Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 22

Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Barokk á ísafirði TÓNLEIKAR á vegum Tónlistar- skóla ísafjarðar verða haldnir í ísa- fjarðarkirkju á sunnudag kl. 17. Efnisskrá tónleikanna er helguð tónlist fyrri tíma, nánar tiltekið barokktónlist, en svo er tónlistin frá tímabilinu 1600-1750 oft kölluð. Flutt verða verk eftir Bach, Hánd- el, Corelli, Rameau, Scarlatti og ýmsa minna þekkta höfunda. Leikið verður á orgel, fiðlur, selló, harmón- íku, flautu, blokkflautu, klarinett, trompet og gítar, auk þess sem nokkrir söngnemendur syngja. Þá leikur strengjasveit skólans verk eft- ir Bach, Hándel og Pachelbel undir stjórn Janusz Frach. Flytjendur eru nemendur skól- ans, aðallega þeir, sem lengst eru komnir á veg, en einnig koma fram nokkrir nemendur af yngstu kyn- slóðinni. Jónas Tómasson tónskáld mun kynna verkin og Ijalla um nokkur helstu stílkenni barrokktímabilsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Ljósmynd/Helgi Hinriks ÍBUAR í Oklahoma um miðja öldina. * Oklahoma í Islensku óperunni NEMENDAOPERA Söngskól- ans í Reykjavík frumsýndi síðastliðið föstudagskvöld í Is- lensku óperunni söngleikinn Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein í þýðingu Oskars Ingimarssonar og Guðmundar Jónssonar. Tvær sýningar voru um helg- ina og uppselt á báðar. Okla- homa verður því aftur á fjölum Islensku óperunnar næstkom- andi laugardagskvöld. Sýningin í íslensku óperunni hefst kl. 20 og er miðasala í óperunni. Miðaverð er 900 kr. TRÍÓ Ólafs Stephensens. 130 ára afmælis- tónleikar TRÍÓ Ólafs Stephensens kemur fram á 130 ára afmælistónleikum í kvöld í Norræna húsinu kl. 20.30. Tilefnið er sjötugsafmæli Guð- mundar R. Einarssonar, sem einnig fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sem tónlistarmaður og sextugsaf- mæli Ólafs Stephensens. Svo á Tómas R. Einarsson bara venjulegt afmæli á mánudaginn kemur! Efnisleg spor MYNPLIST Mokka — Ráðhúsið MYNDIR/LITSKYGGNUR Ósk Vilhjálmsdóttir. Opið á tíma Mokka og Ráðhússins til 16. apríl. Aðgangur ókeypis. MENN hafa vafalítið tekið eftir því að ljósmyndir á borðum og veggj- um eiga það til að gulna og dofna í römmunum. Astæðan getur legið í því að filmuvinnu hefur verið ábóta- vant, en einnig vegna þess að sólar- ljósið hefur upplitað myndina. Það er svo í anda tímanna, að nota þetta sérstaka ferli í upplitun mynda sem hnitmiðaða uppistöðu í listrænum gjörningi, svo sem á sér stað hjá Osk Vilhjálmsdóttur á veggjum Mokka kaffís og í Ráðhús- inu. Hvað myndirnar á Mokka snert- ir voru þær í litskyggnuformi límdar upp á stórar gluggarúður á sýningu í Berlín í hálft ár, þar sem þær upp- lituðust, dofnuðu og hefðu á endan- um horfið alveg. Osk og Hjálmar Sveinsson samstarfsmaður hennar völdu svo 29 skyggnur úr þessari sýningu af handahófi, létu stækka þær og prenta á pappír. Síðan skrif- aði Hjálmar texta í eins konar dag- bókarstíl við hveija þeirra. Þetta eru annars myndir sem keyptar eru hjá skransölum og eru sagðar koma úr dánarbúum, „not- aðar tækifærismyndir", sem einu sinni voru nýjar og ferskar. Virkar í tímanum og afmörkuðum hópi til óblandinnar ánægju, jafnframt vegs- ummerki og skjalfesting lífs og lífs- ferils viðkomandi, svo og um tíma- mót ýmiss konar. Gerendum var í mun að sýna fólk- inu sem tók þessar myndir virðingu og breyttu þeim í engu. Þær voru framkallaðar, prentaðar og skornar í sjálfvirkum vélum og eru ekki frá neinu afmörkuðu tímabili né landi. Oft er erfitt fyrir skoðandann að rýna í þessar uppiituðu myndir, sem eins og hafa misst sjálfsvitund sína og tilgang, en hér grípur texti Hjálmars inn, sem er í eins konar dagbókarstíl og hreyfir við hugar- flugi skoðandans. Oftar en ekki hitta hugleiðingamar og sú speki sem þær í bland innihalda í mark. Sýningin í Ráðhúsinu saman- stendur af heilum 9.500 myndum, sem þekja hluta af suðurglugga Tjarnarsalar þannig að dagsljósið sem kemur inn í salinn skín í gegn- um þær. Þegar dimmir snýst það við, því þá kemur ljósið að innan og varpar myndunum út á tjörn. Enn erfiðara er að rýna í litskyggnurnar og hér saknar skoðandinn hinna snjöllu texta á Mokka, en þó er ekki víst að það sé annað en andblær myndanna sem á að skila sér, og gerir það raunar á sérkennilegan hátt er gjörningurinn