Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Þarf samhenta ríkisstjórn sem tekur á málum Morgunblaðið/Sverrir HALLDOR Asgrímsson og Olafur Orn Haraldsson verðandi þing- maður fylgdust með kosningatölum á Grand Hótel Reykjavík. „VIÐ framsóknarmenn erum mjög ánægðir með þessi úrslit. Við erum afar þakklátir öllu okkar fólki og þeim sem hafa veitt okkur þennan mikla stuðning. Við vorum vissulega að vona á tímabili að við værum með 16 þingmenn og hefðum því fellt ríkisstjórnina. Það sýnir að lyk- illinn að því að ríkisstjórnin félli var að styrkja Framsóknarflokkinn," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið um kosningaúrslitin. Hann sagði að staðan eftir kosn- ingar væri sú að komin væri upp pattstaða. „Ríkisstjórnin hefur meirihluta og það hefur ekkert kom- ið fram hjá stjórnarflokkunum hvað þeir hyggjast gera annað en að ræða saman næstu daga og jafnvel vikur. Það er mjög lítið að segja um þetta fyrr en þetta kemur skýrar fram. Þeir geta setið og hafa til þess meirihluta. Við vitum samt um mikinn málefnaágreining á milli flokkana sem hlýtur að reyna á á einhveiju stigi, en slíkur málefna- ágreiningur er að sjálfsögðu líka milli annarra flokka, þannig að það verður ekki auðvelt að mynda hér meirihlutastjóm sem getur tekið á þeim viðfangsefnum sem blasa við,“ sagði Halldór ennfremur. Aðspurður hveiju hann þakkaði góðan árangur Framsóknarflokks- ins í kosningunum, sagðist hann þakka það góðum undirbúningi og ágætu starfi, auk þess sem mikil breyting hefði orðið á framboðslist- um flokksins, sem tekið hefði verið eftir. „Unga fólkið kom mikið til okkar og það skapaðist góður andi í kosningabaráttunni og við fundum alls staðar meðbyr. Ég held að á tímabili hafi stefnt í jafnvel enn betri útkomu hjá okkur, en þær skoðanakannanir sem voru birtar síðustu dagana hjálpuðu Sjálfstæð- isflokknum mikið og þá sérstaklega kosningaspá DV sem ekki var grundvöllur fyrir, vegna þess að það var öðru vísi ástand nú en í síðustu kosningum," sagði Halldór. Haildór benti á að meirihluti þjóð- arinnar styddi ekki ríkisstjómina þó hún hefði meirihluta á Alþingi. „Mér finnst það hafa komið fram í þessum kosningum að fyrir því er mikill vilji að Framsóknarflokkurinn verði í ríkisstjórn og þess vegna er eðlilegt að hann fái tækifæri til að reyna myndun ríkisstjórnar. Við getum samt ekki gengið framhjá því að Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkur út úr þessum kosningum og hefur því öfluga stöðu,“ sagði Halldór aðspurður um það hvort hann teldi eðlilegt í Ijósi kosninga- sigurs flokksins að Framsóknar- flokkurinn fengi umboð til stjórnar- myndunar. Halldór sagði að ný ríkisstjórn horfði fram á erfið verkefni í ríkis- fjártnálum og atvinnuástand væri slæmt. Stefnan í atvinnumálum skipti mjög miklu máli á næstu árum. Komið hefði fram margvís- iegur ágreiningur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Samhent stjórn nauðsynleg „Sú ríkisstjórn sem tekur við verður að jafna þann ágreining þannig að ekki skapist hér óvissuástand á nýj- an leik um framtíð þessara mikil- vægu atvinnugreina. Sjávarútveg- urinn hefur mátt búa við mikla óvissu á síðasta kjörtímabili, sem er hamlandi fyrir hann, og landbún- aðurinn hefur búið við stöðuga óvissu um sína framtíð. Það er mjög erfitt fyrir þessar atvinnugreinar að skipuleggja sín mál og ganga frá framtíðaráætlun við þannig kring- umstæður og ef það á að takast að örva fjárfestingu hér, sem við þurf- um á að halda, þá er það lykilatriði að það ríki vissa um starfsumhverfi atvinnuveganna. Ég tel að það þurfí hér samhenta ríkisstjórn sem tekur á málum og þar skiptir ekki megin- máli ijöldi þeirra þingmanna sem styðja hana. Aðalatriðið er að hún hafi traustan meirihluta,“ sagði Halldór. Hann sagðist að lokum vilja koma þakklæti á framfæri til allra þeirra sem hefðu hjálpað til og unnið með þeim í kosningabaráttunni. Morgunblaðið/Sverrir JÓN Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram eiginkona hans koma til kjörstaðar sl. laugardag. