Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór KVENNALISTAKONURNAR Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Kristín Ástgeirs- dóttir brostu breitt þegar ljóst var að þær höfðu tryggt sér konur á þing. Mikil spenna í talningunni á kosninganótt Kvennalistinn hafði ekki þingmann í klukkustund KOSNINGANÓTTIN var æsi- spennandi að þessu sinni. Miklar breytingar urðu í hvert skipti sem nýjar tölur birtust, menn voru inni eina stundina en féllu út þegar næstu tölur birtust. Mesta athygli vakti er nýjar tölur birtust í Reykjavík þegar nokkuð var liðið á nóttina og sýndu að Kvennalistinn væri fallinn út af þingi. Klukkustundu síðar komu nýjar tölur og þá var Kvennalist- inn inni og hélt því sæti það sem eftir var nætur. „Það var skelfilegt þegar leit út fyrir það á tímabili að við fengjum ekki lgördæmakjörna konu inn á þing,“ segir Steinunn V. Óskarsdóttir Kvennalistakona. Hún var stödd á kosninga- vöku Kvennalistans á meðan á talningu at- kvæða stóð og segir að á þessum tíma hafi ver- ið beðið í eftirvæntingu eftir næstu tölum. Var andrúms- loftið rafmagnað á meðan beðið var í óvissu. „Manni leið ekkert alltof vel á meðan á þessu stóð, en ég var þó allan tímann sannfærð um að þetta væri ekki endanleg niður- staða. Eg bjóst alltaf við að við fengjum eina eða tvær kjör- dæmakjörnar," segir Steinunn. Hún segir ennfremur að hjá Kvennalistanum hefðu konur ekki búið sig undir það að missa allar konur út af þingi. „Sam- kvæmt skoðanakönnunum vorum við með fylgi upp á um 5%. Eg hafði þá tilfinningu, sem síðan reyndist röng, að við fengjum ívið meira og leiddi því hugann aldrei að því að við fengjum enga konu ly’örna eins og leit út fyrir á tímabili." Úrslita beðið með eftirvæntingu Að sögn Steinunnar var stemn- ingin á kosningavöku Kvennalist- ans þannig á meðan útlitið var sem verst að beðið var í eftirvæntingu eftir næstu tölum. „Ef niður- staðan hefði orðið eins og leit út fyrir á þessu tímabili hefði listinn hreinlega þurrkast út. Það voru hins vegar miklar sviptingar alla nóttina, ekki bara hjá okkur, heldur öll- um flokkum. Maður bara beið og vonaði að þetta myndi batna, sem það gerði,“ segir Steinunn. Allir stjórnmálaflokkarnir voru með kosningavökur aðfara- nótt sunnudagsins og var stemn- ingin misgóð, allt eftir gengi flokkanna í kosningunum. Rafmagnað andrúmsloft á kosninga- vöku Kvenna- listans Morgunblaðið/Sverrir BJÖRGVIN Halldórsson tók lagið fyrir Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson á kosningavöku Sjálfstæðis- flokksins á Hótel íslandi. MÆÐGURNAR Rannveig Guðmundsdóttir og Sigur- jóna Sverrisdóttir voru mættar á kosningavöku Al- þýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Halldór JOHANNA Sigurðardóttir ræðir við fylgismenn Þjóðvaka á kosningavöku flokksins. Morgunblaðið/Sverrir MIKIL stemning var hjá framsóknarmönnum á Reykjanesi eftir góðan sigur þar. Drífa Sigfúsdótt- ir, Hjálmar Árnason og Siv Friðleifsdóttir. fögnuðu ákaflega, enda náðu þau Siv og Hjálmar kjöri og um tíma leit út fyrir að Drífa kæmist inn, en svo fór þó ekki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á HARD Rock Café héldu Alþýðubandalagið og óháðir upp á kosningaúrslitin og þar á meða þingmennirnir Ögmundur Jónas- son, Bryndís Hlöðversdóttir og Svavar Gestsson. í)! )( .S8ÖI tiiíiiiwsú. 'imtoA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.