Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps um Borgar fj ar ðarbraut Mælt með efri leið UM 60% kosningabærra manna í Reykholtsdalshreppi skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista þar sem mælst er til þess að valin verði svokölluð neðri leið við lagningu Borgarfjarðarbrautar. Gunnar Bjarnason, oddviti hreppsnefndar- innar, segir að fjöldi manns hafi haft samband við sig og lýst því yfir að þeir sjái eftir því að hafa skrifað sig á listann. Þegar upp sé staðið séu það ekki í raun nema um 50% sem standi að baki listan- um. Skipulagsyfirvöld og umhverfis- ráðherra hafa samþykkt tillögu Vegagerðarinnar um neðri leiðina. Hreppsnefndin lagði fram aðra til- lögu sem var ekki send í umhverfis- mat. „Ég lít þannig á að úrskurðurinn þýði aðeins að leið Vegagerðarinnar sé fær en hann segir ekkert um hvort aðrar leiðir séu ófærar. Hreppsnefndin mun beita sér fyrir því að það verði fundin ásættanleg lausn sem við teljum vera efri leið- ina með brúarstæði sem rætt hefur verið um í seinni tíð,“ segir Gunnar. Gunnar segir að þeir sem hafi skrifað sig á listann búi ekki allir í hreppnum. „60% af hreppsnefndinni sam- þykktu að mæla með því að efri leiðin yrði valin. Við geymum þennan lista og hann hefur engin áhrif á okkar störf hér. Ég met þetta þannig þar sem margir sem hafa skrifað sig á listann hafa haft samband og lýst því yfir að þeir hafi ekki fengið réttar upplýs- ingar um málið,“ sagði Gunnar. Mikil reiði í mönnum Snorri Kristleifsson frá Klepp- járnsreykjum skrifaði nafn sitt á undirskriftalistann. Hann segir að mikil reiði se í mönnum vegna af- stöðu hreppsnefndarinnar. „Það er aðeins • verið .að-reyna að gera þetta tortryggilegt af meirihluta hreppsnefndar sem minnihluti íbúa stendur að baki,“ segir Snorri. Hann segir að á hreppsnefndar- fundi í fyrrkvöld, sem hann sat sem áheyrnarfulltrúi, hefði oddviti hreppsnefndar sagt að hann væri ákveðinn í því að gera ekki neitt með undirskriftalistann. „Þetta segir hann þrátt fyrir að þarna kæmi yfirlýsing frá 60% kosningabærra manna í hreppnum á þeim forsendum að við söfnun undirskriftanna hefði verið haft rangt við. Það er tilbúningur og ekkert annað. íbúum er ekki gefið tækifæri til þess að ræða þetta mál,“ segir Snorri Kristleifsson ísland friðlýst fyrir kjamorkuvopnum ÁTTA þingmenn stjórnarandstöð- unnar á Alþingi _hafa lagt fram frumvarp Um að ísland verði frið- lýst fyrir kjarnorku- og eiturefna- vopnum og umferð kjarnorkuknú- inna farartækja verði bönnuð á íslensku yfirráðasvæði, Þetta frumvarp hefur Verið flutt þrisyár áðUr á Alþingi, síðást árið 1991. í greinargerð segir að efni frumvarpsins sé enn í fullu gildi og þróun í alþjóðamálúm'sé með þeim hætti að auðvelda ætti fram- gang þess. Megi þar nefna fram- lengingu samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og framvindu Genfaiviðræðna um algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Þá sé sú mikla mótmælaalda sem reis um allan héim í kjölfar tilraunasprenginga Frakka til marks um vaxandi andúð almenn- ings á öllpm kjarnorkuvígbúnaði. Áfram stafi þó hætta af annarri kjarnorkunýtingu og því sé engu minni ástæða nú en áður fyrir íslendinga að taka af skarið og friðlýsa land sitt. Framsókn ekki með Steingrtmur J. Sigfússon Al- þýðubandatagi ef fýrsti flutnings- maður frumvarpsins en aðrir eru Össur Skarphéðinsson og Guð- mundur Árni Stefánsson Alþýðu- flokki, Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir Þjóðvaka, Bryndís Guðmundsdóttir og Mar- grét Frímannsdóttir Alþýðu- bandalagi og Kristín Ástgeirsdótt- ir Kvennalista. Þegar frumvarpið var lagt síð- ast :fram voru Steingrímur Her- mannsson þáverandi forin'aður Framsóknarflokks og Páll Péturs- son félagsmálaráðherra meðan flutningsmanna en enginn Fram- sóknarþingmaður