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Atlögu að flokkn um hrundið „ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur með þessum úrslitum þrátt fyrir allt hrundið þeirri atlögu sem að honum var gerð og hann er heil- steyptari eftir en áður, þannig að jafnaðarmenn þurfa ekki að kvíða framtíðinni. Þessir atburðir hafa styrkt flokkinn, eflt samstöðu innan hans og kosningabaráttan sýndi að þetta er nokkuð harðsnúinn flokkur í kosningabaráttu," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Hann sagðist vilja láta reyna á áframhald núverandi stjórnarsam- starfs. Hann sagði kosningaúrslitin svara spurningunni um ríkisstjórn- ina, hún héldi velli. „Af stjórnarand- stöðuflokkunum var það Fram- sóknarflokkurinn einn sem hélt velli. Alþýðubandalagið stóð í stað og Kvennalistinn tapaði verulega. Ef við lítum á stjórnarflokkana þá varð Sjálfstæðisflokkurinn fyrir minni- háttar fylgistapi sem skipti ekki neinum sköpum. Alþýðuflokkurinn varð hinsvegar fyrir þó nokkru fylgi- stapi. Skýringin á því er fyrst og fremst ein. Það er sú atlaga að flokknum sem fyrrverandi varafor- maður hans og ráðherra í sjö ár, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði. Það voru hennar viðbrögð við því að hafa tapað formannskosningu. Hún fór í fýlu og rauk á dyr af því að hún gat ekki sætt sig við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga. Hún tók þessar ákvarðanir í þeirri trú að skoðanakannanir mældu henni mik- ið fylgi og á sama tíma staðfestu kannanir að Alþýðuflokkurinn væri í mjög veikri stöðu, hann mældist í flestum könnunum á síðasta hausti um 4%. Í ljósi þessa má segja að Alþýðuflokkurinn hafí háð mjög árangursríka kosningabaráttu og rétt mjög hlut sinn frá því sem var áður en kosningabaráttan hófst," sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagðist hafa efa: semdir um framtíð Þjóðvaka. „í þingflokknum er einn hægri krati sem yrði ysti til hægri í þingflokki Alþýðuflokksins, einn Birtingarfé- lagi á útleið úr Alþýðubandalaginu, en Birtingarmenn eiga nokkuð nána skoðanalega samstöðu með okkur jafnaðarmönnum, ein óánægð fram- sóknarkona sem féll í prófkjöri og önnur óánægð kona sem féll í form- annskjöri. Það er vandséð hvað tengir þetta til frambúðar enda þyk- ist ég vita það í ljósi reynslunnar að þessi tilraun Jóhönnu Sigurðar- dóttur sé búið spil og má um það segja hið fomkveðna: Sér grefur gröf þótt grafi.“ Vill láta reyna á áframhaldandi stjórnarsamstarf Formaður Alþýðuflokksins sagði það nánast sjálfgefið að stjórnar- ' flokkar ræddu saman um framhald- ið þegar ríkisstjórn héldi velli í kosn- ingum, ekki síst þegar hún hefði náð góðum árangri. Sjálfur sagðist hann vilja láta reyna á áframhald- andi stjórn þessara flokka. Spurður að því hvort mögulegt væri að halda stjórnarsamstarfínu áfram í ljósi þess nauma meirihluta sem ríkisstjórnin hefði og ágrein- ingsmála sem upp komu í kosninga- baráttunni sagði Jón Baldvin það ekkert nýmæli að ágreiningur væri um landbúnaðarmálin. Slík ágrein- ingsmál hafi komið upp á stjórnar- tímanum. Varðandi fískveiðistjórn- •arstefnuna sagði hann að þar væri ekki einungis ágreiningur milli flokkanna heldur einnig innan Sjálf- stæðisflokksins og minnti á yfirlýs- ingar þingmanna flokksins á Vest- fjörðum um að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórn sem héldi óbreyttri stjórnarstefnu. Hann nefndi einnig