Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1959, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Þriðjudaginn 7. apríl 195$ Sœjarþéitir >WWWWW#Í Útvarpið í kvöld: 18.30 Barnatími: Ömmusög- ur. — 18.50 Framburðar- j kennsla í esperanto. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20.30 Daglegt mál (Árni ; Böðvarsson kand. mag.). — \ 20.35 Erindi: Vísindanýjung j ar á síðasta ári (Óskar B. j Bjarnason efnafræðingur). j 21.00 Tónverk eftir dr. Vict- or Urbancic (Hljóðrituð á minningartónleikum í Þjóð- leikhúsinu 18. nóv. sl.). a) ! Sinfóníuhljómsveit íslands i leikur gamanforleik; dr. Páll ísólfsson stjórnar. b) Björn | Ólafsson og Jórunn Viðar ! leika sónötu fyrir fiðlu og píanó. 21.30 íþróttir (Sig- urður Sigui’ðsson). — 21.45 Kórsöngur: Útvarpskórinn í Bayern syngur lög úr óper- j um (plötur). 22.00 Fréttir 1 og veðurfregnir. 22.10 Sam- talsþáttur: Ragnar Jóhann- j esson kand. mag. ræðir við Pál Kolka héraðslækni á Blönduósi. 22.30 íslenzkar danshljómsveitir: Árni ís- leifsson og hljómsveit hans leika — til 23.00. Eimskipafélag íslands: Dettifoss fór frá Hafnarfirði I 3. þ .m. til Gautaborgar, í Áhus, Ystad og Riga. Fjall- : foss kom til Reykjavíkur 5. í þ. m. frá Hull. Goðafoss fór f frá New York 7. þ. m. til '• Reykjavíkur. Gullfoss er í : Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík 5. þ. m. til New York. Reykjafoss er í Reykjavík. Selfoss kom til Hamborgar 5. þ. m., fer það- t an til Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá Gautaborg 4. þ. m. til Ventspils, Gdansk, t Kaupmannaliafnar, Leith og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Reykjavíkur 28. f. ' m. frá New York. Skipadeild SÍS: Hvassafell fór í gær frá Rieme áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell er á Reyðar- firði. Jökulfell lesfar á KROSSGÁTA NR. 3750: 1 2 5 4 s m í i i : Q /0 1 ii !'• 'V ■ iÉ M\ Lárétt: 1 smáverur, 6 grætur, 3 félag, 9 ósamstæir, 10 stingur, 11 hélt ekki, 13 ending, 14 ó- samstæðir, 15 t. d. um menn, 16 frakkan mann. Lóðrétt: 1 vindur, 2 höfuð- borgin, 3 t. d. á pott, 4 . .mennt, 5 sannana, 7 hvíla, 11 ryk, 12 ■dýr, 14 nafni, 15 lagarmál. Lausn á Icrossgátu nr. 3749. Lárétt: 1 gatari, 6 óráði, 8 Ni, 9 al, 10 táa, 12 árs, 13 ur, 14 tt, 15 lóa, 16 tunnur. Lóðrétt: 1 göltur, 2 tóna, 3 Ari, 4 rá, 5 iðar, 7 ilskór, 11 ár, Jt? átan, 14 tón, 15 lu. Breiðafjarðarhöfnum. Dísar- fell er í Reykjavík. Litlafell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell fór frá Ro- stock 5. þ. m. áleiðis til Reyðarfjarðar. Hamrafell væntanlegt til Reykjavíkur 12. þ. m. frá Batum. Pan-American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Norðurlanda. Væntanleg aftur annað kvöld á leið til New York. Orðsending frá Kvenréttindafél. íslands: Kaupmannahafnardeild danska kvenréttindafélags- ins —• Dansk Kvindesam- fund — býður 5 konum úr Kvenréttindafélagi íslands 5 daga dvöl í Kaupmanna- höfn, dagana 5.—10. maí næstk. Félagskonur, sem kynnu að vera staddar í Kaupmannahöfn um þær mundir og vildu nota sér þetta boð, geta fengið nánari upplýsingar hjá formanni K.R.F.