er nú meðal flutningsmanna. Mikið tjón í Viðey MIKLAR skemmdir urðu í Viðey þegar sjór gekk á land í flóðinu mikla sem varð síðasta öskudag. Mestar urðu skemmdirnar á Eið- inu sem tengir saman Vesturey og Heimaey. Sjór gekk þar yfir, braut land og eyðilagði akveginn um Eiðið, göngustíga og fleira. „Eyjan er skelfilega illa leikin og ég man ekki eftir öðru eins í minni tíð,“ segir Örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi sem fæddist í Viðey 1929. Hann kveðst meðal annars kenna uppfyllingu í Sundahöfn um, sem hafi þrengt Sundið. Kostar 2-3 milljónir í Áttæringsvör við skálann Við- eyjamaust tók einnig mikið úr íjörunni, þannig að nú er hár sjáv- arbakki þar sem áður var lítils- háttar halli niður í fjöru. Austur á Sundbakka varð einnig nokkurt landbrot, bæði við gömlu grútar- stöðina og í Þórsnesi. Að sögn séra Þóris Stephen- sens, staðarhaldara í Viðey, er gert ráð fyrir að fá þurfi dælu- skipið Sandey með ofaníburð í veginn og einnig að flytja vöru- bíl og gröfu út í eynna, þannig að um kostnaðarsamar fram- kvæmdir er að ræða á Eiðinu. Annars staðar þarf einnig að sögn Þóris að leggja talsverða vinnu í að lagfæra skemmdir af völdum sjógangsins. „Fróðir menn segja að kostnaðurinn verði ekki undir tveimur til þremur milljónum króna,“ segir Þórir. Hann kveðst gera ráð fyrir að sótt verði um aukafjárveit- ingu vegna þessa til Reykjavík- urborgar, en ekki sé ljóst hve- nær ráðist verður í lagfæring- ar. Morgunblaðið?Þorkell EINS og sjá má af þessari mynd sem sýnir Eiðið úr austri, er vegarstæðið bert, hálfs metra þykk- ur ofaníburður horfinn og nokkurt landbrot greinilegt. ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið .störfum, en 575 umsóknir bárust um starfslaun listamanna 1996. Árið 1995 bárust 563 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 1996 var eftir- farandi: Listasjóður 146 umsóknir. Launasjóður myndlistarmanna 219 umsókn- ir. Launasjóður rithöfunda 190 umsóknir. Tónskáldasjóður 20 umsóknir. Úthlutunarnefndir voru að þessu sinni skip- aðar sem hér segir: Sljórn Listasjóðs Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður og Sig- urður Steinþórsson prófessor. Úthlutunarnefnd Launasjóðs myndlistar- manna Guðný Magnúsdóttir myndlistarmaður, Hannes Sigurðsson listfræðingur og Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur. Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda Dr. Guðrún Nordal, Gunnlaugur Ástgeirsson og Sigríður Th. Erlendsdóttir. Úthlutunarnefnd Tónskáldasjóðs Bernharður Wilkinsson, Rut Magnússon og Sigurður Halldórsson. Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfs- laun sem hér segir, en þau eru nú rösklega 90 þúsund krónur á mánuði. Úr Listasjóði: 3 ár Auður Hafsteinsdóttir, Helga Ingólfsdóttir. 1 ár Guðmundur Ólafsson, Jón Aðalsteinn Þor- geirsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir. 6 mánuði Andrés Sigurvinsson, Björn Thoroddsen, Dennis Jóhannesson, Elsa Waage, Guðmundur Óli Gunnarsson, Hafliði Arngrímsson, Hilmar Oddsson, Hlín Agnarsdóttir, Hrafn Gunnlaugs- son, Hrafnhildur H. Guðmundsdóttir, Inga Bjarnason, Jóna F’innsdóttir, Kristinn H. Árna- son, Nanna Ólafsdóttir, Pétur Jónasson, Rúnar 575 sóttuum listamannalaun Gunnarsson, Selma Guðmundsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigríður J. Kristjánsdóttir, Sigurður Flosason, Sigurður Hóarsson, Sigur- jón Jóhannsson, Sverrir Guðjónsson, Tómas R. Einarsson, Þórarinn Eyfjörð, Þórunn Sigurð- ardóttir, Örn Magnússon. Ferðastyrki úr Listasjóði hlutu Daði Kolbeinsson, Edda Jónsdóttir, Eydís Franzdóttir, Gísli Snær Erlingsson, Guðjón Sigvaldason, Guðni Franzson, Guðrún Birgis- dóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hlíf B. Sigutjóns- dóttir, Jón Stefánsson, Laufey Sigurðardóttir, Martial Guðjón Nardeau, Ólafur Arni Bjarna- son, Páll Eyjólfsson, Pálmar Kristmundsson, Peter Máté, Ragnar Björnssón, Sigurður Bragason, Símon H. Ivarsson, Steinarr Magn- ússon, Þorgerður Ingólfsdóttir, Þórhildur Þor- leifsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir. Úr Launasjóði myndlistarmanna: 3 ár Finnbogi Pétursson, Ingólfur Arnarsson, Ragn- heiður Jónsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. 