Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 9
9 um, slapp þar úr þjófakistunni, sem hann var geymdur í, og annar þjófur með honum, og komust þannig undan. Næsta haust var uppnefningar-málið af Álftanesinu tekið fyrir í Kópavogi, 13. nóv., eins og getið var hér að ofan, en síðan var þingað í því oftar. Paul Beyer, fulltrúi amtmanns, hafði stefnt 4 persónum fyrir þingið vegna háðuglegra nafnagipta um heimilismenn á Bessa- stöðum og ýmsa aðra í sveitinni. Samkvæmt áskorun sýslumanns létu menn uppskátt á þinginu það sem flogið hafði fyrir af þessum uppnefnum, og eru flest þeirra niðrandi og gerð af keskni í óvirðing- arskyni. Var þetta borið og sumt svarið upp á hina stefndu; stúlka var ein þeirra og frelsaðist með lýðréttareiði, þegar þingað var í málinu siðar (12. jan. 1705), en i sama sinn varð einum þeirra eið- fall og hinn þriðji hafði séð það ráð vænst fyrir sér, að hverfa á burt. Málið var sett undir úrskurð lögmanns (26. júní 1705) og hefur hann dæmt í því í héraði, óvíst hvernig, en alt bendir til, bréf Pauls Beyers og lagatilvitnanir dómsmanna í Kópavogi, að tekið hafi verið heldur ómjúkt á þessum ungu spéfuglum.1) V. Árbæjarmál (morðmál). Daginn eftir að þetta spaugilega nafnagiptamál, er nú var skýrt frá, var fyrst tekið fyrir á Kópavogsþingi, hélt Sigurður lögmaður þing þar í heldur alvarlegra máli, morðmáli, sem gerst hafði skömmu áður á næstu grösum. Er skýrt all greinilega frá því í árbókum Espólíns, VIII., 90—91, og er sú frásögn tekin eftir góðri heimild, annál séra Eyjólfs á Völlum, sem nú er prentaður í Ann. 1400—1800, I., sjá bls. 468—70 þar, með athugasemdum og leiðréttingum drs. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar; getur hann þess þar, að skjöl um morðsmál þetta séu í Þjóðskjalasafninu (A. 38,2). Morðinginn hét Sigurður og var Arason. Hann var ungur og ó- kvæntur, en bjó með móður sinni á hálfum Árbæ. Á móti honum bjó sá er hann myrti, Sæmundur Þórarinsson, og hafði kona hans, Steinunn að nafni, Guðmundsdóttir, talið Sigurð á að fyrirfara Sæ- mundi. Gjörði hann það sunnudagskvöldið 21. sept. 1704, er þeir voru að veiðum í Elliðaá syðri, og fannst Sæmundur þar örendur undir Skötufossi næsta dag. Var hann jarðaður að Gufunesi. En litlu síðar gaus sá kvittur upp, að Sigurður myndi hafa valdið dauða hans. Sigurður meðgekk sök sína við yfirheyrslu Pauls Beyers, og Steinunn einnig síðar, er þingað var í málinu 3. nóv. að Varmá. — 9 Annað svipað uppnefningarmál var tekið fyrir á Býjarskerjaþingi 1730.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.