Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 9
9 Vér munwrn veita fylgi vort hverri þeirri landsstjórn, sem réttlát er og heiðarleg og vima vill landinu gagn á þeim grundvelli, sem markaður er með framanritaðri stefnuskrá. Ofanritað ávarp hefir Framsóknarflokkurinn á alþingi 1902 falið okkur undir- rituðum að auglýsa sem stefnuskrá flokksins. Reykjavík 18. ágúst 1902. Kristján Jónsson Guðl. Guðmundsson. Pað er alleinkennilegt, að þó nú sé orðið töluvert langt um liðið síðan stefnuskrá þessi var birt, þá hefir ekki enn heyrst ein einasta rödd gegn stefnu hennar í nokkru máli. Ekki einusinni afturhaldsblöðin hafa þorað að andæfa henni, hvað þá heldur aðrir. Petta virðist óneitanlega ljós vottur um það, að Framsóknarflokk- urinn hafi í flestum málum einmitt hitt á þá stefnu, sem allir skyn- bærir menn hljóta að telja heppilega. Pví nærri má geta, að ekki mundu afturhaldsblöðin hafa látið standa á sér með að koma fram með mótmæli gegn einstökum atriðum og reyna að sýna fram á, að horfið væri öfugt, ef þau hefðu séð sér það fært. Aðvitað má ekki þýða þögn þeirra svo, að þau séu samþykk stefnu Fram- sóknarflokksins, heldur þannig, að þau séu hrædd urn, að stefna hans muni geðjast almenningi svo vel, að það geti verið hættulegt svona rétt á undan þingkosningum, að mæla á móti henni. Pað sé því miklu vissara að láta sem þau séu samþykk þessari stefnu, ef það að eins sé gert í svo óákveðnum orðum, að altaf sé hægt eftir á að sleppa frá öllu samati. Pað eina, sem hingað til (þegar þetta er ritað) hefir verið fundið að stefnuskránni, er, að hún sé of óákveðin og of víð- tæk og sé því í rauninni ekki réttnefnd stefnuskrá. Að því er fyrra atriðið snertir, að stefnuskráin sé of óákveðin, þá er það á engum rökum bygt. Peir, sem leyfa sér að segja slíkt, virðast annaðhvort enga hugmynd hafa um, hvernig stefnu- skrár eigi að vera, eða þá segja þetta aí eintómri löngun til að segja eitthvað, af því þeir hafa ekki treyst sér til að setja neitt út á innihald stefnuskrárinnar að öðru leyti og gripið til þessa í vand- ræðum. Hin aðfinningin, að stefnuskráin sé helzt til víðtæk, telji heldur mörg mál upp, hefir frekar við nokkuð að styðjast. En skoðað frá sjónarmiði almennings eða kjósendanna getur þetta aldrei talist neinn galli, heldur miklu fremur kostur, því þeim hlýtur að vera kærast, að fá að vita um stefnu flokksins í sem allraflestum málum. Aftur hefði það frá sjónarmiði flokksins sjálfs

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.