Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 37
37 vóru í heilu héraði, þannig að hestarnir úr einum hreppi skyldu reyna sig við alla hesta úr öðrum hreppi. Vóru þá, áður en hestaatið hófst, til nefndir dómarar, til þess að kveða upp úrskurð um það, hvorir betur hefðu, og skyldi hver hreppur til taka sinn dómara. Og þeirra dómsúrskurði, er fyrir kosningu urðu, skyldu allir verða að hlíta, þeirra atkvæði skyldu standa. Pegar jafn- margir hestar úr hvorum hreppi höfðu bæði sigrað og farið hall- loka, þá var það skoðað sem jafnvígi. Svo er að sjá sem fá eða engin hestaþing hafi endað alveg róstulaust eða án þess, að í handalögmál eða bardaga hafi slegið milli einhverra af þeim, sem fylgja áttu hestunum. Peir létu sér sem sé ekki ætíð nægja að keyra hest sinn eða styðja, þegar hann reis upp á afturfótunum, heldur höfðu þeir það stundum til að hrinda honum áfram með svo miklum krafti, að mótstöðuhest- urinn yrði að falla aftur á bak, enda tókst það stundum svo vel, að ekki var nóg með það, að hesturinn sjálfur félli, heldur féll líka sá maður eða þeir menn, er þann hest studdu, og urðu undir honum. Sömuleiðis neyttu menn stundum hestastafsins til fleira, en til að keyra sinn hest fram; þegar menn sáu, að það ekki dugði, þá höfðu menn það til að ljósta mótstöðuhestinn með stafnum, sumpart á meðan á sjálfu víginu stóð, til þess að halda aftur at honum, og sumpart eftir á af öfund og gremju, til þess að hefna sín á honum. Petta var svo algengt, að í lögunum var lögð sér- stök sekt við slíkum höggum, sem kölluð var öfundarbót, auk skaðabóta samkvæmt dómi til eiganda hestsins, þegar meiðsli urðu af högginu. En þegar eigandi þess hests, er fyrir þessu varð, sá, að níðst var á hesti hans, varð hann vanalega svo æfur, að hann nenti ekki að láta sökina bíða dóms og laga, og kaus heldur að jafna það á hinum með því að slá hann sjálfan með hestastaf sín- um. En af því reis aftur oft hörð barátta milli eigenda hestanna, sem fleiri eða færri aí áhorfendunum urðu að taka þátt í, er þeir annaðhvort reyndu að stilla til friðar, eða skipuðu sér í tvo and- víga flokka, hvor með sínum hesteiganda, og gat þá stundum slegið í reglulegan bardaga, sem fyr eða síðar varð valdandi fleiri eða færri mannvíga. Eftir þetta almenna yfirlit yfir hestaþingin skulum vér nú til smekkbætis tilfæra orðrétt fáeina kafla úr sögunum okkar, þar sem hestavígum er lýst.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.