Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 38
38 Það er víða mælt eingöngu með augnamáli, þó margt sé mælt á því; það er að nokkru fyllra og yfirgripsmeira en hitt, því eptir að Gun- lögsen var farinn, þá hafði eg betra næði og betri kríngumstæður til að rannsaka staðinn, en eg áður hafði haft, enda tók eg þá eptir ýmsu, sem eg ekki áður vissi af. En vegna skilmála okkar Dasents, þorði eg með engu móti að vera yður eða félaginu hjálplegri að því sinni, enda leyfði tíminn mér það ekki, því mitt kort varð eg að fullgera. Eg veit að yður þykja þessar fréttir ekki sem æskilegastar fyrir Bókmentafélagið og eg er einnig á sama máli. En eg veit að þið þarna ytra sjáið, að það er ekki meir mér að kenna en ykkur, að þetta gekk þannig til, og að þið komuð of seint. En hvað sem nú öllu þessu líður, þá held eg að málið sé í góðu horfi, því þegar menn leggja bæði þessi kort saman, þá held eg að menn fái nokk- urn veginn svo nákvæmt kort af Þíngvelli sem þörf er á, og sem auðið er að svo stöddu. Eg er á yðar máli með það, að það muni ekki þurfa meira en 2 kort af Þíngvelli. Það mun mega sameina söguöldina og seinni aldirnar, þvi það eru flest sérstakar búðir, sem heyra til öllum seinni öldunum, og það jafnvel strax eptir söguöldina, að eg held. Viðvíkjandi yfirgripsmesta kortinu, þá má þar margt um tala; að ná og leita upp alla vegi forna, sem liggja að Þíngvelli, greinilega og rétt, sem menn sjá að fornmenn hafa farið (eptir sögunum), kostar tíma. Og eins öll þau örnefni, sem getið er um í sögunum við þíng- reiðir fornmanna, t. d. í Njálu og Sturlungu. Maður þarf að reyna, að vita hvar Vellirnir efri hafa verið og eins Beitivellir, Sledaás, Sand- kluptir, Vellankatla og margt fleira. Það yrði mikið umstang, fyrst að leita að því í sögunum og þar næst að spyrja upp, hvar örnefn- in eru og fá menn til að sýna sér þau, eða að reyna að finna, hvar líklegast er að þau séu eftir sögunum. Og síðan að gera greinilegt kort yfir svo mikið svæði. Þetta væri mjög nauðsynlegt, en hamíngjan veit, nær það kemst í verk, en samt mundi það vera hægast með því móti að taka original-teikning Gunlögsens yfir það svæði sem nákvæmasta, og í fullri stærð eins og hann gerði það, og gera eptir- mynd af því; það sparaði mikið mæling og mætti þá setja öll hin örnefnin þar á. Því sjálfsagt eru öll fjöllin sett í rétta afstöðu, hvert frá öðru, og yrði þá mest fyrirhöfnin að finna og spyrja upp örnefnin. Eg hefi safnað öllu, sem eg hefi getað um Þíngvöll, bæði öllu, sem eg hefi fundið í sögunum og Grágás og Jónsbók, í árbókunum, annálum og fleiri fornritum; eg hefi og safnað öllum munnmælum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.