Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 1
q l\ I y <1. ár«, Þriðjudaginn 7. apríl 1959 76. tbl. Eins og kunnugt er, leituðu Tíbetingar á náðir lndverja, þegar uppreistin hófst á dögunum, en Indverjar treysta sér ekki til að skerast í leikin. Myndin er af nokkrum af SO Tíbetingum, sem komu til Delhi á sínum tíma til að biðja Indverja ásjár. Að vestan: BEtður vetur á Austurströmkin. Trjareki lieíesr verið rýr. - ISeiið a«l sleppa saeiðfé. ísafirði, 2, apríl 1959. | Austur-Strandir kallast svæð ið frá Hornbjargi að Dröngiun. Þar eru aðeins þrír bæir byggðir, Látravík (Hornbjargs- viti), Reykjafjörður. Áður var fjölbyggt á þessu svæði, yfir 20 búendur þegar flest var. Veturinn hefur allur verið hinn blíðasti og sauðfé óvenju létt á fóðrum. Má þó heita að það haldi fullum haustholdum. Hefur nokkur fóðurbætir verið gefinn með útbeitinni. Heyfyrn ingar verða því talsverðar, ef ekki vorar því verr. Síðan hlý- indin byrjuðu um miðjan marz hefur gróið nokkuð, einkum í Reykjarfirði, þar sem heitar uppsprettur eru, svo sem í Kötluhlíð. Trjáreki var talsverður í haust, en í vetur hefur rekið lítið, eins og jafnan er í landátt; þá er af- landsvindur á Ströndum. Má , því búast við fremur rýrum trjáreka á yfirstandandi vetri, nema máske á einstaka jörðum. Búið er að sleppa fé á Aust- ur-Ströndum. Var því sleppt á Pálmasunnudag í Reykjafirði og Dröngum. Var þá komin sæmileg sauðbeit, og féð sjálft farið að leita á fornar slóðir. orðið að búa á Austur-Strönd- Það er afskekkt og einmanalegt um, en óvíða mun vor eða sum arfallegra en þar. — Arn. Ákvörðun tckin brátt um brezkar kosníaigar. FjárEagalrunivarpið lagt fyrir neðri . málstofuna í dag. Mikil bjartsýni ríkir um yerulega skattalækkun. í dag er Fjárlagadagur í Bret landi. Leggur fjármálaráðherra fjárlagafrumvarpið fyrir neðri málstofu þingsins í dag og ger- ir grein fyrir því. I gær var frumvarpið rætt á stjórnar- fundi og fjármálaráðherra fór að hefðbundinni venju á fund drottningar og sagði henni frá frumvarpinu í meginatriðum. viðskiptalega sé staða Bret- lands nú góð, og þess sjáist mörg merki, að nú stefni aftur í rétta átt eftir afturkippinn í athafna- og framleiðslulífinu, en atvinnuleysingjár eru nú um 550.000 í landinu. Meginat- riði er að fækka þeim og upp- ræta atvinnuleysið, segir verka lýðsblaðið Daily Herald. um, sem námu um 100 milljón. stpd. Undirbúningur kosninga hafinn. Það er nú búist við, að á- kvörðunin um hvenær efnt skuli til kosninga, verði tekin ! í næstu viku, — a. m. k. var þetta talið líklegt af fyrirlesara í brezka útvarpinu í gær. Og 1 frézt hefur um fyrsta undirbún- i ing, þ. e. hversu útvarps- og sjónvarpstíma skuli skipt milli Frarnh. á 2. siðu. Það þykir jafnan mikill við- Bílar fyrir burður á Bretlandi, er fjárlaga- , 100 milljón stpd. frumvarpið er lagt fram, og j Blöðin telja það sérstakt á- ekki um annað meira rætt í 'nægjuefni hve vel horfir um blöðum, enda er hér um að útflutning á brezkum bifreið- ræða ekki aðeins fjárhag lands- um til Bandaríkjanna. Fyrstu ins, efnahag og horfur, heldur tvo daga Alþjóðabifreiðasýn- margt auk þess, sem hver skatt ingar komu pantanir á bifreið- þegn hefur sérstakan