hélt á Nýfundnalandsmið aftur var Vöttur. Á föstudaginn varð tog- arinn að hætta veiðum vegna ísreks og hélt skipið þá aftur heimleiðis. Var hann stadcku* 200 sjómílur suðaustur af Hvarfi í gær. Biskupsritari lætur af störfum. f Séra Sveiim Víkingur bisk- upsritari hefur sagt lausu starfi sínu fyrir nokkrum dögum. Hefur embætti hans verið auglýst til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 4. maí næstk. Séra Sveinn liefur gegnt em- bætti bishupsritara sí,an 1942. Veður lægir á Norðurlandi. Frá fréttaritára Vísis. Akureyri í morgun. f gær var norðaustan garra- veður á Akureyri, hvöss él en birti til á milli. Ekki snjóaði samt að ráði og færð er yfirleitt allgóð í hérað- inu, nema hún var eitthvað tek- in að þyngjast á Laugalandg- vegi, áustan Eyjafjarðar. _ Áætlunarbíll kom frá Húsa- vík til Akureyrar í gær og var ekki nema 3 stundir á leiðinni, sem ekki er mikið lengur en venjulega. Bjóst bílstjórinn við því að færð myndi ekki vera til trafala í bakaleið. Borað við Sigtiín. Jarðboriim hefur verið flutt- ur að mótum Laugarnesvegar og Sigtúns, þar sem byrjað er að bora nýja holu. Varmi síðustu holu hefur ekki verið mældur enn, en eins og áður hefur verið sagt lofar hún góðu um árangur, sagði Gunnar Böðvarsson verkfræð- ingur í morgun. Girðingar af netum frá Engey norður að Þormóðsskeri. Óvenjumikil fiskgengd á grunn- mið í Faxaflóa. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Það var ágætisafladagur í gær. Á land bárust 350 lestir af 20 bátum og voru sumir með 30 lestir. Aðeins fjórir bátar voru með lítinn afla. Nú er alveg krökt af bátum hérna fyrir utan. Það er hægt að sjá í sjónauka þegar þeir eru að draga. Það má segja að frá Kollafirði, Engey og Gróttu og þar norður úr, allt norður undir Þormóðssker og fyrir inn an baujur, eé girðingar af net- um um allan sjó. Það virðist vera mikill fiskur á grunnmið- um í Faxaflóa, en þessi látlausi norðanstormur og kuldi getur haft þær afleiðingar að fiskur- inn hverfi fljótlega aftur. Svo maður tali nú ekki um mold- rokið sem leggur ofan af land- inu og berzt út á sjóinn. Það var minnsta kosti svo í gamla daga að fiskurinn hvarf eins og skot. Þeim gengur ekki vel á handí færum. Aldrei næði og fiskur- inn,. sem þeir draga er tómur smáfiskur. Sá stóri sem veiðist í netin lítur ekki við önglinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.