Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 58
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS inga í sjávarþorpunum. Þýðingarmesta fæðutegundin var eigi að síður fiskur og oft snæddur tvisvar á dag.120 Þrátt fyrir kröpp kjör margra skútukalla, einkum þeirra sem komu úr þéttbýli, ríkti talsverð óánægja með fæðið um borð. T.d. fór nrjög slæmt orð af kjötinu og kallaðist það yfirleitt skútukjöt. Að öllu jöfnu var þctta brimsalt, magurt og ólseigt rollukjöt. Ennfremur gat verið unr að ræða endursent útflutningskjöt eða úrgangskjöt. Þar að auki reyndu margir að lækka rekstrarkostnaðinn með því að kaupa ódýrasta og jafn- framt lélegasta kjötið, en að vísu voru til undantekningar frá þessu. Þannig segist heimildarmaður nokkur ætíð hafa fcngið gott kjöt.121 Sennilega hefur þetta verið mismunandi eftir útgerðum. M.a. höfðu skip frá Stykkishólmi orð á sér fyrir að hafa slæmt kjöt.122 Loks má nefna, að eftir langa gcymslu varð kjötið oft ljótt og næstum óætt. Ég fékk hálfgert ógeð á þessu [kjöti], því að fyrst þegar að ég fór út þá var dálítil ylgja og ekki frítt við því að ég fengi sjóveiki. Og mér fannst vond lykt þegar að ég kom að lúkarnum og þá var verið að elda kjötsúpu.. .Mér fannst þetta alltaf slæmt. Ég borðaði ekki þetta kjöt, ég vildi það ekki. Borðaði það aldrci meðan að ég var á skútun- um. Ég fékk eina mjólkurdós fyrir vikuskammt af kjöti. Og ég átti bágt með að borða kjötsúpu líka...Svo að ég setti tvö göt á dósina, og trétappa í götin... Lét snrávegis út í 4-5 skeiðar af súpu til þess að borða eitthvað. Ég lét mér duga dósina svona yfir vikuna. Ég notaði það aldrei út í kaffi.123 Smjörlíki vakti líka mikla óánægju vegna þess hve slæmt það var. Fékk það ýmis vafasöm viðurnefni eins og kjötið, m.a. mastragrútur.124 Reyndar voru háðsk uppncfni af þcssu tagi alvanaleg og gjarnan bcint gegn því scm menn voru ekki ánægðir með. Kemur fram hjá háseta nokkrum, sem var skútukarl á tímabilinu 1898-1920, að smjörlíkið hafi skánað svolítið með árunum.125 En í flestum tilfellum var það þó lélegt og þar að auki stundum myglað og skemmt, einkum er líða tók á túr- ana. 120. Kristín Bjarnadóttir 1984: 27 o.áfr.; Skúli Þórðarson 1967: 29; Sigurjón Einarsson 1969: 47; Þórbergur Þórðarson 1938-1939. 121. ÞÞ 5262: 7.5. 122. ÞÞ 5787: 7.5, 5216: 7.3, 7019: 7.5. 123. ÞÞ 5437: 7, sbr. 5213: 7.5. 124. StÁM. ÁÓG 83/3-83/4: bls. 12; ÞÞ 5435: 7, 5444: 7. 125. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1957: 107.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.