1 ár Bjarni H. Þórarinsson, Eggert Pétursson, Finna B. Steinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar, Kristín Jónsdótt- ir. 6 mánuði Árni Ingólfsson, Ásdís Sigurþórsdóttir, Gunnar Karlsson, Hannes Lárusson, Hrafnkell Sigurðsson, ívar Brynjólfsson, Kjartan Ólason, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Magnús Pálsson, Rósa Gísladóttir, Sigurður Örlygsson, Sólveig Eggertsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Kr. Ferðastyrk úr Launasjóði myndlistar- manna hlaut Illugi Eysteinsson. Úr Launasjóði rithöfunda: 3 ár Ólafur Haukur Símonarson, Sigurður Pálsson. 1 ár Birgir Sigurðsson, Böðvar Guðmundsson, Einar Kárason,_ Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð-- mundur Páll Ólafsson, Guðrún Helgadóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólaf- ur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn. 6 mánuði Andrés Indriðason, Árni Bergmann, Árni Ibsen, Bjarni Bjarnason, Björn Th. Björnsson, Bragi Ólafsson, Egill Egilsson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, Geir- laugur Magnússon, Gerður Kristný Guðjóns- dóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmund- ur Steinsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Hall- grímur Helgason, Hannes Sigfússon, Hjörtur Pálsson, Iðunn Steinsdóttir, Isak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson, Kristín Matja Baldurs- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdótt- ir, Magnús Þór Jónsson, Margrét Lóa Jónsdótt- ir, Nína Björk _ Árnadóttir, Oddur Björnsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Ragnar Ingi Aðal- steinsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmarsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Vil- borg Davíðsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þor- valdur Kristinsson. Ferðastyrki úr Launasjóði rithöfunda hlutu Anna S. Bjömsdóttir, Ágústína - Jónsdóttir, Hrafn Andrés Harðarson, Ingibjörg Hjartardótt- ir, Kristján Jóhann Jónsson, Örnólfur Ámason. Úr Tónskáldasjóði: 3 ár Hjáimar H. Ragnarsson. 1 ár Haukur Tómasson. 6 mánuði Ríkarður Örn Pálsson, Stefán S. Stefánsson. Auk þess voru veitt listamannalaun til eftir- talinna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára og eldri við gildistöku laganna um listamannalaun, sbr. 3. gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu starfslaun. Styrkurinn jafngildir starfslaunum í einn mánuð. Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Eiríkur Smith, Elías B. Hall- dórsson, Eyþór Stefánsson, Filippía Kristjáns- dóttir, Gísli J. Ástþórsson, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Sæmundsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Hróifur Sigurðsson, Hörður Ág- ústsson, Jóhannés Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Helgi Jónsson, Jón Ásgeirs- son, Jón Dan Jónsson, Jón Þórarinsson, Jónas Árnason, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Halls- son, Kristinn Reyr, Magnús Blöndai Jóhanns- son, Magnús Jónsson, Ólöf Pálsdóttir, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurð- ur Hallmarsson, Sigurður Sigurðsson, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steingrímur St. Th. Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Veturliði Gunnarsson, Vilborg Dagbjaifsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.