Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 17 NEYTENDUR ÚRVERINU Fatasaumskeppni Burda og Eymundsson BERGÞÓRA Guðnadóttir lenti í þriðja sæti í keppninni í fyrra. í JÚNÍ í fyrra var í fyrsta sinn haldin fatasaums- keppni Burda og Ey- mundsson sem er und- ankeppni keppninnar um Aenne Burda-verðlaunin, en sú er haldin í Baden Baden í Þýskalandi í október næstkomandi og mun þá fulltrúi íslands verða þátttakandi öðru sinni. Á síðasta ári varð Bergþóra Guðnadóttir í þriðja sæti í keppninni sem haldin var í Trieste á Ítalíu. Keppt er um best hönnuðu og saum- uðu sumarfötin sem saumuð eru af áhuga- fólki. Leyfilegt er að nota Burda- snið, en ferskar hugmyndir eru til bóta og fagfólk hefur ekki rétt til þátttöku. Undankeppnin verður hald- in 27. maí í Ráðhúsi ReykjavSkur. Þátttakendur hafa frest til 3. maí til að senda tvær myndir af fatnaði sem þeir hafa sjálfir saumað, ásamt upp- lýsingum um sig og hversu mörg ár viðkomandi hefur saumað því keppt er í tveimur flokkum. Um er að ræða byijendaflokk og síðan flokk þeirra sem saumað hafa í tvö ár eða lengur. Þeir sem lenda í fyrsta, öðru og þriðja sæti fá ýmis verðlaun, t.d. saumavélar, vefnaðarvöruúttektir, áskriftir að tímaritum og fleira. Sig- urvegarar í báðum flokkum fá síðan ferðina til Baden Baden þar sem þeir taka þátt í aðalkeppninni og heildarverðlaunin þar eru um 11 milljónir. Nota má öll efni nema loð- feld og keppendur verða að sýna fötin sjálfir. Senda öllum fermingar- stúlkum sokkabuxum ALLAR fermingarstúlkur á land- inu, um 2 þúsund talsins, fá sendar Oroblu sokkabuxur frá fyrirtækinu í sérstakri gjafaöskju. Ari Singh, forstjóri íslensk-aust- urlensku heildsölunnar, segir að þetta séu að vísu ekki sokkabuxur af nýjustu gerð. Passi þær ekki er hægt að skipta þeim í öllum verslun- um sem selja Oroblu. Þetta er fyrsta sinn sem fyrir- tækið gefur fermingarstúlkum sokkabuxur og er þetta gert í til- efni af tíu ára afmæli fyrirtækisins. Ari segir að þetta geti hugsanlega orðið fastur liður í starfseminni. Hann sagði að gjöfin væri ætluð sem kynning á sokkabuxunum sem hafa verið á markaði hérlendis í hátt í tíu ár. „Sennilega er þetta stærsta fermingargjöfin í ár því hverjar sokkabuxur kosta um 600 kr. út úr búð. Þetta eru 2 þúsund pör sem við gefum og andvirðið er 1,2 millj- ónir kr. Þar fyrir utan sendum við fermingarstúlkum kort með tilvitn- un í Biblíuna og bréf til foreldranna ásamt gjafaöskju sem er framleidd hérlendis. Kostnaðurinn við þetta er því yfir tvær milljónir kr.,“ sagði Ari. Vörulistarnir Ellos og JCPenney í nýtt húsnæði HBD pöntunarfélag hefur flutt sig um set og er nú til húsa í Völundar- húsinu á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Félagið er með umboð og sérpöntunarþjónustu fyrir Ellos sem er eitt stærsta póstverslunar- fyrirtæki á Norðurlöndum með höf- uðstöðvar i Svíþjóð. Þann 1. sept- Sælgætisterta Einn botn, ekki tveir í FYLGIBLAÐI Morgunblaðs- ins um fermingar, sem kom út um síðustu helgi, var uppskrift að sælgætistertu. Kornflögu- botnar kökunnar eru sagðir eiga að vera tveir en miðað við magn hráefnis