Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Pétur H. Blöndal Kjósendur hafa skilning á stefnu flokksins „ÉG ER mjög ánægður með nið- urstöðuna. Mér sýnist að kjósend- ur hafi almennt skilning á þeirri stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur framfylgt, að styrkja at- vinnulífið, undirstöðu þjóðfélagsins og velferðar," segir Pétur H. Blön- dal, nýr þingmaður flokksins í Reykjavík. „Það var ljóst að útspil Ólafs Ragnars með stjórnarsáttmálann fylkti mönnum betur saman, því menn sáu hinn kostinn á móti,“ segir hann. Pétur segist helst munu vilja taka á ríkissjóðshallanum. „Ég ætla að sjá hann hverfa, enda ekk- ert annað en skattar á framtíðina. Einnig vil ég athuga hvort einhver möguleiki sé til þess að lækka skattlagningu einstaklinga og taka fyrir sérstaklega umhverfi fyrir- tækja. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta er ekki kleift nema til komi einhver niður- skurður á útgjöldum. Þetta er spurning um að gera velferðarkerf- ið skilvirkara og meiri kröfur um hagræðingu. Oft eru þeir sem vinn- andi eru verr settir en þeir sem eru á bótum. Einnig má velta fyrir sér þeim möguleika að taka á ákveðinni oftryggingu sem átt hef- ur sér stað,“ segir Pétur. Hjálmar Ámason Úrslitin mik- ið gleðiefni „VIÐBRÖGÐIN lýsa sér í mikilli gleði yfir því hvað Framsóknarflokk- urinn hefur átt góðu gengi að fagna út um allt land og ekki síst , hérna á suðvestur- horninú,“ _ segir Hjálmar Árnason skólameistari og nýr þingmaður Framsóknarflokks í Reykjaneskjördæmi. Hjálmar tók fram að flokkurinn hefði verið að fara í gegnum breyt- ingarskeið og greinilega náð til almennings. „Ekki síst er ég ánægður með hvað margt ungt fólk kom og starfaði mikið og vel með okkur í kosningabaráttunni. Ég er mjög þakklátur öllum þeim sem unnu að þessum góða sigri fyrir flokkinn," sagði hann og bætti við að um leið fyn<ji hann fyrir þreytu og óskaplegum fegin- leika yfir því að kosningamar væru að baki og lífið yrði eðlilegt á nýj- an leik. Hann segist ekki geta neitað því að blendnar tilfinningar geri vart við sig. „Ég sé fram á að fara nú f leyfi frá þeim vinnustað sem ég hef helgað mig um nokkurra ára skeið og liðið afskaplega vel í mjög góðum hópi. Ákveðinn söknuður er strax farinn að gera vart við sig í hjarta mér.“ Hjálmar nefnir viðskilnað ríkis- stjórnarinnar þegar nánar er spurst fyrir um gott gengi flokks- ins. „Gegn því er mjög góð mál- efnaáhersla hjá Framsóknar- flokknum, ferskleiki og heiðarleiki í baráttunni. Síðan nefni ég traust- an leiðtoga," segir hann. Hann treystir sér ekki til að spá um næstu ríkisstjórn. „En greinilega eru ýmsir möguleikar í stöðunni." ur Sjálfstæðisflokks í Reykjanes- kjördæmi. Kristján telur að þyngst hafi veg- ið, þegar upp var staðið, að almenn- ingur hafi ekki viljað taka neina áhættu varðandi stöðugleikann. „Þess vegna hafi mönnum, ein- hverjum, snúist hugur, hafi þeir hugsað sér að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Ég held því að niðurstöður kosning- anna hafí verið sigur skynsemisafl- anna í þjóðfélaginu." Hann segir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi rekið afskaplega jarð- bundna kosningabaráttu og hún hafi ekki byggst á loforðum. „Ég held að segja megi að nú hafi, í fyrsta skipti, verið farið út í kosn- ingabaráttu á því að segja einfald- lega að flokkurinn ætli að standa sig vel. Á meðan lofa aðrir flokkar, sérstaklega vinstri flokkarnir, gulli og grænum skógum. Sjaldnast hef- ur gengið í íslenskum stjórnmálum að reka kosningabaráttu án loforða. En mér sýnist að fólk meti hiuti öðruvísi. Ekki í ákveðnum verkefn- um heldur heildarárangri og öryggi fjölskyldunnar." Ólafur Örn Haraldsson Eignm töluverða möguleika „ÞAÐ má segja að eftir þessa ógn sem kom þarna á miðri kosninganóttu þá finnst okkur að við höfum unnið ákveðinn vamar- sigur. Þetta fylgi er það sem skoðan- akannanir spáðu okkur en við höfðum sjálfar gert okkur vonir um að fá a.m.k. fjórar, helst fímm, þannig að við erum nátt- úrulega engan veginn ánægðar. Ég tel að við eigum töluverða Einar Oddur Kristjánsson Fylgjandi stjórnarsam- starfinu áfram „ÉG VELKTIST ekki í vafa um að ég vildi að þessi stjórn héldi áfram og ég tel að það hafí tekist. Það er um að gera að menn skoði að- stæður sínar í ró- legheitunum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, annar maður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Um önnur stjórnarmynstur sagð- ist Einar Oddur ekkert ætla að segja. „Ég sagði það í kosningabar- áttunni héma á Vestfjörðum að ég vonaðist til að við gætum haldið áfram með Alþýðuflokknum eða þá Alþýðubandalaginu vegna þess að ég trúi því að innan þessara flokka beggja séu uppi þau sjónarmið og skilningur á því að við verðum að taka þessa fískveiðistjórn okkar til gagngérrar endurskoðunar. Það þýðir ekkert að lappa upp á hana.