Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 23 LISTIR í skólanum, í skólanum... KVIKMYNDIR Iláskölabíó LOKASTUNDIN „Sidste Time“ ★ ★ Leikstjóri: Martin Schmidt. Handrit: Dennis Jurgensen. Framleiðandi: Regner Grasten. Aðalhlutverk: Lene Laub Oksen, Tomas Villum Jensen, Rikke Louise Andersson, Karl Bille, Laura Drasbæk. RFG. 1995. SV OKALLAÐ AR unglingahroll- vekjur voru allsráðandi í bandarískri hryllingsmyndagerð allan síðasta áratug og eitthvað fram eftir þessum en danski tryllirinn Lokastundin eft- ir Martin Schmidt sver sig mjög í ætt við þær. Nokkrir framhalds- skólanemar lokast inni í skólanum sínum og týna brátt tölunni einn af öðrum á hinn hroðalegasta hátt og spurningin er hvort gamli líffræði- kennarinn sé að verki en hann átti samkvæmt flökkusögn að hafa verið myrtur af nokkrum nemendum skól- ans eftir að hann nauðgaði vinkonu þeirra. Atburðarásinni er lýst í beinni útsendingu frá skólalóðinni í vinsæl- asta skemmtiþætti sjónvarpsins, Lokastundinni, sem lifir á hráu of- beldi og myndin dregur nafn sitt af. Myndin hikstar svolítið á upphafs- mínútunum en þegar skriður er kom- inn á hana reynist hún prýðileg skemmtun þótt hún sé talsvert síðri en sá frábæri spennutryllir Nætur- vörðurinn. Leikstjórinn Schmidt not- færir sér út í ystu æsar drungalegt skólahúsið að kvöldlagi þar sem hægt er að lenda í morðum og meið- ingum í hveiju skúmaskoti og fram- Bétveir snýr aftur FURÐULEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að vera með eina sýningu á barna- leikritinu „Bétveir". Sýningin verður sunnudaginn 24. mars kl. 15 í Mögu- leikhúsinu. Leikritið um B2 var sýnt í Tjarn- arbíói og á Akureyri síðastliðið haust og var vel tekið. Leikritið er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn um geimstrák- inn Bétvo sem kemur til jarðarinnar að leita að svolitlu sem hann veit ekki hvað heitir. Þetta fyurðufyrir- bæri finnst ekki á stjörnunni hans en hann hefur séð það í stjörnukíkin- um sínum. Þetta reynast vera bækur. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjáns- son. Leikmynd og búninga hannaði Helga Rún Pálsdóttir. Valgeir Skag- fjörð samdi tónlistina og ljósahönn- uður er Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar eru Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Katrín Þorkelsdóttir. Miðaverð er 600 kr. stjórnbúnaður Þú finnur varla betri lausn. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 kallar oft ósvikinn hroll. (Drungaleg- ar stofnanir eins og líkhús (Nætur- vörðurinn), sjúkrahús (Landsspítal- inn) og nú skólahús eru vinsæll vett- vangur danskra spennumynda.) Or myndatakan ýtir undir spennuna og klippin yfir í sjónvarpsþáttinn Loka- stundina á vettvangi heldur manni í óvissu um hvað raunverulega er á seiði; þátturinn er sendur út þegar allt er yfirstaðið en þó geta krakk- arnir fylgst með í sjónvarpinu í skól- anum! Skiptingarnar frá sjónvarpsþætt- inum og atburðunum í skólanum orka að vísu tvímælis. Myndin er öðrum þræði háðsádeila á ofbeldis- 3.880 fcr. græðgi sjónvarpsins sem lýsir sér í einkar svölum og harðsvíruðum þáttastjórnandanum er brosir út að eyrum þegar morðin eru sem ljót- ust. En með því að skjóta honum sífellt inní atburðarásina losar Schmidt um spennuna sem byggð hefur verið upp. Leikararnir standa sig flestir með sóma og lýsa sann- færandi skilningsleysinu og óttanum sem myndast í hópnum þegar morð- in taka að hrannast upp. Lokastundin er afþreying sem rúmar á einhvern dularfullan hátt bæði ofbeldisfulla hrollvekju og gagnrýni á ofbeldisdýrkun. Arnaldur Indriðason AWE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól). ALOE-VERA 98% geliðfrá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunnL Áriðandi er að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna gefur áþreifunlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fyrsta hjálp (First Aid). Fsest í öllum apótekum á landinu og í: L Sræm W' vasnii 'agnmn 2. hæö, Borgarkringlunni, j símar 854 2117 og 566 8593. Halogen 3x20w með spennubreyti, perum og öllum festingum. 2.990 kr. Borðlampar frá 1.290 kr. Mjög gott úrval. 1.190 ki Sígild loft- og vegg- ijós, sem hafa aldrei verið á betra verði. Þau fást í 10 litum og úrfuru og eik. 9.990 kr. Gott verð á öllum Ijósakrónum. Þreföld 6.655 kr. Fimmföld 9.900 kr. Ný og glæsileg EGL0 kastaralína. Kastararnir fást í 4 litum, ein- faldir, þrefaldir og 4 saman á boga. l 2.212 kr. m, Einfaldur úr eik. 10.680 kr. Þrír saman á antikgrænni plötn. HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Helluhrauni 16 • Sími 565 0100 íHúsas L’osa- Kynntu þér úrvalið og kveiktu á perunni. Ódýr og góð Ijós fyrir heimilið og sumarbústaðinn sniðin að þínum þörfum. nordlux
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.