Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 86

Skírnir - 01.04.1907, Page 86
182 Verndun fagurra staða og merkra náttúrumenja Ameríku hafa menn haft mikinn áhuga á verndun fag- urra staða og náttúrumenja. I Bandaríkjunum hafa marg- ir fagrir staðið, sérstaklega í stórborgum og umhverfis þær, verið settir undir örugga vernd; má einkum benda á, að hinn s-vo kallaði Yellowstone Park, sem er yfir 3000 □ mílur enskar að stærð, var friðaður með allsherjar- lögum 1872. Enda þótt náttúrumenjar séu aðallega annars eðlis en fornmenjar, heyra þær undir fornmenjalög, þar sem sú löggjöf er lengst komin (á Frakklandi og í Hesse). Þess vegna gæti komið til greina að hafa og ákvæði um verndun náttúrumenja í fornmenjalögum vorum. Auðvit- að gætum vér haft s é r s t ö k lög um verndun náttúru- menja, ef þess verður álitin þörf. Hér skal þó ekki mælt fram með lagaboðum til verndunar náttúrumenjum lands- ins. Almenningsálitið ætti að vera þeim ærið til verndunar. Enn fremur gætu þeir menn, er áhuga hafa á þessu málefni, bundist samtökum og stofnað félag með sér til þess að vernda náttúrumenjar hér á landi, litast utn og leita þeirra sem lítt eru kunnar, og leiðbeina mönnum á ýmsan hátt í þessum efnum. Ef til vill verður hvorki þörf verndunarlaga né siíks félasskapar; menn láta sér máske að kenningu verða áminningar þær og viðvaranir, sem hafa fram komið og munu eftirleiðis fram koma, er þörf virðist á því, bæði í ræðum og ritum. Gœtum vel merkisgripa þjóðarinnar og engn síður skrautgripa móður vorrar, Fjallkonunnar. Reykjavík, 9. febr. 1907. MATTHÍAS ÞÓKÐAB80N.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.