Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ D: 42,3% D: 39,3% ik P - B: Framsóknarflokkur D: Sjálfstæðisflokkur Sigbjörn Gunnarsson Kjörfylgi stærsta flokks í hverju kjördæmi Töpuðum og högnuð- umst á ESB „ÞAÐ ER ljóst að út um land voru Evrópumálin okk- ur erfið. Flokkur- inn bæði tapaði og hagnaðist á þeim. Það er hins vegar klofningsframboð Þjóðvaka, sem leið- ir til þess að Al- þýðufiokkurinn fær þessa slæmu kosningu," sagði Sigbjörn Gunnars- son, en hann náði ekki kjöri fyrir Alþýðuflokkinn á Norðurlandi eystra. Sigbjörn hefur verið þingmaður í fjögur ár. Hann sagði þetta vera afleita útkomu fyrir Alþýðuflokkinn og verri en hann hefði búist við. Sigbjörn sagðist telja að Alþýðu- flokkurinn hefði náð tiþyngri kjós- enda með áherslu á að ísland sækti um aðild að ESB. Hörð andstaða hefði hins vegar verið við þessa stefnu meðal sumra kjósenda á landsbyggðinni. „I þessu ríkisstjórnarsamstarfi lít- ur fólk á Alþýðuflokkinn sem vernd- ara velferðarinnar og það fólk sem finnst velferðin ekki hafa verið næg í landinu ásakar okkur. Sjálfstæðis- flokkurinn geldur þessa hins vegar ekki með sama hætti.“ Sigbjörn sagði það alvarlega stöðu fyrir jafnaðarmenn í landinu að eiga engan þingmann um norðan- og austanvert landið. Hann sagðist samt vera fylgjandi þessu stjórnar- samstarfi og að reynt yrði að treysta það á þann hátt að stjórnarflokkarn- ir fengju Kvennalistann til liðs við sig. Hann sagðist telja að það væri iífsnauðsynlegt fyrir Kvennalistann að komast í ríkisstjórn. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Kjörfylgi Sjálfstæðisflokks f kosningum til Alþingis 1959-1991 42j>c/° 39,7% 41,4% 37,5% X 32,7% A 35,4% 8J% 38,6% 1vor9 g& 1963 7967 19?1 ig?4 27,2% 371% m 1983 1987 fggi igg5 Skilaboðin eru að okk- ar hlutverki sé lokið JÓNA Valgerður Kristjánsdóttir, þingmaður Kvennalistans á Vestfjörðum, telur að út úr kosning- unum megi lesa þau skilaboð kjós- enda að þeir telji að Kvennalistinn hafi lokið sínu hlutverki og að kon- ur í öðrum stjórnmálaflokkum eigi að halda merki þeirra á lofti. „Ég er mjög ánægð með að mál sem Kvennalistinn lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni, kjarajöfnun og afnám launamisrétt- is milli kynja, voru mikið til um- ræðu fyrir kosningar. Ég tel því að við höfum náð málefnalegum ávinningi. Kjósendur virðast hins vegar hafna því að við framfylgjum þessum málflutningi okkar, af hvaða ástæðu sem það nú er. Kon- ur hjá öðrum stjómmálaflokkum vinna hins vegar athyglisverða sigra. Konur í Framsóknarflokkn- um vinna mikla sigra á Vesturlandi og Reykjanesi og eins vinnur kona sigur hjá Sjálfstæðisflokknum á Austurlandi. Mér finnst þetta vera skilaboð kjósenda til Kvennalistans og kvenna. Skilaboðin eru: Kvennalist- inn er búinn að undirbúa jarðveg- inn. Við erum sammála málflutningi Kvennalistans. Nú viljum við að konur í öðrum stjórnmálaflokkum taki við og fylgi þessum málum eftir.“ Finnst þér þá að Kvennalistinn hafi lokið sínu hlutverki? „Ja, það eru greinileg skilaboð kjósenda til okkar um að við séum að verða óþarfar á þingi. Aðrar konur í öðrum stjórnmálaflokkum eigi að taka við. Það er hlutverk þeirra þingmanna Kvennalistans, sem enn eru á þingi, að spyija þess- ar konur hvernig þær ætli að vinna að þessu.