Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 16
176 hrukkótt í andliti, fráneyg og dökkeyg og með ljóslitaða lokka, sem liðuðust eins og tappatogarar um gagnaugun. Hún trítlaði hús úr húsi, Ijett og pipur eins og íjaðursoppur. Hún var í svörtum þunnslitnum kjól, og þegar hún átti að boða mannslát, hafði hún svarta hempu yfir sjer, en ætti hún að bjóða í veizlu eða brúðkaup, þá var hún í hvítri hempu með ljósblá- um leggingum. Hún var aldrei notuð sem trúlofunarseðill, því menn vóru enn ekki komnir svo langt að þekkja þann sið. Þetta var sem sje í þá góðu gömlu daga, þegar riddarinn varð að taka hjartadrottninguna sína sjer við hönd og ganga með henni pílagrímsgöngu hús úr húsi, til þess að játa afbrot sitt, og hætta svo sínu unga lífi með því að neyta meira af slæmu portvíni og heimabökuðum kökum, en góðri lukku kynni að stýra, — til skelfingar og aðvörunar fyrir þá, sem höfðu í hyggju að drýgja sama brotið. En Gunnhildur var ekki einungis höfð til þess að boða veizl- urnar og bjóða fólki. Ef veizla hafði verið hjá einhverjum, spurðu menn ekki, hvernig vínin hefðu verið o. s. frv. Menn spurðu aðeins, hvort Gunnhildur gamla hefði gengið um heina, því þá þótt- ust menn vita, að veizlan hefði verið fyrirtak. Menn mega þó ekki ætla, að Gunnhildur hafi ekki fengizt við neitt annað en þessi veizluhöld. Alla sumarmánuðina var hún baðkona, því bærinn var baðstaður, og þar að auki var hún vökukona. Hún var á ferli bæði seint og snemma, og hún var jafnpipur, hvort sem hún tifaði eins og ljettfætt hind um danssalinn með vín- glasabakka eða hún læddist á tánum um sjúkraherbergið með hafra- súpuskál í hendinni. Enginn gat eiginlega skilið, hvenær hún gæfi sjer tíma til að njóta dálítillar hvíldar. En hversvegna vann hún svona baki brotnu sýknt og heilagt? Hún átti son; og hvað er það, sem móðir leggur ekki í söl- urnar fyrir son sinn? Gunnhildur hafði líka reynt ýmislegt um æfina, átti sjer líka sina sögu, —- sinn róman. Hún hafði elskað, og elskað heitt og innilega, kannske því heitar, sem hún byrjaði seinna að elska en margir aðrir. Hún var langt yfir þrítugt, nær fertugu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.