í uppskrift er um EINN botn að ræða. Þegar kökunni er raðað sam- an kemur því kókosbotninn neðst, þá rjóminn með súkkul- aði, döðlum og möndlum næst en hlutfallið þar fer eftir smekk þeirra sem eru að baka. Að lok- um kemur kornflögubotninn ofan á og síðan karamellubráð- in. Eitthvað hefur vafist fyrir sumum hvernig búa eigi til karamellubráð. Sjóðið saman ijóma og púðursykur og bætið út í smjörlíki og vanilludropum. Látið kólna örlítið og setjið á kökuna. ember s.l. tók félagið við einkaum- boði fyrir JCPenney sem er jafn- framt eitt stærsta póstverslunarfyr- irtæki Bandaríkjanna. Afsláttarmiðar fylgja Við kaup á vörulistum frá Ellos og JCPenney fylgja afsláttarmiðar sem veita rétt á tvöföldu söluverði listanna'til frádráttar fyrstu pönt- un, sé ákveðnum skilmálum full- nægt. Eitthvað er til af varningi úr listunum í húsnæði pöntunarfé- lagsins en afgreiðslufresturinn er frá 3-6 vikum eftir umfangi pant- ana. DÆMI um verð. Þessi sumar- kjóll er úr Ellos-listanum. Hann kostar 2.235 krónur í stærðum 34-44. íshákarl með tilraunaveiðar og vinnslu á beitukóngi Suðurkóreumenn kaupa beitukóng úr Hólminum Stykkishólmi. Morgunblaðið. ÍSHÁKARL hf. hefur stundað ígul- keravinnslu í Stykkishólmi undan- farin 3 ár. Vinnslan hefur tekið mjög miklum breytingum á þessum stutta tíma. í byijun var allt hand- unnið og þurfti' mikinn mannafla miðað við magnið sem unnið var. Nú er fyrirtækið komið í sitt eigið húsnæði og hefur þróað vinnsluna og vélvætt stóran hluta hennar. Nú eru hafnar tilraunaveiðar og vinnsla á beitukóngi til að renna styrkari stoðum undir rekstur fyrir- tækisins. Afurðirnar, ígulkerahrognin, eru nær eingöngu seldar til Japans og þykja þar lúxusmatur. Hrognin eru flokkuð í fjóra litarflokka. Ljósu litaflokkarnir eru langverðmætastir en það eru ljósgul og ljósrauð hrogn. Eftir því sem litirnir dökkna er eftir- spurnin minni og verðið lægra. ígul- kerahrognin eru flutt til Japans á þrennan hátt. Fersk ígulker eru flutt með flugi tvisvar í viku. Þar er hrognunum pakkað í 100 g neyt- endaöskjur. Dökku litaflokkarnir eru saltaðir í 100 g krukkur og frystir og eins settir í alkóhólblöndu og frystir í 15 kg pakkningar. Flutningskostnaður er mjög hár og fer kostnaðurinn með umbúðum upp í 500 kr. fyrir hvert kíló. Framtíðin óljós Framtíðin í ígulkeravinnslu er óljós. Telja forsvarsmenn fyrirtæk- isins að um ofveiði sé að ræða hér á Breiðafirði. Nú er svo komið að það er slagur hjá bátunum upp á hvern einasta dag að ná sínum skammti. Fyrir nokkru komu starfsmenn Hafrannsóknastofnun- ar til að stofnstærðmæla ígulker og vona menn að í framhaldi af því verði höfð meiri stjórn á veiðunum. En það er augljóst að sú sókn sem stunduð hefur verið í ígulkeraveið- um gengur ekki lengur og veiði- magnið mun minnka á næstu árum. Því mun vinna við vinnslu ígulkera minnka og ná yfir færri mánuði. Annarra möguleika leitað Af þessum sökum hafa forsvars- menn íshákarls hf. leitað eftir öðr- um möguleikum til að halda úti starfsemi allt árið. Eitt af því sem þeir hafa skoðað eru veiðar á beitu- kóngi. Hefur verið lögð mikil vinna