Í. í síma 12398. Mishermi var það í frásögn Vísis sl. laugardag, að Daníel Hall- dórsson, til heimilis í Stór- holti 28 í Reykjavík, hafi verið dæmdur fyrir innbrot í verzlunarhús Kaupfélags Kjalarnesþings í desember sl. Dóm sinn fékk hann fyr- ir hlutdeild í öðru innbrot- in, þ. e. fyrir að aka þjófun- um í síðara skiptið á inn- brotsstað. Leiðtréttist þetta hér með. Happdrætti Háskóla fslands. Dregið verður í 4. flokki næstkomandi föstudag kl. 1. Vinningar eru 896, samtals 1.155.000 kr. Hæsti vinning- ur er 100.000 kr., næsthæsti 50.000 kr. Aðeins 3 söludag- ar eftir. Veðrið. Horfur: Norðaustan gola fyrst, en síðar stinnings- kaldi. Léttskýjað. — Alldjúp lægðarmiðja er um 300 km. suðvestur af Reykjanesi. Hreyfist austur fyrir sunn- an landið. — Kl. 9 í morgun var austan og norðaustan átt hér á landi, víðast 4—6 stiga frost. Snjókoma norðan- lands. í Reykjavík var aust- an gola, frost 4 stig kl. 9. Skýjað. Skyggni 40 km. Brezku kosnmgarnar — Framli. af 1. síðu. flokkanna, en samkvæmt þeim reglum, sem birtar hafa verið munu aðeins þrír flokkar koma til greina, íhaldsflokkurinn, Verkalýðsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn, því að til þess að mega koma fram í útvarpi og sjónvarpi til jafns við- hina flokkana, þurfa frambjóðendur að vera 20. „Stigamanna- útvarp í Wales“. Minni flokkarnir telja sig misrétti beittir og hafa welskir þjóðernissinnar svarað með því að hefja „stigamannaútvarp“ uppi í fjöllum í Wales, og er út- varpað á bylgjulengd sjónvarps stöðvar, þegar sjónvarpið er ekki í gangi. „Vitanlega er þetta ólöglegt,“ sagði fyrirles- arinn, en margir hefðu gaman af. Ekki hefði heyrzt um neinn leiðangur til fjalla til að upp- ræta þessa starfsemi, og væri nú eftir að vita hvort skoskir þjóðernissinnar reyndust jafn framtakssamir. Gísli Haltdórsson kjör- inn formaður IBR. Gísli Halldórsson arkitekt hefur verið kjörinn formaður íþróttabandalags Reykjavíkur fyrir komandi starfsár. Meðal samþykkta og álykt- ana Ársþings Í.B.R., sem er nýlokið, voru m. a. þessar: „Ársþing Í.B.R. 1959 sam- þykkir að halda áfram samn- ingaviðræðum við STEF og felur Framkvæmdastjóra að ganga frá samningum um tón- listarflutning á íþróttamótum, hlutaveltum og skemmtunum félaganna á grundvelli fyrri samnings eða ekki lakari kjara en felast í gagntilboði Í.B.R.“ „Ársþing Í.B.R. 1959 beinir þeirri áskorun til íþróttafélag- anna, að þau vinni kappsamlega að því, að þátttaka í Vígslu- móti Laugardalsvallarins verði sem fjölmennust og hátíðin verði íþróttasamtökunum til vegsauka.“ „Ársþing Í.B.R. 1959 lýsir á- nægju sinni yfir, að nú skuli vera mögulegt að þolprófa íþróttamenn á vísindalegan hátt og gera þannig mögulegt að fá öruggari vitneskju inn þjálfun einstaklinga en áður var. Vill ársþingið sérstaklega þaklca Framkvæmdastjórn Myndin er af John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandarikj- anna, sem nú dvelst sér til hressingar eftir leguna í sjúkra- húsinu, suður á Floridaskaga. — Myndin er tekin í París os{ með honum er franski stjórnmálamaðurinn Pineau. Tíminn á að biðjast — Framli. af 1. síðu. grein væri þar að ræða. Ættu ráðamenn