Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 55
55 Hann var svo hjartanlega glaður, presturinn, hann ásetti sér að drekka aldrei framar. Sá var enginn, sem ekki væri gíaður við miðdagsverðinn þann. Peir, sem höfðu verið göfuglyndir og fyrirgefið, voru glaðir, og prestarnir og prófastarnir voru glaðir yfir að hafa komist hjá hneyksli. Blessaður biskupinn hóf upp glas sitt og hélt ræðu um að sér hefði. sagt þungt hugur um þessa ferð í fyrstu, því hann hefði heyrt ýmsar ljótar sögur. Hann hefði farið af stað til að mæta Sál, en sjá, Sál var þegar umbreyttur í Pál, og útlit fyrir að hann myndi starfa meira en nokkur hinna. Og guðsmaðurinn taláði ennfremur um þá miklu hæfileika, sem þessi ungi bróðir þeirra hefði öðlast, og hrósaði þeim. Ekki svo að skilja, að hann mætti ofmetnast, heldur ætti hann að neyta allra krafta sinna og vaka vel yfir sjálfum sér, eins og hver sá yrði að gjöra, sem bæri afarþunga og dýrmæta byrði á herðum sér. Presturinn varð ekki fullur við þennan miðdaginn; en ör var hann. Öll þessi mikla, óvænta hamingja sveif á hanti. Himininn hafði látið eldtungu andans loga yfir honum. Mennirnir höfðu auð- sýnt honum kærleik sinn. Blóðið hélt enn þá áfram að streyma brennheitt með flughraða gegnum æðar hans, þegar kvöldið kom og gestirnir voru farnir. Langt fram á nótt sat hann vakandi í herbergi sínu og lét næturloftið streyma inn gegnum opinn glugg- ann, til að svala þessum unaðssæla hita, þessari ljúfu óró, sem varnaði honum svefns. Pá heyrðist rödd: »Vakir þú prestur?« Maður kom gangandi yfir grasflötinn upp að glugganum. Presturinn leit út og kendi þar Kristján Berg, kaptein, einn af sínum trúföstu drykkjubræðrum. Flakkari, húslaus og heimilislaus var hann, þessi Kristján kapteinn, og jötunn að vexti og afli; stór var hann sem standberg og heimskur sem bergþurs. »Víst er ég á fótum, Kristján kapteinn,« svaraði prestur. »Finst þér nóttin sú arna löguð til svefns?« Og heyrum nú hvað þessi Kristján kapteinn hefir að segja! Jötuninn hefði grunað margt. Hann hefði þózt sjá það í hendi sér, að presturinn mundi héðan af verða hræddur við að fá sér í staupinu. Hann mundi aldrei verða óhultur framar, því þessir prestar og prófastar, sem nú hefðu verið þar, gætu svo sem komið aftur og fært hann úr hempunni, ef hann drykki.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.