“ Um ástæður niðurstaðna kosn- inganna sagði Einar Oddur að frammistaða Sjálfstæðisflokksins hefði verið mjög glæsileg. „Ríkis- stjórnin hefur unnið ákaflega gott starf á sviði efnahagsmálanna við mjög erfíðar aðstæður og þióðin sýnir það í kosningunum að hún treystir henni til áframhaldandi vem. Hún veit hvað hún hefur en veit ekki hvað hún hreppir ef hún skiptir um og það gildir fyrir þessa þjóð eins og aðrar; förum varlega og gætum okkar í þessum harða heimi, ég held að það hafi verið ástæða fyrir niðurstöðunni, fyrst og fremst.“ Aðspurður um það hvemig legð- ist í hann að fara á þing, þegar hann væri kominn í þau spor, sagð- ist Einar Oddur sitja uppi með þá ákvörðun sína að fara í framboð. „Það er óskaplega margt sem kallar á og úr því að ég tók þessa ákvörð- un þá fer ég í slaginn méð oddi og egg,“ sagði Einar Oddur. Svanfríður Inga Jónasdóttir Nýir þing- menn gefa fyrirheit um breytingar „HVAÐ Þjóðvaka varðar þá held ég að við hér í kjör- dæminu getum sæmilega við unað miðað við hvernig þetta kom út á landsvísu," sagði Svanfríður Inga Jónasdóttir þing- maður Þjóðvaka, en hún skipaði 1. sæti flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. „Á landsvísu er þetta auðvitað meira heldur en okkur hafði verið gefið til kynna að það gæti orðið. Það höfðu verið byggðar upp vænt- ingar varðandi það að þetta gæti orðið öðruvísi. Síðan gerast þarna hlutir sem taka af okkur ráðin síð- ustu dagana þannig að við náum ekki okkar vopnum," sagði Svan- fríður. Hún sagði augljóst að nýjar stjómmálahreyfingar væru mun viðkvæmari fyrir allri áreitni heldur en eldri og rótgrónari framboð, og Þjóðvaki hafi hreinlega ekki haft tíma til að vinna úr erfiðleikum sem upp hafi komið á síðustu dögum. „Ég.vil meina að þessi niðurstaða sé fyrst og fremst þess vegna, en málefnalega séð höfum við átt af- Fólk treystir á hófsama framfara- stefnu „FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN er traustur miðju- flokkur og ég tel að fólk treysti á fijálslynda og hóf- sama framfara- stefnu, ekki öfgar til hægri eða vinstri," segir Ól- afur Örn Haraldsson, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í kosningunum. „Urslitin eru afskaplega ánægju- leg á landinu öllu, einkum í Reykja- vík og Reykjanesi. Þetta er söguleg- ur árangur hjá Framsóknarflokkn- um, að verða næststærsti flokkur- inn í þéttbýli. Framtíðin ræðst á miðjunni, í þéttbýlinu hér við Faxa- flóa.“ Ólafur segir ennfremur að marg- ir hafí hug á ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn þótt fleiri komi einnig til greina. „En það sem mér er efst í huga er að verða að gagni. Vinna vel og bregðast ekki trausti þeirra sem hafa stutt mig. Ég mun að sjálfsögðu beita mér í áherslumálum flokksins, sem eru atvinnumál, kjaramál og endurreisn heimilanna. Ennfremur mun ég leggja sérstaka áherslu á málefni fjölskyldunnar, menntamál og um- hverfismál," segir Ólafur Örn. Guðný Guðbjömsdóttir skaplega góðan hljómgrunn," sagði hún. Svanfríður sagðist fyrst og fremst túlka úrslit kosninganna á þann veg að kjósendur væru að segja með þeim að ekki liggi á að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. í öðru lagi sýndu niðurstöðurn- ar ákveðna íhaldssemi hjá kjósend- um. Aðspurð um hvaða flokka hún teldi líklegasta til að mynda ríkis- stjórn sagði hún það slá sig að þeg- ar upp yrði staðið yrði um stjómar- samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ræða. Hún sagði að þrátt fyrir að úr- slit kosninganna bentu til þess að gamla flokkakerfíð héldi velli þá gæfi hinn nýi þingmannahópur sem væri að koma inn á alþing fyrirheit um -breytingar og nýjar áherslur í stjórnmálum „Ég tek eftir því að leiðtogar gömlu flokkanna keppast mjög um að sjá þetta allt í sögulegu ljósi og horfa mjög til baka, en ég er ekki viss um að þetta unga fólk sem er að koma inn meti hlutina eins. Ég er ekki viss um að það vilji endilega láta múra sig inn í söguna, heldur hafí það allt aðrar væntingar og vilji horfa fram á við og jafnvel gera hlutina öðruvísi og gera nýja hluti. Við það bind ég vonir,“ sagði Svanfríður. Kristján Pálsson- Sigur skyn- semisaflanna „MÉR fínnst að flokkurinn hafi, á landsvísu og Reykjanesi, unnið mikinn sigur. Komið hefur í ljós að almenningur í landinu hefur met- ið stöðu ríkis- stjórnarinnar og hefur trú á því að hún geti komið meiru til leiðar sem að skiptir þjóð- ina máli,“ segir Kristján Pálsson fyrrum bæjarstjóri og nýr þingmað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.