Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 ^pVectrí t <o> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi CO> NÝHERJI s MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a>CENTRUM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Engar nýj- ar tillögur á NEAFC- fundi ENGINN árangur varð af viðræðum fiskveiðiríkja við norðaustanvert Atl- antshaf á aukaársfundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London í gær. Engar nýjar tillögur komu fram um veiði- stjórnun á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg, en ársfundurinn var boðaður til að gera lokatilraun til að ná sam- komulagi um úthafskarfaveiðarnar. Viðræðum verður haldið áfram í dag, og er það síðasta tækifæri að- ildarríkjanna til að ná samkomulagi áður en karfavertíðin hefst. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndar- innar, treysti hinn norski formaður á viðræðufundinum sér ekki til að leggja fram nýja málamiðlunartil- lögu, en tvær slíkar hafa þegar kom- ið fram á fyrri fundum. Guðmundur segir að enn sé deilt um það hvort taka eigi meira tillit til hagsmuna strandríkja eða til veiðireynslu undanfarinna ára við skiptingu heildarkvótans milli aðild- arríkja NEAFC. „Úr þessu verður ágreiningur, sem skiptir þúsundum tonna,“ segir hann. Þrír kostir Guðmundur segir að í fundarlok eigi aðildarríkin þijá kosti. Sá bezti sé að samkomulag náist um kvóta- skiptingu. Annar kostur sé sá að gera ekkert og viðhalda þannig óbreyttu ástandi og stjórnlausum veiðum á Reykjaneshrygg. Þriðji kosturinn sé sá að greiða atkvæði um einhveija af framkomnum tillög- um. Sá kostur bjóði þó þeirri hættu heim, að ríkin sem verða undir í atkvæðagreiðslunni virði ekki þá fiskveiðistjórnun, sem meirihlutinn sé fylgjandi. A Otrúlegar sveiflur í veðrinu á milli ára og auð jörð í ár í stað skafla í fyrra Hefur verið alveg dásamlegur vetur ÞETTA hefur verið alveg dásam- legur vetur og ég sakna ekki snjómokstursins," segir María Steingrímsdóttir, íbúi við Asveg 12 áDalvík. I gær var hún að sópa stéttina við húsið en um svipað leyti í fyrra birtist mynd af Maríu, þar sem hún stóð uppi á snjóskafli við húsið og náði skaflinn upp fyrir þakskeggið. Þá hafði hús Maríu að mestu verið á kafi í snjó frá því í janúar og þurfti hún að láta ljósin loga í húsinu um hábjartan dag. Nú hefur tíðin verið önnur og segir María að mun bjartara sé yfir bæjarbúum lofi veðrið í hástert. „Nú situr maður í sólstól á pallinum framan við húsið og nýtur sólarinnar. Auk þess höf- um við verið að klippa runna í garðinum og ég man ekki eftir að það hafi verið hægt áður í mars.“ María segir að bóndarósir sín- ar hafi ruglast í ríminu og séu farnar að gægjast upp á yfir- borðið. Hún verði því að byrgja þær þar sem enn sé frost á nótt- unni. „Það tala margir um að páskahretið sé á næsta leyti en ég hef ekki trú á að það eigi eftir að snjóa mikið.“ Morgunblaðið/Rúnar Antonsson FYRIR réttu ári stóð María Steingrímsdóttir uppi á háum snjóskafli fyrir framan hús sitt á Dalvík... Morgunblaðið/Kristján ...í gær var hún hins vegar að sópa stéttina í veðurblíðunni. Eldur slökktur í ViniíS ELDUR kom upp vélarrúmi fiski- skipsins Vinar ÍS-8 frá Hnífsdal um tíuleytið í gærkvöldi. Skipið var þá statt um hálfa aðra sjómílu undan Galtarvita. Eldurinn var lítili og náði áhöfnin fijótlega að slökkva hann. Engin slys urðu á mönnum, en fimmtán manna áhöfn er á Vini. Skipveijar reyndu í gærkvöldi að koma vél skipsins í gang að nýju. Flosi ÍS fylgdist með og var ætlunin að hann tæki Vin í tog og drægi hann til hafnar ef ekki tækist að gangsetja vélina. ----♦ ♦ ♦- 30 glannar Formenn 180 aðildarfélaga Alþýðusambands íslands funda á morgun í Kópavogi Miðstjórn ASI sakar ríkis- stj órnina um griðrof FRUMVARP félagsmálaráðherra um breytingar á t__Jjjjgum um stéttarféiög og vinnudeiiur sem lagt var fram á Alþingi í fyrrakvöld sætir harðri gagn- rýni forystu ASI og stjórnarandstæðinga