Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 1

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 1
Stefnuskrár þingflokkanna. I. FLOKKASKIPUN FYRRI PlNGA. Eins og öllum er kunnugt, átti lengi framan af engin flokka- skipun sér stað á alþingi. En á hinum síðustu árum hefir bæði þing og þjóð skifst í tvo andvíga flokka: Stjórnarbóiarflokkinn og X-flokkinn eða Heimastjornarflokkinn, sem hann hefir sjálfur kallað sig nú síðastliðið ár. Stjórnarbótarflokkurinn hélt fram þeirri stefnu, sem kölluð er á útlendum tungum opþortúnismi, en skírð hefir verið á ís- lensku »valtýska«, eftir þeim manni, sem fyrst beittist fyrir þeirri stefnu hér á landi. Einkenni þeirrar stefnu er í öllum löndum — og í hverju máli sem er —, að rígbinda ekki kröfur sínar við neitt fastákveðið, einskorðað fyrirkomulag, sem aldrei beri frá að þoka, heldur haga sér jafnan eftir kringumst æðunu m og lúta heldur að hinu minna, heldur en að fara allra umbóta á mis. Sam- kvæmt þessari stefnu vildi Stjórnarbótarflokkurinn ráða stjórnar- skrármálinu til lykta á þeim grundvelli, að þingið tæki í hvert sinn það bezta, sem fáanlegt væri í svipinn, léti sér nægja þær umbætur, sem á hverjum einstökum tíma reyndist mögulegt að sameina hina tvo málsaöila um: stjórnina og þingið, jafnvel þótt þjóðin á þann hátt fengi ekki allar kröfur sínar upp- fyltar, heldur yrði að sætta sig við vonina um, að fá því, sem á vantaði, framgengt síðar. Hins vegar vildi flokkurinn ekki fara fram á neitt það, sem fyrirsjáanlegt var, að verða mundi málinu að falli. Frá þessari stefnu hefir flokkurinn aldrei vikið eina hársbreidd, enda hefir hún reynst svo sigursæl, að á alþingi 1902 félst alt þingið á hana í einu hljóbi. X-flokkurinn (sem lengi vel hafði eklcert sérstakt nafn) hefir aftur verið lausari á svellinu og stefna hans mjög á reiki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.