Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 42

Skírnir - 01.04.1907, Side 42
138 Frá Róm til Napoli. hafa elju á að dvelja þar lengi, ef fyrir því eiuu ágæti væri að gangast, sem af þeim stendur. Það er landslagið umhverfis borg- ina, fegurðin, hvar sem litið er frá sér, og landgæðin, sem helzt mælir fram með henni. Sjálf fanst mér hún, að meginhlutanum til, hvorki fögur nó viðkunnanleg eður skemtileg. Húsiu eru allvel bygð og jafnaðarlega með 4—5 loftum, en víða er óhreinlega um þau gengið; strætin eru oftast mikið þröng og heldur óþokkaleg að undanskildu Tóledó-strætinu. Það liggur suður og vestur með endilangri brekkunni neðarlega og neðan við torgið andspænis kongsgarðinum niður undir sjó og og skiftir borginni í tvo hluta. Er annar hlutinn fyrir austan hana á sléttunum og er sá meiri; hinn er fyrir vestan upp í holtinu; eru hér strætin svo í hallanda, að óvíða verður komið vagui, og liggja þau oftast reglulega út frá Tóledó-strætinu upp eftir brekkunni, eða langs utan í brekkunni jafnsíðis því. Sér óvíða á strætunum langt frá sér, en því fegurra er í húsunum á efstu loftunum á þá hliðina, sem veit undan brekkunni, eður upp á þökunum, sem oftast eru flöt og löguð svo, að á þeim verði gengið. Enda sumstaðar liggja strætin hvert yfir öðru, svo að þeir sem neðar ganga, sjá vegina eins og bryr allar götur fyrir ofan sig í loftinu, og fara menn þar eins og neðan undir á hestum og akfærum. Af þessu verður borgin á mörgum stöðum heldur óslótt í brúnina til að líta, og á maður ekki gott með að fella sig við það fyrst í stað, er hann hefii vanist borgum, sem reistar eru á sléttlendi; torg og stræti er alt óreglulegt niðri í borginni, en maður víðast innibyrgður og sér lítið frá sór, og gætir þar fegurðarinnar lítið. I Napoli eru fá hús, sem mikið kveður að, eður taki fram því algenga, og varla er önnur borg á Ítalíu, hvar kirkjurnar bera eins lítiö af öðrum húsum að hæð og viðhöfn eins og hér, og eru þær þó að tölu ekki færri en 300 í borginni. Meðal annara opinberra bygginga má helzt geta ráðhússins og dýrgripabúrsins. Hið fyrra ■er feykistór garður, nýbygður og mjög vaudaður; eru þar mörg garðrúm í einum aðalgarði. Þar eru öll stjórnarmálefni um hönd höfð, og ríkisskjölin eru þar til varðveizlu. Dýrgripabúrið er meðal fyrstu húsa til hægri handar, þá kemur inn fyrir borgarhliðið, þá er komið er þjóðveginn frá Róm. Það er mikil höll og hefir þangað verið safnað öllum smíðisgripum, málverkum og gersemum ríkisins, og er það mikill hægðarauki fyrir þá sem hafa skamma dvöl í Napoli, að varla þarf annarsstaðar að leita þessháttar gripa í Napoli-konungB ríki. Ollu, sem fundist eður aflast hefir er safnað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.