Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 15

Skírnir - 01.04.1907, Side 15
Tómas Sæmundsson. 111 burt úr hinum mjúku móðurhöndum fósturjarðarinnar — og jafn- snart sagði hjarta mitt mér, að hvað sem svo fyrir mór lægi að sjá af fegurð landa og staða, þá yrði hún mór þó ætíð í allri sinnh fátækt dýrðlegasti bletturinn á jarðríki!« Hann skrifar Jónasi og minnist á dönsku stúlkurnar r >Nei, eg vil hafa stúlkurnar heima og gleðja mig þar meðal góðra kunningja, þín og annara sem fósturjörðina elska, og vonast til að eg lifi mikið ánægðari, ef eg get gert henni dálítið gagn, en þó eg ætti millíónir dala í þessum góða stað og gæti haft allar lystisemdir sem hann fram býður; eg yrði snart leiður á þeim. en. á hinu aldrei«. Og hann fann iíka íslenzka stúlku sem honum leizt á, þegar hann kom í kynnisför heim ári síðar (1829). Af missætti við Reykjavíkur kaupmenn vildi hann ekki biðja þá um far og brá sér norður á iand og sigldi á skipi frá Akureyri. Um það skrifar hann Jónasi: »Annars sá eg einhvern tíma í þessari norðurferð stúlku, sem mér leizt reglulega vel á, og er það sú fyrsta af ógiftum, sem eg hefði viljað eiga af öllum sem eg hefi séð, bæði hór og heima, svo eg er nú af þeirri trú sem eg hafði þar til, að eg gæti aldrei gifzt, því eg sæi enga sem mór líkaði«. Hann sá hana sem snöggvast, trúlofaðist henni, og kvongaðist henni, er hann kom úr suðurgöngu sinni. Sýnir það hve fijótur hann var að átta sig, og hve fast ráð hans var. — Föður sínum skrifar hann eingöngu um alvarleg efni og það sem honum mundi þykja fróðlegast að heyra. Bréfin eru hrein og bein og gætir þar fremur virðingar en ástúðar; hann talar til skynsemi föður síns, enekki til tilfinninganna. Lesi menn t. d. bréfið sem hann ritar honum að loknu embættisprófi, þar sem hann er að leiða honum fyrir sjónir hve ómissandi sér sé að takast lang- ferðina á hendur. Hann skrifar honum siðan skilmerkL leg bréf af ferðum sínum. — í bréfinu sem hann skrifar föður sínum frá Höfn, þegar hann hefir fengið Breiðaból-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.