gengur upp. Jafnframt virka skyggnurnar á glugganum eins og áleitin og marg- ræð mósaikmynd og hér er ekki svo lítið af hnitmiðaðri uppbyggingu og fagurfræði á ferðinni. Maður er vel sáttur við þennan gjörning og innsetningu vegna hins sjónræna innihalds og mörkuðu vinnubragða. Einnig komst ég ekki hjá því að verða var við að fram- kvæmdin vakti viðbrögð hjá fólki, sem er meira en sagt verður um obbann af því sem sjáöldrin hafa minnst við undanfarið. Vel er búið að sýningunum og skýringartextar í látlausri skrá fræðandi og til fyrirmjmdar. Bragi Ásgeirsson QUesílequr bavnAfatticuðu. Sumavímcuv t'conufv ringlunni, sími 568 668j „Strætið“ í Mánagarði Hornafirði - Leikfélag Horna- fjarðar hefur sýnt Strætið í leikstjórn Guðjóns Sigvalda- sonar við góða aðsókn undan- farnar vikur. Sýningin vekur ekki bara athygli fyrir góðan leik þeirra 30 leikara sem fara með hlutverk heldur Iíka fyrir vandaða og sérstæða leik- mynd. Dómnefnd frá Þjóðleik- húsinu sótti Ieikfélagið heim á dögunum til að dæma verkið til sýnis í Þjóðleikhúsinu í vor en þess má geta að Leikfélag Hornafjarðar van fyrst áhu.ga- leikfélaga til að sýna í Þjóð- leikhúsinu vorið 1994, Djöfla- eyjuna eftir Einar Kárason. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna því að síð- ustu sýningar eru í kvöld og annað kvöld. HINIR árvissu tónleikar hinna ýmsu hljómsveita Tón- menntaskóla Reykjavíkur verða haldnir á laugardag. Blásarar og strengjasveit Tónmennta- skólans HLJÓMSVEITARTÓNLEIKAR á vegum Tónmenntaskóla Reykjavíkur verða haldnir á laugardag kl. 14. Þetta eru hin- ir árvissu tónleikar ýmissa hljómsveita skólans. Fram koma yngri og eldri strengja- sveit og yngri og eldri blásara- sveit ásamt léttsveit skólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Farand- sýningin „Á norrænni slóð“ FARANDSÝNINGIN „Á nor- rænni slóð“ verður opnuð sam- timis alls staðar á Norðurlönd- unum laugardaginn 23. mars á norrænum degi. Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra opnar sýninguna hér á landi kl. 14 í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Þverholti 2, Mos- fellsbæ. í kynningu segir: „Sýningin er hluti af Nordliv-verkefni Norrænu félaganna sem er ætlað að efla umræðu um það sem sameinar Norðurlöndin og skilur þau að og hvaða máli samvinna skiptir fyrir okkur. Á sýningunni eru ljósmynd- ir, teikningar og kort ásamt texta og má líkja henni við ferðalag um sögu Norðurland- anna. Viðkomustaðirnir sýna okkur þróun landanna til dags- ins í dag. Á leiðinni er dregin upp mynd af sameiginlegri fortíð, góðri sem slæmri. En einnig þeirri einstöku aðstöðu sem Norðurlandabúar eru í til að hafa áhrif á framtíðarþróun í Evrópu og heiminum. Það getum við aðeins með því að vita hver við sjálf erum, hvað við stöndum fyrir og hvað við getum lært af öðrum." Farandsýningin „Á nor- rænni slóð“ verður á ferð um landið næstu tvö árin og verð- ur sett upp á byggða- og bóka- söfnum og í skólum víða um land. Maraþon- tónleikar LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík heldur maraþontón- leika á sal Tónlistarskólans við Austurgötu 13 á laugardag frá kl. 14-20. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík er 20 manna sveit undir stjórn Karenar Stur- laugsson. „Hljómsveitin spilar tónlist frá fimmta áratugnum, „Big Band Swing“ og önnur vinsæl lög líðandi stundar,“ segir í kynningu. Þetta er liður í fjáröflunar- starfi sveitarinnar vegna fyrir- hugaðrar ferðar til Orlando, vinabæjar Keflavíkur, í maí. Léttsveitin verður rneð kaffi- og vöfflusölu á meðan mara- þontónleikarnir standa yfir. Einnig gefst tónleikagestum færi á að kaupa sér lag, stjórna sveitinni og fleira í þeim dúr. Tréskurðar- sýning NEMENDUR Hannesar Flosasonar sýna tréskurðar- verk í íspan húsinu við Smiðju- veg í Kópavogi næstkomandi laugardag og sunnudag kl. 14-18 báða dagana. Þetta er áttunda sýning skurðlistarskóla Hannesar frá byijun 1972. Þar er nú í boði námsbraut í 7 stigum með allt að 250 verkefnum, sem hæfa öllu áhugafólki um tréskurð- arlist. Símbréfalist SÝNING á list í formi símbréfa og símsvaraskilaboða verður opnuð á laugardag kl. 16 í Sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Sýningin stendur til tnið- vikudagsins 3. apríl og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.