Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 47 Frumvarp um vinnulöggjöf 1/3 félaga þarf til að fella miðl- unartillögu í KYNNINGU félagsmálaráðuneyt- isins á frumvarpi um um stéttarfé- lög og vinnudeilur, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er villa í útskýringum á afgreiðslu miðlun- artillögu sáttasemjara. Þar segir að tillaga sé felld ef mótatkvæði eru að lágmarki 17%. Hið rétta er að frumvarpið kveður á um að til að fella miðlunartillögu þurfi meiri- hluta greiddra atkvæða og þriðjung atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Þessi regla gildir óháð því hvort sem um póstkosningu er að ræða eða ekki. Þetta þýðir að ef atkvæða- greiðsla er haldin um miðlunartil- lögu í t.d. 1.000 manna félagi þarf a.m.k. þriðjungur félagsmanna að vera á móti eða 334 til að fella til- löguna og einnig er áskilið að meiri- hluti þeirra sem taka þátt í at- kvæðagreiðslunni séu henni andvíg- ir til að tillagan verði felld Helmingur atkvæða nægir skv. gildandi lögum Samkvæmt núgildandi lögum er krafist 35% þátttöku um afgreiðslu miðlunartillögu og nægir helming- ur greiddra atkvæða til að fella tillöguna. í nýjasta tölublaði Vinn- unnar, blaðs Alþýðusambandsins, er ofangreind regla frumvarpsins gagnrýnd og tekið dæmi af 1.000 manna félagi sem héldi atkvæða- greiðsiu um miðlunartillögu þar sem kosningaþátttaka væri 60%. Ef úrslit verða þannig að nei segja 332, eða 55,33%, já segja 238 eða 39,66% og auðir seðlar eru 30 eða 5%, þá er tillagan felld skv. núgild- andi lögum með 58,25% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku gegn 41,75%. Skv. frumvarpinu teldist miðlunartillagan hins vegar sam- þykkt þar sem mótatkvæðin ná því ekki að vera a.m.k. þriðjungur fé- lagsmanna. Erindi um náttúrufriðun og friðlönd SIGRÚN Helgadóttir, líffræðingur, heldur erindi fimmtudaginn 21. mars í stofu 101 í Lögbergi og hefst það kl. 20.30. í erindinu mun hún íjalla um náttúrufriðun og frið- lönd. Sigrún er með mastersgráðu í »þjóðgarðafræðum“ frá Edinborg- arháskóla. Hún hefur starfað sem landvörður og starfar nú hjá Nátt- úruverndarráði. í erindi sínu mun Sigrún fjalla um friðlönd, náttúru- friðun, náttúruvernd og skilgrein- ingar á ýmsum hugtökum sem tengjast þessu viðamikla og mikil- væga efni. Hún mun ræða um skipulag innan friðlýstra svæða hérlendis og segja frá tilgangi ein- stakra friðlýsinga. Ráðstefna um húsnæðis- kerfið HÚSNÆÐISKERFIÐ. Miklir pen- ingar - lítill árangur? er heiti hús- næðisráðstefnu sem Samband ungra sjálfstæðismanna gengst fyr- ir í dag, fimmtudag, í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku kl. 16.30. Eftirtalin erindi verða flutt: Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur: Er sjálfseignarstefnan liðin? - Úttekt SUS á húsnæðiskerfinu. FRÉTTIR Biðstofa fyrir bömin ENDURBÆTT röntgenstofa með biðstofu fyrir börn var opnuð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið er að gera börnum heimsóknir á röntgendeildina léttbærari. Leitað var til Sjóvá-Almennra eftir stuðn- ingi og gaf fyrirtækið tvo raf- bíla sem Jón Ellert Jónsson smíðaði. Fá börnin að aka bíl- unum þegar deildin er heim- sótt. Við opnun deildarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, viðstödd og þeir Kasper, Jesper og Jónat- an fluttu atriði úr Kardi- mommubænum. Þórhallur Jósepsson, formaður hús- næðisnefndar Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Húsnæðisstofn- un: Hvað á að gera við 15 milljarða eigið fé byggingarsjóðs ríkisins? Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum: Félagslega kerf- ið, nýjar lausnir. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS: Skatta- afsláttaleiðin, hugmyndir Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri íslandsbanka: Hvenær fer húsnæðiskerfið yfir í bankana? Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra: Viðhorf nýs félags- málaráðherra. Á eftir erindinu verða pallborðs- umræður. Fundarstjóri verður Hall- dóra Vífilsdóttir og stjórnandi pall- borðsumræðna Jóhanna Vil- hjálmsdóttir. Sparisjóðirnir styrkja Jafningja- fræðsluna SPARISJÓÐIRNIR hafa styrkt Jafningjafræðslu framhaldsskóla- nema við gerð kynningarþáttar um fíkniefnavandann. Þátturinn hefur þegar verið sýndur á þremur sjón- varpsrásum, m.a. fyrir framhalds- skólanema sl. föstudag. Þættinum verður dreift á myndbandi til allra framhaldsskóla og í 10. bekk grunnskóla. Styrkur Sparisjóðanna samsvarar heildarkostnaði við gerð þáttarins_ eða um einni milljón króna. Á myndinni eru Magnús Árnason, Jafningjafræðslunni, og Ólafur H. Guðgeirsson, markaðs- stjóri Sparisjóðanna, að ganga frá samningi um kostun þáttarins. Sex styrkir úr af höfuðstólnum, sem varðveittur er í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Islendinga til Noregs. Styrkir voru fýrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram tuttugasta úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 595.134,48. Styrkumsóknir voru 39 en