Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 20
20 ígildi 6 lóða silfurs af því, unz sá dómur hans yrði ónýttur á æðri stöðum. En sækjandi mætti mæta fyrir réttinum, svo að fullnægt yrði skipun konungs. Sækjandi áfrýjaði enn þessum dómi annars af dóm- öndunum, en bauðst til að ganga fyrír réttinn og hlýða á vitnin og spyrja þau. Var nú stúlkan, sem var byrjað að yfirheyra hinn 10. sept., krufin sagna og var framburður hennar ekki í einu né neinu sak- næmur fyrir amtmann eða fólk hans. Margt var það, sem hún kvaðst ekki vita, og margt, sem hún gat sagt ljóst og satt, án þess að sök kæmi. Mörg svörin voru þó berlega í mótsögn við það sem þeir landfógeti höfðu haft eftir ungfrú Swartskopf. Gekk á þessum yfir- heyrslum næstu 2 daga (13. og 14.) og fram á hinn þriðja, unz aft- ur kom upp ósamkomulag milli sækjanda og hinna út af spurn- ingu, sem hann lagði fyrir vitnið: hvort það vissi ekki til þess, að madama Pipers hefði boðið peninga til að ráða ungfrú Swartskopf af dögum. Hákon sýslumaður vildi láta bóka þessa spurning og svara henni, en prófastur ekki, nema sækjandi tiltæki, hvaða tíma hann ætti við, og um minna en ár væri að ræða frá þessum degi. Verjandi mótmælti þessari spurningu, sem ólöglegri, á sama grund- velli og prófastur. Hákon sýslumaður sat þó við sinn keip og sækj- andi mómælti kröftuglega mótmælum verjanda, krafðist þess að spurning sín yrði bókuð og henni svarað. Verjandi andmælti enn Hákoni sýslumanni, en hann vildi þó ekki tefja réttarhaldið á langri stælu um þetta. Kom sækjandi þá með aðra spurning og úr því hélt yfirheyrslan áfram, svo að ekki þótti ástæða til andmæla. Næsta réttarhaldsdag (mánud. 17. sept.) bar nýrra við. Dómend- ur lýstu yfir því, að verjandi skyldi teljast sekur að lögum fyrir framkomu sína síðast, en þó engar sektir gjalda að sinni, þar eð hann hefði beðið réttinn fyrirgefningar. — Nú krafðist sækjandi, að bréf Kinchs frá Eyrarbakka yrði lesið upp og talið fullnægjandi gagn í stað þess að hann mætti. En það fór sem fyr, amtmaður mótmælti og gekk síðan út, er bréfið var lesið upp. Daginn eftir (18. sept.) var enn komin á snurða, vegna þess að prófastur vildi ekki leyfa spurn- ing sækjanda, og þegar Hákon vildi leyfa hana, óskuðu þeir amtmað- ur og verjandi að fá að vita, hvors úrskurður mætti sín meira í þessu efni. Þorleifur prófastur kvað sinn úrskurð gilda, hann væri forseti réttarins, því að hann væri nefndur á undan Hákoni i skipunarbréf- inu. Jöfnuðu þeir þetta svo með sér, með hlýðnisyfirlýsingum við vilja konungs o. s. frv., og meira gerðist ekki þann daginn.1) Síðan » þ Sama dag skrifaði landfógeti stiftamtmanni um vitnaleiðslurnar og af-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.