Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 74
234 Bókafregn. C. KÚCHLER: GESCHICHTE DER ISLÁNDISCHEN DICHTUNG DER NEUZEIT (1800—1900) I. Heft. Novellistik. Leipzig 1896. Vjer íslendingar megum taka því með þökkum, þvi fleiri útlendingar sem taka eptir bókmenntum vorum, lesa rit vor og breiða út í öðrum löndum þekk- ingu á þeim. Einkum eldri menn og miðaldra menn muna vel, hvílíkan hauk í horni ísland átti í Danmörku, þar sem var dr. C. Rosenberg; hann þreyttist aldrei að rita um ísland og íslenzkar bókmenntir að fornu ognýju, og hann gerði það af viti og hlýjum hug. Hefði honum enzt aldur tilað ljúka við hið ágæta verk sitt, »Nordboernes Aandsliv«, hefði þar verið tekið fullt tillit til bókmennta vorra til síðustu t:ma, svo að vjer hefðum mátt vera ánægðir með. Síðan hann leið, hafa ekki verið meðal Dana margir, sem hafa gefið sig við . liinum nýrri bókmenntum vorum, en nú er útlit til, að það fari að verða fleiri. þ>að er auðvitað, að það er ekki svo margt eða mikið, sem vjer höfum upp á að bjóða. Á þýzka tungu hafa ekki verið allfáir á síðustu árum, sem hafa skipt sjer mjög mikið af oss og ritum vorum og þýtt þau. Þar á meðal er t. d. C. Poestíon i Wien, fröken M. Lehmann-Filhés í Berlín, og ekki sízt dr. Ph. Schuieitzer heitinn, er í bókmenntasögu sinni hefur lýst bókmenntum vorurn frá elztu tímum fram á vora daga og gert það vel, gert það með viti, smekk og sanngirni; enda þekkti hann land og þjóð af eigin sjón. Bókar hans hefur verið allt of lítið minnzt á íslandi, þegar tekið er tillit til þess, hve stórskrumað er af mörgu, sem ekki eða Htt er á nafn nefnandi. Einn af hinum yngstu Þjóðverjum, sem hafa gefið sig við bókmenntum vorum, er liöfundur rits þess, er hjer skal minnzt á; hann hefur dvalið hjer i Khöfn og tekið hjer hið eldra málfræðispróf í þýzku og þýzkum fræðum; hann kynntist þá nokkrum íslendingum hjer og lærði mikið af þeim. Það er auðsjeð, að hann ber hlýjan hug til lands vors og þjóðar, og hann hefur skrifað ýmis- legt um það og þýtt nokkuð af hinum nýrri skáldskaparritum. Nú hefur hann tekið sjer fyrir hendur að rita »sögu íslenzks skáldskapar« á þessari öld, er út á að koma i 3 heftum, og er hið fyrsta þeirra útkomið, og er það um »skáld- sagnaritunina«. Höf. telur sjálfur rit sitt »tilraun«. Hann hefur safnað öllu saman, smáu og stóru, sem á nokkurn hátt getur talizt til skáldsagna, bæði því, sem birzt hefur á íslandi og meðal íslendinga í Ameríku. Og ætlum vjer, að upptalning hans sje svo fullkomin, sem verða má; að því leyti er ritið meira en »tilraun«. Þetta mun nú sumum þykja kostur á ritinu, en vjer verðum að vera á annari skoðun, og teljum það einmitt höfuðókost, og hann enda svo mikinn, að oss myndi ekki furða, þótt einhver kynni að óska þess, að ritið væri óprentað — þrátt fyrir ástundun þá og hlýjan hug, sem það ber með sjer og vjer auðvitað þökkum. Það er eins með sagnaskáldskap vorn sem annara þjóða, og ekki síð- ur vorn, sem auðvitað er og getur ekki verið öðruvísi, fyrst um sinn að minnsta kosti, meðan hann er í bernsku, að þar kennir margra grasa og er þar margt, sem vjer helzt »ekki um tölum«. Þar er margt á meðal, sem engu, alls engu eða næsta litlu er nýtt, og oss er engin þökk á því, að slíkt sje básúnað út sem skáldskapur yfir höfuð að tala. Þó að einhver stutt saga komi neðanmáls í ein hverju blaði, sem ekkert er í varið, hvorki að vöxtum eða gæðum, er slíkt ekki þegar tækt i bókmennta lýsingu. Þetta verðum vjer íslendingar sjálfir að taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.