afstöðuna til úthafsveiðanna. ■ Þar taldi hann að frekar væri um að ræða ágreining Þorsteins Pálssonar við mótaða stefnu ríkisstjórnarinnar en ágreiningsmál milli flokkanna. Ölafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið getur að mörgu leyti vel við unað „AÐ MÖRGU leyti þá tel ég að Alþýðubandalagið geti unað vel við þessa niðurstöðu. Það var gerð til- raun til þess að ýta Alþýðubanda- laginu til hliðar sem_ forystuafli félagshyggjufólks á íslandi með stofnun Þjóðvaka og flokkurinn stóð það af sér með mjög myndar- legum hætti og hélt sínum styrk í þessum kosningum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, aðspurður um ilrslit kosninganna. „Um leið gerist það að flokkur- inn er á nýjan leik orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu. Það var staða sem við höfðum haft í áratugi en misstum hana 1987 og fáum hana á nýjan Ieik. Það er mjög mikilvægt í ljósi þess að Alþýðubandalagið er í framhaldi af þessum kosningum tvímælalaust sterkasti aðilinn á vinstra væng stjórnmálanna og meðal félagshyggjufólks í landinu,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að úrslit kosning- anna sýndu einnig fram á rétt- mæti þess málflutnings sem Al- þýðubandalagið hefði haft í frammi á síðastliðnu hausti, að ef það ætti að vera einhver von til þess að fé- Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Þorbergsdóttir eiginkona hans á kjörstað. lagshyggjufólk fengi sterka stöðu að loknum kosningum þá yrði að koma til formleg samvinna á vinstra vængnum. Þetta hefðu þau kynnt bæði fyrir Kvennalistanum, Jóhönnu Sigurðardóttur og ýmsum öðrum. „Bæði Kvennalistinn og Jóhanna höfnuðu þeirri samvinnu þá, en ég held að úrslit kosninganna sýni að það mat þeitra var rangt. Þess vegna hafa kosningaúrslitin haft það í för með sér að skýra mjög rækilega myndina á vinstra væng íslenskra stjórnmála. Öll framþró- un þar hlýtur að gerast með veiga- mikilli þátttöku Alþýðubandalags- ins og forystu okkar og samvinnu við aðra um það efni. Að þessu leyti er ég ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu, þó mér þyki ýms- ir einstakir hlutir miður í úrslitun- um,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að sér fyndist mjög miður að missa Jóhann Ársælsson og Guðrúnu Helgadóttur út af þingi, en fagnaði því að Ögmundur Jónasson myndi bætast í liðssveit Alþýðubandalagsins á Alþingi, því það myndi muna mjög um hann í þingsölum. Aðspurður hvort það væri ekki nokkurt áfall að flokkurinn skyldi ekki hafa unnið á í kosningunum eftir að hafa verið fjögur ár í stjórn- arandstöðu sagði Ólafur Ragnar að hann teldi svo ekki vera, því í sex kjördæmum hefði fólk, sem hefði verið í forystusveit Alþýðu- bandalagsins annað hvort verið leiðtogar eða í allra efstu sætum framboðslista Þjóðvaka. Fjórflokkakerfið sterkara en áður Ólafur sagði að fjórflokkakerfíð kæmi sterkara út úr þessum kosn- ingum en áður. Aðspurður hvað myndi gerast í framhaldinu sagði Ólafur Ragnar að formlega hefðu ríkisstjómarflokkarnir meirihluta. „Hann er hins vegar greinilega, að mínum dómi, veikur. Hann er ekki aðeins veikur vegna þess að hann hvíli á einum manni heldur líka vegna þess að misbrestimir milli flokkanna í nánast öllum meginmál- um eru slíkir að það hlýtur að verða mjög erfitt að búa til verkhæfa ríkis- stjórn úr þeim efniviði. Ég held líka að Alþýðuflokkurinn standi frammi fyrir töluverðum vanda, hvert hann ætlar að halda. Staða Alþýðuflokks- ins eftir þetta tap í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn er auðvitað miklu veikari en hún var eftir kosn- ingarnar 1991, en það er hlutur sem þeir hljóta að þurfa að meta í eigin röðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.