á Al- þingi. Miðstjórn ASI kom saman í gær og í álykt- un fundarins eru málsmeðferð ráðherra og efni frumvarpsins sögð árás á verkalýðshreyfinguna og ríkisstjórnin sökuð um griðrof. „Miðstjórn ASÍ fordæmir að stjómvöld skuli einhliða hafa lagt fram frumvarp til breytinga á vinnulöggjöfinni. Frumvarpið er lagt fram á sama tíma og aðilar vinnumarkaðarins voru í samninga- viðræðum um samskiptamál sín á milli. í þeim viðræðum lágu hugmyndir og tillögur ASl að nauðsynlegustu breytingum fyrir. Með kynningu á væntanlegu lagafrumvarpi sleit félagsmálaráð- ^-^-terra þeim viðræðum,“ segir í ályktuninni. Mun líklega tefja næstu samningsgerð Miðstjórn ASÍ segir frumvarpið árás á verka- lýðshreyfinguna sem muni rýra sjálfstæði stéttar- félaga. Hefur verið ákveðið að boða formenn allra aðildarfélaga ASÍ, sem eru um 180 talsins, til "^’tindar á Hótei Sögu á morgun, föstudag, til að ræða frekari viðbrögð. Félagsmálaráðherra segir ekki traðkað á rétti neins manns Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að ef frumvarpið verði að lögum óbreytt sé líklegt að það muni tefja verulega fyrir gerð komandi kjara- samninga. Hann segir að mikil fundahöld verði um þetta mál innan verkalýðshreyfingarinnar á næstunni og það verði ofarlega á baugi á þingi ASÍ í maí. „Það er aðeins einn tónn í hreyfingunni í þessu máli,“ segir hann. „Óskiljanleg árás samvinnumanns“ Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að félagsmálaráðherra hafi kosið að keyra málið áfram með offorsi. Þarna sé um að ræða óskiljan- lega árás samvinnumanns á verkalýðshreyfing- una. „Það er alveg fullvíst að það verður bitið þarna á móti,“ segir Björn Grétar. Orðaskipti urðu einntg um frumvarpið í umræðu um störf Alþingis í gær og líktu nokkrir stjórnar- andstæðingar því við sprengju. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði að frumvarpið hefði sagt í sundur friðinn á Alþingi og kvaðst hann óttast að ríkisstjórnin hefði einnig sagt í sundur friðinn í landinu með því að leggja frumvarpið fram. Hafa ekki alræðisvald lengur Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki væri traðkað á rétti nokkurs manns í þessu frumvarpi heldur væri verið að færa meginákvarðanir í kjaramálum í lýðræðisátt. Þeir þröskuldar sem væru í frumvarp- inu um afgreiðslu samninga og boðun vinnustöðv- ana væru mjög lágir. „Hins vegar kann að vera að einhveijum sem sitja í stjórn eða trúnaðarmannaráðum verkalýðs- félaganna þyki dregin einhver burst úr nefi sínu, að þeir hafi ekki alræðisvald lengur og þurfi að leita í baklandið. Ég er hissa á þeim að vera svona óttaslegnir við umbjóðendur sína og treysta þeim svona illa. Ef samningur er ómögulegur á ekki að vera nokkur vandi að hóa saman liði til að fella hann og ef miðlunartillaga er ósanngjörn á það að vera forystu félags í lófa iagið að afla fylgis þeirri hugmynd að fella hana,“ sagði félags- málaráðherra. Frumvarpið verður tekið til umræðu á Alþingi í dag. ■ Málið er allt komið í uppnám /4 FJÖLDI ökumanna steig of fast á bensíngjöfina í umdæmi Kópavogs- lögreglunnar í gær. Að sögn lögreglu voru 30 manns teknir fyrir hraðakstur og sýndu sumir ökumenn vítavert gáleysi að hennar mati. Taldi lögreglan að góðviðri og vorstemmningu væri um að kenna og var enn að stöðva öku- þóra seint í gærkvöldi. Engar upplýsingar fengust um hraða enda vill lögreglan ekki hvetja neinn til að slá gömul met, að eigin sögn. Einkabíl- númer kosti 25 þúsund GJALD fyrir einkabílnúmer verður 25 þúsund krónur, sam- kvæmt tillögu allsheijarnefnd- ar Alþingis. Fyrir Aiþingi liggur frum- varp dómsmálaráðherra um að bíleigendur geti fengið sér- stök skráningarmerki á bíla sína og raðað á þau bókstöfum og/eða tölustöfum að vild. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að greiða þyrfti 50 þúsund krónur fyrir rétt að einka- merkjum, en það fannst alls- heijarnefnd of hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.