Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 83
83 held um sjálfan Gröndal, sem sumir segja að yfirgángi Íslendínga- brag. Eg hefi samt ekki klófest það í heild og ekki heldur drápuna um Skúla Nordal, nema svo fjarska afbakaða, sem eg ekki vildi senda. Yðar Sigurður Guðmundsson. 19. Reykjavík 27. Nóvember 1871. Háttvirti, góði vin! Eg þakka yður fyrir sendínguna, með næst-seinasta skipi; hún kom sér einkar vel, því öll umsjón forngripasafnsins, næstliðið ár og þar á undan, hefir orðið mér næsta þúngbær, því eg hefi orðið að hafa bezta tímann í safnsins þarfir, fyrst til að semja skýrsluna, þar næst til að sjá um smíðar á skápunum og á herbergjunum, og síðast að raða safninu. Þetta mátti ekki dragast, þvi þá var áhuga lands- manna á safninu öllum lokið. Það vildi vera mjög mikið gagn fyrir safnið, ef skýrslan kæmi svo fljótt út, sem auðið er, því áhugi lands- manna á safninu er allt af eins og að mínka, bæði af eins konar laus- úng og af því safnið hefir nú verið til nokkur ár, og svo líka af hinu, að skýrslan kemur ekki út. Þeir segjast ekki vita, hvað við gerum við hlutina, og sumir vilja jafnvel fá þá aptur, og standa á okkur eins og hundar á roði; meiníngin er, að þeir vilja fremur sjá nafn sitt á prenti, en gera föðurlandinu gagn. Eg held líka að þessi skýrsla sé ekki ónýtur hluti af Safni til sögu íslands, því í henni er mikil lýsing á búníngum og háttum manna hér á landi, einkum eptir 1500, sem mörgu hverju er furðanlega örðugt að smala saman, og er ekki til annars staðar. Það er, eins og stendur, að eg held, ekki hægt að lýsa siðum manna hér á landi eptir 1500 ýtarlega, eða á annan hátt, því það eru fjarska miklar eyður í þekkíngu manna í þeim efnum. Maður verður fyrst að safna til þess af alefli, og er þö efasamt, hvort menn fá það nægilega rannsakað meðan tími er til. Hér er ekki því að heilsa, að maður geti beinlínis farið eptir útlend- um siðum. Síðan alþíng hætti, er hér öllu slegið í dúnalogn. Það sést ná- lega ekkert lífsmark á mönnum; einasta heyrist kraftlaust nöldur út úr veitíngu dómkirkjubrauðsins og sameiníngu Mýra- og Borgarfjarð- ar-sýslu. — Engin vísa hefir mér vitanlega verið kveðin. Það er ein- tómt sólskin og blíða í hjörtum manna, en enginn Dana-hrollur. Norska verzlunin er á hausnum eins og stendur, og er valt að sjá, 6*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.