Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 4
4 sagt heíur verið, að dys sú, sem er efst á Arnarneshálsi, vestan við gamla veginn, sé dys dansks manns, er tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp. Skiljanlegt er að þjóðerni mannsins hafi skolast í frásögnunum, mann fram af manni í 3 aldir, og er ekki ólíklegt að þarna liggi Hinrik Kules. Dys þessi er nú að mestu grasi gróin. Fleiri dysja verður vart í Kópavogi og sennilega eru þar nokkr- ar að auki, sem ekki eru kunnar nú. Verður sakmálasaga þessa þing- staðar ekki rakin hér, en getið nokkurra mála, sem kunn eru af annálum og dómabókum. í Sýslumannaæfum, IV., 131, er sagt frá dómi, sem dæmdur var 25. jan. 1664 í Kópavogi af Einari Oddssyni, er þá þingaði í umboði Thomasar Nicholaisonar fógeta, og 12 mönnum með honum. Dæmdu þeir þar til dauða þjóf einn, sem stolið hafði nokkrum verzlunarvarn- ingi. Systir mannsins, Guðrún áð nafni, klagaði yfir þessu á alþingi um sumarið, en var þá lítt sinnt; mun hafa þótt koma of seint. Næsta sumar eftir kom hún fram með klögumál sitt að nýju og var nú bréf hennar lesið í lögréttu og sett í alþingisbókina (nr. 26); segir hún þar að bróðir sinn hafi verið líflátinn og vill láta kalla fyrir lög Einar Oddsson, »foringja manndrápsins«, svo sem hún nefnir hann blátt áfram. Lögmennn og lögréttan áleit að Einar væri skyldugur að láta Sigurði lögmanni Jónssyni í té afskrift af dómnum. Afskriftin var afhent á næsta þingi, 30. júní 1666, af Jakobi Benediktssyni, þáver- andi fulltrúa fögetans, en Einar var lýstur forfallaður í það sinn. Segir í alþingisbókinni, að Þórður hafi verið hengdur, og dómurinn er settur í alþingisbókina (sjá nr. 19—20). Ekki sést að mál þetta hafi verið tekið fyrir oftar á alþingi, en lögmaður kann að hafa tekið það fyrir í héraði. — Þórður hefur sennilega verið hengdur i Gálga- klettum í Garðahrauni, og þeir þjófar aðrir, sem dæmdir voru til dauða í Kópavogi og á Bessastöðum. Árni prófessor Magnússon hefur getið þess í syrpu sinni, er hann nefnir Chorographica Islandica (213 8vo í handrs. hans), að í Hraun- helli, er svo heitir, »fyrir sunnan Efferseyjarsel gamla«, hafi Iegið »þjófar (maður og kona) circa 1677, eða nokkru fyrr, hver þar fyrir ströffuð urðu á Kópavogsþingi 1677, þann 3. Decembris«. Þau hafa sjálfsagt verið tekin af lífi þann dag samkvæmt dómi, dæmdum þar áður, líklega samdægurs, en af þvi er segir í Valla-annál og síðar skal tekið fram, er óvíst að aftaka þeirra hafi farið fram á sjálfum þingstaðnum. Hins vegar er þó líklegt, að dysjar tvær við Kópavogs- læk séu leiði þeirra, því að þær eru nefndar »hjónadysjarnar«. Skal þeirra getið síðar. í annálum Jóns Espólíns, VIII., 58, segir, að árið 1697 hafi kona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.