Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 31
31 þinghúss-tóftina og Þuríður kvað hafa verið nefnda svo í hennar ungdæmi. Sú tóft er syðst á túninu, all-langt fyrir sunnan Þinggerði það eða svæði, er Þuríður átti við. Tóftin er stór og ber hátt, sést greinilega af akveginum. Hún er með miklum, vallgrónum veggja- leifum á 3 vegu, en timburgail hefir verið að framan eða suðvestan, vogmegin. Innanmál hennar er um 9X2,5 m.. í henni er nú sem dálítill þvergarður vestur frá austurveggnum; kann hann að stafa frá notkun hennar til einnhverra annara hluta á síðari hluta 18. aldar. Dómhringurinn, sem Jónas á við, er um og fyrir norðaustan tóftar- endann. Hann hefir sennilega ekki verið dómhringur, heldur hesta- rétt. Raunar er ekki fullvíst um slíka »dómhringi« eða »lögréttur« á gömlum þingstöðum. Er ekki óhugsandi að þinghaldið hafi fyrrum farið fram innan þeirra undir berum himni, áður en farið var að hafa þinghús, líkt og átti sér stað um lögréttu á Þingvelli, alþingisstaðn- um. — Þessar »dómhrings«-leifar í Kópavogi virðast eldri en þing- hússtóftin, eru miklu óverulegri og lægri. Allur vesturhlutinn virðist svo sem horfinn undir þinghússtóftina. Þuríður sagði, að fyrir framan þinghússdyrnar hefði fyrrum legið »höggsteinn«, svo-nefndur. Hann hefði varið vel miðja vega frá dyr- unum og fram á bakkann. Stjúpi hennar tók stein þennan og henti honum niður fyrir bakkann þar suðvestur-undan. Steinninn var um alin að lengd, aflangur, eggmyndaður að ofan. Áleit Þuríður að högg- stokkurinn hefði verið felldur þar ofaná. Nú verður steinn þessi ekki fundinn í fjörunni, svo víst sé. Ekki er óhugsandi, að þarna hafi ein- hvern tíma í fyrndinni verið aftökustaður, en illa kemur það þó heim við frásögn séra Eyjólfs Jónssonar hér að framan, er hann, gagn- kunnugur fræðimaður, segir að höggstaðurinn hafi ávallt, áður en Sigurður Arason var hálshöggvinn skamt frá túngarði, í landnorður frá þinghúsinu, verið uppi á bálsinum. Hefði séra Eyjólfur þekkt nokk- ur ummæli um höggstað fyrir framan þinghúsið, þá hefði hann ekki komizt svo að orði. En eftir að Sigurður var tekinn af, hefir enginn maður verið hálshöggvinn í Kópavogi. — Túngarðurinn, sem séra Eyjólfur á við, er til enn, eða annar yngri á sama stað, og kemur frásögn hans heim við núverandi staðháttu. Vegna þess að bent er á 2 dysjar á hálsinum fyrir sunnan voginn, sem nefndar hafa verið hjer að framan, á Arnarnesshálsi, en enga á hálsinum hér fyrir ofan, Kópavogshálsi, lítur helzt út fyrir, að séra Eyjólfur eigi við Arnar- nessháls. — Frásögn hans um, að Steinunni hafi verið drekkt i Kópa- vogslæk fyrir austan aftökustað Sigurðar, kemur einnig vel heim við staðháttu. Allt þangað upp og ofar enn, fellur sjór í lækinn þegar hásjávað er. Sennilega hefir sjórinn gengið æ lengra og lengra upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.