Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 26
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hvaða öfl lágu helst að baki stöðnunar íslensks sjávarútvegs? I fyrsta lagi hafði fjármagnsskortur mikið að segja. Annar mjög mikilvægur þáttur var andstaða landeigenda, sem voru áhrifamesta þjóðfélagsaflið, en þeir lögðust gegn fólksflutningum úr sveitum til sjávarsíðunnar. Áttu landeigendur beinna hagsmuna að gæta varðandi öflun ódýrs vinnu- afls og vildu því halda ríkjandi samfélagsástandi óbreyttu.3 Þannig var komið í veg fyrir þéttbýlismyndun og tilkomu vinnumarkaðar við sjóinn, scm var nauðsynleg undirstaða framþróunar. Raunar var megin- þorri bænda leiguliðar fram um 1900 og fylgdu því lengi ýmsar kvaðir, m.a. að róa á skipum landeigenda. Jafnframt var aðgangur að hafinu og auðlindum þess háður samþykki þeirra, sem áttu land að sjó.4 5 Það var fyrst eftir afnám einokunarverslunarinnar 1787, að nægilegt innlent fjármagn myndaðist til að koma þilskipaútgerð á fót. Var hér um verslunararð að ræða, en íslensk kaupmannastétt myndaðist smám saman eftir að einokuninni lauk. Á tímabilinu 1803-1806 hófst skútu- öldin svokallaða. Stóð vagga hennar í Hafnarfirði, Flatey á Brciðafirði og á Bíldudal. Framan af var nokkur bændaútgerð á Norðurlandi og Vestfjörðum en komst fljótlega í hendur kaupmanna. Tekið var að verka saltfisk í stað hinnar hefðbundnu skreiðar, sem bæði gaf betra verð og opnaði nýja markaði. Hér með skapaðist grundvöllur fyrir stórstígum framförum í sjávarútvegi, er urðu til þess að smám saman var horfið frá sjálfsþurftabúskap til framleiðsluhátta markaðsþjóðfélags- ins. Fólk tók að flytja í stórum stíl úr sveitum í vaxandi þéttbýliskjarna við ströndina. Þetta gerðist þrátt fyrir andstöðu landeigendastéttarinnar og tilraunir hennar til að viðhalda vistarbandinu. Skútum fjölgaði hægt og sígandi, einkum eftir miðja öldina. Orust var fjölgunin eftir 1885, en hápunktinum var náð árið 1906. Upp úr því tók seglskipum að fækka og hurfu loks alveg af sjónarsviðinu laust fyrir 1930. Örfá skip, sem notuðust jöfnum höndum við segl og hjálparvél, gengu að vísu áfram til fiskveiða fram um miðjan fjórða áratuginn."1 Auk fiskveiða stunduðu skúturnar einnig hákarlaveiðar, sem lögðust að mestu niður er kom fram yfir 1900. Á þcinr veiðum var nær ein- göngu notast við stór og grófgerð færi, s.k. handvaði. Þorskur og áþekkar tegundir voru aðeins veiddar með handfærum. Þar að auki 3. Sjá Björn Lárusson 1982: 8. 4. Sjá t.d. Gísla Pálsson 1982: 6. 5. Fiskiskýrslur og hlunninda 1926-1941; Gils Guðmundsson 1977 I: 188-190, 216-217, 239-240, 249, 276-277, 300-301, 315, 318; Gils Guðmundsson 1977 II: 22; ÞÞ (tit- ilblöð) 5216, 5303, 5416, 5680.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.