Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 85
85 eg sjálfsagða skyldu, að reyna að þekkja þá, ef það er unt, og efni eru til þess. — Þó það séu ekki nema 14 stúlkur, sem eg hefi sagt til í uppdráttarlist, þá vona eg samt, að það lagi ögn þeirra smekk og verknað, og styrki hin fyrgreindu málefni. Sverrir hefir byggt stórt steinhús suður í Vogum, sem er alveg komið undir þak. Það er gott. Fyrirgefið allt þetta uppástúngurugl. Yðar Sigurður Guðniundsson. 20. Reykjavík 22. Marts 1872. Háttvirti, góði vin! Nú er lítið í fréttum, nema nógar tilraunir til verzlunarsamtaka, yfir hér um bil allt land; þar um er ekkert hægt að segja, fyr en það sýnir sig. — Engin skammakvæði, svo að segja. Pólitíkin heldur dauf, en þó er samt heldur að kvikna í þeim kolum. — Hér var leik- ið í vetur, og fleiri íslenzk leikrit munu nú vera til, ef vel væri leitað, og yrðu langtum fleiri, ef kúltúrsaga íslands væri ekki eins óþekt og hún er. Skáldin vantar alla þekkíng í slíku, sem við kemur háttum manna, til dæmis um vikivaka, leiki, vopn, búnínga, byggingar og lángt um fleira, um daglegt og opinbert líf manna, einkum frá 1300—1800. Fornöldin er þó ljósust. En hvað vantar þó ekki þar? Okkur vantar beinlínis íslandssögu, og þar að auki ritgjörðir greinilegar um margt hvað þar að lútandi, lengri en þær gætu orðið í nokkurri sögu. — Forngripasafnið bætir að vísu mjög mikið úr sumu af þessu og gæti gert það miklu betur, ef það hefði meiri kraft en það hefir, og áhugi alþýðu fyrir því glæddist; en það er ekki því að heilsa, hann virðist að fara allt af því meira mínkandi, sem safninu að öðru leyti miðar áfram, af hverju sem það er, Þér sjáið af íslenzku fréttunum, Valdi- mars Bríms, að safninu hefir lítið bæzt fyrirfarandi ár, og þó er mikið af því keypt. Eg er hræddur um, að það geri mikið til, að skýrslan ekki kemur, því margir gefendur hafa sent boð, að þeir sjái hvergi þess getið, að þeir hafi gefið. Því það sanna er, að margir gefa bara til að sjá nafn sitt á prenti, en ekki af föðurlandsást. Eg er viss um að skýrslan mundi nokkuð glæða tilfinning manna fyrir safninu, því hún gerir tilgáng safnsins ljósari; og mundi heldur aptra mönnum frá að selja og gefa útlendum fornmenjar eins hroðalega og þeir gera nú. Er það ekki hörmulegt, að sjá, að menn skuli næstliðið ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.