Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 45

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 45
45 Bréf Geirs biskups Vidalíns 1809. Eftir prófessor dr. RUDOLF MEISSNER. P'yrir nokkru síðan fann prófessor Wilhelm Meyer innan í spjöldum á einu eintaki af Hóla-bihlíunni, sem er eign háskóla- bókasafnsins í Göttingen, bréf á íslenzku, sem losa mátti í heilu lagi, og var mér fengið bréf þetta til rannsóknar og álita. Bréfið er tvö samstæð blöð í arkarbroti; það er á einstökum stöðum mölétið og að nokkru leyti orðið óskýrt sökum límsins, sem bor- ið hefir verið á það, en þó yfirleitt vel læsilegt. Á undirskrift- inni sést, að bréfritarinn er Geir Vídalín og að það er til ein- hvers prests, sem heitið hefir síra Eggert1. Bréfið hlýtur að vera ritað í Reykjavík, skömmu eftir n. janúar 1809. Um það leyti bárust fregnir dræmt — ákaflega dræmt — til hinna fjar- lægu stranda Islands. Fréttabálkurinn byrjar með því, að segja frá dauða Kristjáns VII., og þá var þó næstum liðið heilt ár frá því stjórnarskiftin urðu í Danmörku Fyrst í janúar 1809 fá menn í Reykjavík nokkrar fregnir af uppreist Spánverja gegn alvaldi Norðurálfunnar. Bréfið bregður upp fyrir oss snoturri mynd at tilfinningalífi manna á löngu liðinni tíð, þegar alt var á tjá og tundri. Hið voðalega umrót hefir þá líka náð til hins afskekta eylands í Norðuríshafinu, svo að einnig þar má sjá þess merki. Enski skipstjórinn, sem hótar að skjóta á Reykjavík og brenna, ef hann ekki fái að selja sínar dýru og slæmu vörur, hefði orðið að réttlæta sig með því, að hann beitti þessari ógnun við bæ, sem stóð í bandalagi við Napóleon. Velæruverdugi ástkiæri Prestur minn! Fyrir laungu er eg viss um, ad þér erud fallinn upp á þann þánka, ad eg sé annadhvört med öllu búinn ad leggia frá mér Blek og Penna, edur og ad eg hafi gleimt ydur med öllu, þar eg allt til þessa hefi golldid tómri þögn vid ydar elskulega bréfi í haust og hvörki þackad þad né því fylgiandi nærsta kiærkomna, enn hellst ofstóra sendingu. Ad aísaka mig fyrir þessari óforsvaranlegu Penna-leti, væri ad bœta gráu ofan á svart, og ætla eg því ad láta þad vera, og nú þá um sídir þacka ydur af hiarta bædi bréfid, sendinguna, samt alla ydar forna og nía ástúd. — Mér, og ocku. hér í Húsi lídur öllum bœrilega; eg er heill á höndum en allt af nockud hrumr í Fœti, svo eg óttast, ad hann ecki dugi til töluverdrar áreinslu. Vid höfum og þad naudsynlega til Fata og mat- 1 P. e. síra Eggert Guðmundsson, prestur í Reykholti frá 1807.—1832, en áð- ur á Gilsbakka írá 1796—1807 (sbr. niðurlag bréfsins). RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.