blaðsins að gera sér grein fyrir, að ekkert minna kemur til greina af þeirra hálfu en að þeir biðji afsökunar á svívirðingu þeirri, sem þeir gera íslenzkri kvenþjóð með þvi að senda ljósmyndara hing- að og þangað til að taka myndir af stúlkum, sem þeir telja sjálf- sagðar í slíkan starfa, sem þarna er um að ræða. Og þeir eiga einnig að kunna svo vel að skummast sín, áð þeir biðji líka afsökunar á öllum þeim „sið- ferðilega‘,‘ anda, sem fram kem- ur í þessu skrifi blaðsins eins og svo oft áður á þessari síðu, sem er oi'ðin fræg að endemun um land allt fyrir löngu. Hún er blettur á íslenzkri blaða- mennsku, svo að ekki sé mikið sagt. bandalagsins forgöngu um kaup á tæki því, sem notað er við prófanirnar og væntir þess, að það megi koma að sem al- mennustum notum fyrir íþrótta hi-eyfinguna.“ „Ársþing Í.B.R. 1959 sam- þykkir að fela Framkvæmda- stjórn og Fulltrúaráði að breyta reglugjörð um Slysatrygging- arsjóð íþróttamanna í Reykja- vík á þann veg, að bætt skuli bæði slys og þeir sjúkdómar, er ætla má, að beinlínis stafi af iðkun íþi'ótta eða afleiðingum þess.“ „Mórall“ Tímans kemuí bezt fram í eftirfarandi um- mælum blaðsins, sem mua hafa verið lesin fyrir á æðstu stöðum og tákna einskonar stefnuyfirlýsingul þess: „ ungar stúlkur ættu ekki að fá að ráða sig . til starfa í erlendum skemmtihúsum af þessu tagi, nema tryggt væri, a'ð ekki væri verið að leiða þær í ógöngur.“ Hvaða trygging- ar mirndi Tíminn taka gild- ar? Vill hann ekki skýra frá Iágmáfkskröfum sínum? —• Vill hann ekki taka undir kröfur um, að „herra“ Bretfc og „herra“ Tolani verði vís- að úr landi, ef þeir skyldu koma hingað, eða einhverjir svipaðir? í þessu sambandi má gjam- an minnast þess, að Vísir birti þ. 13. febrúar grein um hvíta þrælasölu og Messina-bræður, sem dæmdir hafa verið fyrir slík viðskipti. Þar var sýnt fram á, hvemig þeir höguðu starfsemi sinni, og að þeir leit- uðust einmitt við að ginna er- lendar stúlkur í net sitt. Hver veit nema þeir mcnn, sem Tíminn skrifaði um svo l fagnandi á sunnudaginn, sé einmitt £ einhverjum tengsl- um við hað net, sem hvítu þrælasalarnir hafa riðið í mörgum löndum. Veit hið viðfeðma fréttakerfi Tím- ans ekkert um betta efni? Debré segir örlög Alsírs ©§ Frakkbnds saeitviimiiS. Semesk sv©sf skæF&silÍla geragisr Frökkism á IiöbmS. Debré forsætisráðherra sagði í Alsír í gær, að örlög Frakk- lands og Alsír væru sam- tvinnuð, — ekkert gæti neinu breytt þar um, cg framtíð Alsír væri mesta stórmálið, sem frönsk stjórnarvöld hefðu með höndum. Ráðgert var, að Debré flytti ræður í Constantine cg Philip- ville. Gengu Frökkum á hönd. Tilkynnt er, að 156 serkneskir uppreistarmenn hafi gengið Frökkum á hönd með fullum vopnabúnaði. Gerðist þetta ná- lægt landamærum Alsír. Fyrri fregnir hermdu, að 250—300 manna serknesk bataljón hefði gengið Fi’ökkum á hönd, en eftir seinni fregninni að dæma hefur það verið orðum aukið. Þetta gerðist eftir, að serkn- eskir uppreistarmenn höfðu barizt iimbyrðia. Bataljónin er sögð hafa haft aðsetur í Túnis. SÓL GRJÓl efla hreysti goi fcSriÉi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.