Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 51
51 þau eru úr alkunnrí bók, og eru komin þaðan án þess að þau hafi verið reglulega gefin eða seld, þá sýnist mér, þó þið hafið ekki tekið þau sjálfir, að fallegra væri að skila þeim aptur, og mætti það kannske gefa efni til að útvega ykkur ýmsa aðra hluti, sem í raun og veru væru nytsamari. En þið ráðið nú því, þó þið veljið hinn veginn, og aldrei skal eg sjá eptir þó þið haldið blöðunum, þér megið ekki taka það svo, því satt að segja álít eg þau ekki þess virði að berjast um þau. Forlátið mér miða þenna og verið kærlega kvaddur. Yðar einlægur vin Jón Sigurðsson. 6. Reykjavík 2. Janúar 1868. Góði vin! Eg veit að yður sýnist, að það hafi verið nógur tími til að finna bréfið, en allt fyrir það hefi eg samt aldrei getað fengið Jón til að leita að því, og hefi eg þó margsinnis reynt það; svona gengur það. — Það var ekki um skör fram, að eg leitaði til yðar að fá prentaða skýrsluna um safnið hjá Bókmentafélaginu, því Jón Guð- mundsson hefir nú þverneitað að prenta nokkra skýrslu um safnið, nema fyrir fulla borgun, nema stutt ágrip af skýrslu um penínga- gjafir til safnsins vill hann prenta ókeypis. Þar á móti verður safnið líka að borga blaðagreinirnar, sem eg sendi yður, og sem byrjað er að prenta. Af þessu leiðir nú, að safnið getur ekki framvegis gefið út neina prentaða skýrslu, nema því að eins, að Bókmentafélagið geti eitthvað hjálpað. Því hvaðan á safnið að fá penínga til þess, og það jafnvel þótt eitthvað fengist hjá stjórninni, sem varla er von um? Safnið þarf á svo miklum peníngum að halda til annars, að þeir mundu lítið hrökkva til þess alls. En á hinn bóginn sé eg í hendi minni, að safnið er alveg eyðilagt, ef skýrslurnar hætta, því þær ein- ar hafa haldið áhuga manna á safninu vakandi. Þér sjáið að þetta gengur allt heldur erfitt, og hamingjan má vita, hvað lengi eg get enzt til að arga í þessu, því það er ekki það eina, sem maður neyð- ist til að gera ókeypis; en þar á móti er hæsta borgun, þegar borgað er þriðjungur verðs. Eg hefi verið að vona, að eitthvað af þessu kynni að lagast, en eg held að maður geti orðið gráhærður á þessum tímum af tómri von, því hún bregzt ár eptir ár, og seint miðar nokkru áfram. — Sjúkrahússnefndin hefir eflaust góðar vonir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.