áhuga j______________________________ fyrir, svo sem ýmislegt varandi skattbyrðar hans sjálfs. Verða þær þyngdar eða verður dreg- ið úr þeim? Karlar velta fyrir sér hvað bjórinn muni kosta, hvort tóbakið hækki eða lækki,: húsfreyjurnar hafa líka sín sér- j stöku áhugamál, hvort sem það er nú að teið lækki í verði eða annað. Ekki er mikið vitað um til- lögur fjármálaráðherrans, nema að almennt er búizt við skattalækkun, en enginn veit með vissu fyrr en stundin kem- ur hve miklu hún nemur. Afturkippurinn. Blöðin ræða ekkert eins mik- ið í morgun og fjárlagafrum- varpið og efnahag og horfur. Þau segja, að fjármálaráðherra: muni að sjálfsögðu miða við, að j áfram verði unnt að treysta j efnahaginn, örva framleiðslu; og útflutning, og fjárhags- og FraraboB ráðið á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Jónas G. Kafnar hdl. mun verða í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn • . alþingis- kosningunum í vor. I gær kom fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna saman á fund, þar sem samþykkt var með öllum atkvæðum fundarmanna að skora á Jón as G. Rafnar hdl. að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Akureyri í fyrirhuguð- um alþingiskosningum > n. k. júnímánuði. Jónas G. Rafnar hefur þegar orðið við þessari á- skorun. Ráðningarstarfsemi kynórasíðunnar: á að biðjast afsökunar! Á sér harla lítil iðr- unarmerki í morgurii. Hann skrifar, eins og hann hafi verið að vara við „agentunum“. Það vakti að sjálfsögðu mikla athygli í gær, er Vísir benti á hin smánarlegu skrif Tímans í þágu útlendinga, sem ætla að koma hingað til að ginna stúlk- ur til starfa í næturklúbbum, þar sem „skemmtunin“ er fólgin I nektarsýningum m. m. Hefur Tíminn fundið þá megnu fyrirlitningu, sem hann hefur vakið á menningarstarf- sémi sinni, svo að hann neyðist til að gera nokkra bragarbót í morgun, en leitast jafnframt við að skrifa þannig um málið, er hann tekur það upp aftur, að hann reynir að telja almenn- ingi, sem hefur ekki lesið fyrri skrif hans um þetta, trú um, að hann hafi í raun- inni verið að vara ungar stúlkur og allan almenning við athæfi þeirra manna, sem hér er um að ræða. Bætir þetta sannarlega ekki málstað Tímans, því að það sannar, að í rauninni finnst þeim, sem málum ráða þar, af- staða kynórasíðu blaðsins ekki eins afleit og ætla mætti, ef um óbrjálaða, siðferðilega dóm- Framh. & 2. síðu. Nú ætla Kanadamenn að verða Bandaríkjamönnum fremri á a. m. k. einu sviði, því að þeir ætla að reisa hæstu byggingu heims. Verður það 123ja hæða íbúðarhús, sem á að verða „borg í borginni“ og kosta um 318 milljón dollara. Empire j State-byggingin er „aðeins“ 86 liæðir upp að turni. Byggingin j verður reist í Toronto, sem er ! ein mesta iðnaðarborgin í Kan- ada. ílæsta byggingin þar nú er 34 hæða bækistöð Verzlun- arbankans kanadiska. Kviknar í bifreið. I gær kviknaði í fólksbifreið í eigu Varnarliðsins hjá Sól- völlum við Kleppsveg. 1 Kviknað hafði í mælaborði ' bifreiðarinnar og var slökkvi- j liðið kvatt á vettvang þegar i eldsins varð vart, en búið var ! að siökkva þegar það kom á vettvang. Skemmdir urðu ó- verulegar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.