í markaðskönnun sem nú hefur skilað árangri. Ishákarl hefur náð samningi við aðila í Kóreu um kaup á beitukóngi. Nú á eftir að kanna hvernig gengur að veiða beitukóng í því magni sem þarf til að skapa vinnslunni hráefni. Tilraunaveiðar í gildrur Á næstu vikum fara fram til- raunaveiðar í gildrur á Breiðafirði. Beitukóngur er hrææta og því þarf að leggja beitu í gildrurnar. Mikinn fjölda þarf af gildrum og verður hver bátur sem kemur til með að stunda þessar veiðar með nokkur hundruð gildrur. Það er búið að leggja í mikinn kostnað við undir- búning. Ef vel tekst til er vonast til að vinnsla beitukóngs standi yfir í 7-8 mánuði á ári og ígulkera- vinnslan brúi bilið sem eftir lifir ársins. Morgunblaðið/Páll Þór Guðmundsson LOÐNUNNI dælt um borð í Hugin VE á miðunum. ÞAÐ var mjög rólegt yfir loðnu- veiðunum í gær. „Þetta er að verða búið,“ sagði Guðmundur H. Guðmundsson, skipstjóri á Hugin. „Báternir eru hér sunnan og vestan við Snæfellsjökul og það er sáralítið að finna. Menn eru á því að þetta séu allra síð- ustu dagarnir." Hann sagði að engin veiði hefði verið hjá bátunum í gær- morgun. Þótt bátarnir hefðu kastað hefðu torfurnar verið það litlar að ekkert hefði komið út úr því. „Við erum komnir með Rólegt yfir loðnuveið- unum 400 til 500 tonn,“ sagði hann. „Það er renniblíða og aðeins veiði í björtu ef eitthvað er. Bát- arnir láta bara reka á kvöldin og fram í birtingu." Hann sagð- ist ætla að sjá til með daginn í gær hvað yrði um framhaldið. Heildarveiði á vetrarvertíð yfir 560 þúsund tonn Heildarveiði á vetrarvertíðinni er nú komin upp í 560.330 tonn. Sex íslensk skip lönduðu um 4 þúsund tonnum á þriðjudag og eitt erlent skip landaði rétt rúm- um 700 tonnum hjá SR-mjöli hf. á Reyðarfirði. í gær landaði svo Beitir 1.014 tonnum á Neskaup- stað og Hólmaborg 1.464 tonnum hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. „Glettilega góður hálfur mánuður“ „ÞETTA er búinn að vera glettilega góður hálfur mánuður," segir Jósa- fat Hinriksson, eigandi J. Hinriks- sonar hf. „Þessar tvær vikur eru með þeim stærstu." Ég held að við höfum þó einhvern tíma komist í 80 tonn áður í einurn mánuði.“ Hann segist ekki vilja útvarpa verð- mætunum: „Ég tala bara í tonnum.“ Á tímabilinu 1. mars til 15. mars voru seld tólf pör af toghlerum sem voru samtals 52,74 tonn. Þrír tog- Góður gangur hjá J. Hinrikssyni hlerar fóru um borð Hslensku skip- in Guðbjörgu ÍS-16, Ásbjörn RE-50 og Sigurbjörgu ÓF-1. Þrír toghlerar fóru til Namibíu, tveir til Noregs og sinn til hvers landanna Skot- lands, Bandaríkjanna, Færeyja og Kanada. Einnig tók J. Hinriksson hf. þátt í sjávarútvegssýningu í Aberdeen 14. til 16. marg síðastliðinn. Þar voru seld sjö og hálft par sem voru sam- tals 14 tonn. Að auki á eftir að ákveða þyngd og afhendingartíma á þremur til íjónim pörum til viðbótar. „Það er mjög góður uppgangur núna á Bretlandseyjum í sjávarútveginum og sýningin var vel sótt,“ segir Jósa- fat. „Við tókum fyrst þátt í sýningu í Aberdeen árið 1982 og vorum fyrst- ir íslendinga til að sýna þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.