Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 5

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 5
5 hjarta, væri óútkljáð. Og til þess að marka þessa afstöðu sína, gaf allur Heimastjórnarflokkurinn í þinglok út nýtt »ávarp til ís- lendinga«, sem hefir á sér öll hin sömu einkenni, sem vön eru að prýða ávörp allra afturhaldsflokka í hverju landi sem er. Pessi einkenni eru jafnan þau, að menn þora ekki að ganga í berhögg við þær framfara- og umbótatilraunir, sem menn vita að eru orðnar fjölda kjósenda áhugamál, og segja hreint og beint, að þeir séu á móti þeim, heldur reyna að draga alt á langinn með því að segja, að þeir vilji styðja þær »á sínum tíma«, en ekki sé holt að hrapa að neinu, ekkert liggi á. Og þegar til þeirrar spurn- ingar kemur, á hvern hátt þeir muni vilja styðja framfaramálin, þegar þeim nú loksins kunni að þykja tími til kominn að sinna þeim nokkuð, þá forðast þeir eins og heitan eld að láta nokkuð uppi um það, svo altaf sé sá vegurinn opinn til þess að koma öllu fyrir kattarnef, að þeir hafi nú ekki hugsað sér það svona, heldur einhvernveginn öðruvísi. Pegar alt annað bregzt, þá er gripið til þess að segja, að það og það sé ekki nógu þjóðlegt; það geti verið gott í öðrum löndum, en það eigi ekki við þessa lands sérstöku hagi. Auðvitað getur stundum verið nokkur sann- leiksneisti í þessu fólginn, og einmitt hann verður til þess að villa mönnum sjónir. En miklu oftar er þetta helber bábilja, sem fundin er upp til þess, að kitla þjóðernistilfinning fáfróðra kjós- enda, í því skyni að girða með kínverskum múr fyrir öll útlend áhrif, varna því, að nokkur útlendur framfaraandvari nái að blása inn yfir landið og dreifa þokunni og lognmollunni, sem öllum afturhaldsmönnum er svo einkar kær. Hjá engri þjóð hefir aftur- haldsflokkunum tekist eins vel að leika þessa list, eins og hjá Kín- verjum, enda eru þeir nú orðnir langt á eftir öllum öðrum þjóðum, sem nokkra menningu hafa. Og það eiga þeir fremur öllu öðru því að þakka, hve afturhaldsmenn þeirra hafa verið fram úr öllu lagi »þjóðlegir«. Ekki einu sinni útlenda peninga hafa þeir mátt brúka, þó lífið lægi við, hvað þá heldur annað. Pví auðvitað var betra að deyja hrönnum saman úr hungri, en að þiggja framboðna peninga, sem ekki vóru með kínversku keisaramyndinni. Öll þessi einkenni, sem hér hefir verið bent á, mun nú mega finna í ávarpi Heimastjórnarflokksins, ef það er lesið vel niður í kjölinn, þó reynt hafi verið að sveipa þau í svo feldar umbúðir, að sem minst bæri á þeim. Ástæðan til þess virðist að hafa verið sú, að það er orðinn almennur sjúkdómur á Islandi, að eng-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.