sam- þykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Lúðrasveit Tónskóla Vestur- byggðar, Samkór Suðurfjarða, Stöðvarfirði, íslandsdeild AIESEC, barnakór og fermingarböm við Bakkagerðiskirkju í Múlaprófasts- dæmi, hóp norskumælandi nem- enda í grunnskóla Reykjavíkur og Nordklúbbinn, æskulýðsdeild Nor- ræna félagsins. Aðalfundur og Alexander Nevskí í MÍR AÐALFUNDUR félagsins MÍR verður haldinn í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 laugardaginn 23. mars kl. 15, en daginn eftir, sunnu- daginn 24. mars kl. 16, verður hin fræga kvikmynd Sergeis Eisen- steins Alexander Nevskí sýnd í bíó- salnum. Mynd þessi var gerð fyrir hart- nær 60 árum og talin í hópi sí- gildra kvikmynda. Þetta er söguleg mynd um Alexander Nevskí, rúss- neskan fursta sem uppi var á þrett- ándu öld og varði land sitt fyrir innrás þýskra riddaraliðssveita. Eis- enstein samdi tökuhandritið ásamt Pjotr Pavlenko, aðstoðarleikstjóri var Vassilijev og Edvard Tisse aðal- myndatökumaðurinn. Með þessari kvikmynd hófst samstarf Eisen- steins og tónskáldsins Sergeis Pro- kofévs og leikarans Nikolajs Tsérk- asovs. Aðgangur að kvikmyndasýning- um MIR er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. stæðasta ástarsaga kvikmyndanna. Umfjöllum þessarar kvikmyndar er nátengd daglegu viðfangsefni SÁÁ, sem er að hjálpa fólki til að komast út úr vítahring ofdrykkjunnar, mönnum á borð við söguhetju myndarinnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Myndin hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir besta leik aðalleikara og fyrir leik- stjórn. Miðasala á frumsýninguna er hjá SÁÁ, Síðumúla 3—5, og í kaffistof- unni Mýflugunni, Ármúla 17a. Á fnimsýningardag er miðasala í Regnboganum. Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps í söngför syðra BlSndu&si. Morgunblaðið. KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps heldur í söngferðalag suður á bóg- inn nk. föstudag og verður með tónleika sama dag í Logalandi í Borgarfirði kl. 16 og Vinaminni á Akranesi um kvöldið. Daginn eftir, laugardaginn 23. mars, syngur kór- in ásamt Húnakórnum, kór Hún- vetningafélagsins í Reykjavík, í Seljakirkju kl. 14 og söngferðalag- inu lýkur svo í Félagsheimilinu Ár- nesi í Gnúpveijahreppi um kvöldið. Söngdagskráin er fjölbreytt og er m.a. sunginn ein-, tví- og þri- söngur með kórnum. Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps hefur starfað óslitið í 71 ár. Söngstjóri er Sveinn Árnason frá Víðimel í Skagafirði og undirleikari í söngferðalaginu verður Peter Wheeler tónlistarkenn- ari á Skagaströnd. Kúttmaga- kvöld Lions- klúbbs Grindavíkur LIONSKLÚBBUR Grindavíkur heldur sitt árlega sjávarréttakvöld eða kúttmagakvöld eins og það er kallað laugardaginn 23. mars nk. Skemmtunin verður haldin í félags- heimilinu Festi. Boðið eru upp á 40 mismunandi sjávarrétti matreidda af Bjarna Óla- syni. Þá verða a.m.k. 4 aðilar með sýningarbása á staðnum. Þannig verður skemmtunin vörusýning um leið. Það eru einkum aðilar í stoð- greinum sjávarútvegs sem sýna. Svo sem verið hefur er þetta ein aðalfjáröflun Lionsklúbbs Grinda- víkur. Húsið verður opnað kl. 18.30 vegna vörusýningarinnar og að- gangur er 3.500 kr. Hvatar- skemmtun í kvöld SKEMMTIFUNDUR Hvatar verður haldinn að Háaleitisbraut 1 í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. mars, og hefst kl. 20.30. Fundarstjóri er Rósa Ingólfsdóttir. Gestur fundarins verður Hjálmar Jónsson, alþingismáður. Kvennakór- inn syngur, kynntar verða snyrtivör- ur úr ávaxtasýrum, þá verður fjölda- söngur, og léttar veitingar. ■ Grikklandsvinafélagið Hellas heldur árshátíð sína föstudags- kvöldið 22. mars í gömlu Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, efstu hæð. Þar verður á boðstólum- hlaðborð með grískum réttum. Pét- ur Gunnarsson, rithöfundur, flytur ræðu kvöldsins, Þorsteinn frá Hamri les eigin ljóð frá Grikklandi og þá verður stiginn grískur dans undir stjórn Hafdísar Arnadóttur. Loks kemur í heimsókn Zorba-hóp- urinn sem um þessar mundir flytur í Kaffileikhúsinu gríska söngdag- skrá. Húsið verður opnað kl. 19 en tilkynna þarf þátttöku. Sufturlandsbraut 22, sfmar 568 8988 og 551 5328. Opið mán.-fim. kl. 16-18, föst. kl. 12.30-13.30. Þjóðhátíðar- Frumsýning gjöf Norð- til styrktar manna SAA ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum SÁÁ hefur verið boðið að njóta þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðar- tekna af miðasölu á frumsýningu gjöf Norðmanna. Norska Stórþingið kvikmyndarinnar „Leaving Las samþykkti í tilefni af ellefu alda Vegas“ í Regnboganum næstkom- afmæli íslandsbyggðar 1974 að andi föstudag kl. 21. færa íslendingum eina milljón »»Leaving Las Yegas“ fjallar um norskra króna að gjöf í ferðasjóð. mann sem ákveður áð drekka sig Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins > hel í Las Vegas. Þar kynnist hann skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum vændiskonu og úr verður ein sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.