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson Tapar en er í sigurliðinu „ÞAÐ VAR ljóst að það yrði mjög erfitt fyrir mig- að ná kjöri eftir að búið var að færa þingsætið í burtu. Hins vegar sýndi kosninganóttin að það var aldrei von- laust. Við erum að fá þarna einhvetja bestu kosningu sem við höfum fengið í kjördæminu, með rétt um 37% atkvæða, þó að hér séu sex framboð og þetta sé það kjördæmi þar sem Þjóðvaki komi sterkastur út,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Jóhannes féll eftir fjögurra ára þingsetu. „Mér er ofarlega í huga að Fram- sóknarflokkurinn vann verulega á á landsvísu. Það er aftur á móti gremjulegt að vera í sigurliði en detta út.“ Jóhannes Geir sagði ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið að sækja í sig veðrið síðustu dagana fyrir kosningar. Skoðanakannanir hefðu sýnt flokkinn vera að tapa, sem hefði leitt til þess að mikil harka hefði færst í kosningabaráttu hans. Skoðanakannanir hefðu því hjálpað flokknum. „í kosningabaráttunni gáfu þing- menn Sjálfstæðisflokksins það nokk- uð ákveðið út að kratarnir væru ekki æskilegur samstarfsaðili áfram. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að snúa sig út úr því. Að mínu mati getur Davíð Oddsson ekki fengið umboð til stjórnarmyndunar á öðrum forsendum en þeim að viðhalda þessu stjórnarmynstri. Ef hann telur það ekki fært fínnst mér einboðið að Halldór Ásgrímsson fái umboðið.“ Jóhann Ársælsson Persónuleg- ur ósigur „ÉG ER mjög óánægður með niðurstöðuna á Vesturlandi. Mér fínnst að hún sé persónulegur ósig- ur fyrir mig. Það sem mér fínnst vera allra daprast fyrir mig er að mér finnst þetta vera ósigur fyrir þau málefni sem ég hef staðið fyrir, Eggert Haukdal, S-listanum á Suðurlandi • • Oðrum flokkum veitt brautargengi „FYRIR 16 árum buðu tveir listar sjálfstæð- ismanna fram á Suður- landi og fengu samtals 3 menn kjörna. Það gat gerst aftur, en menn kusu að veita öðrum flokkum brautargengi," sagði Eggert Haukdal, fyrrver- andi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem bauð fram sérstakan lista utan flokka í Suðurlandskjördæmi að þessu sinni, S-listann. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna í Suðurlandskjör- dæmi, en hafði þrjá síðast, þegar Eggert skipaði 3. sæti listans. Hann náði ekki kjöri í sérfram- boði sínu nú. Alþýðuflokkurinn náði hins vegar einum manni inn, en hafði engan síðast. Aðspurður um skýringu á því af hveiju hann náði ekki kjöri í sérframboði nú, líkt og fyrir 16 árum, sagði Eggert ekki mikið um það að segja, en vísaði þó til þess að tveir efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og Árni Johnsen, hefðu unnið markvisst gegn sér. „í stað þess að setja vél í gang og tryggja þijá sjálfstæðismenn á þing, þá var unnið gegn mér,“ sagði hann. „Þorsteinn Pálsson kom alþýðuflokksmann- inum inn á þing, með góðri aðstoð Áma Jo- hnsen. Þessir menn þola víst ekki sveitalubba eins og mig nálægt sér; mann með sjálfstæðar skoðanir í landbúnaðarmálum, Evrópumálum og vaxta- málum. Ef einhver einn höfuðsmiður er að því að Alþýðu- flokkurinn kom manni inn á þing fyrir Suðurland, þá er það Þor- steinn Pálsson. Hann er ábyrgur fyrir því að geta ekki stjórnað Sjálfstæðisflokknum á Suður- landi, fremur en sjávarútvegsmál- unum.“ Eggert sagði að hann velti því fyrir sér hvers vegna Þorsteinn Pálsson hafi snúið við blaðinu í lokabaráttunni og kennt Alþýðu- flokknum um alla vonda hluti og þar á meðal í landbúnaðarmálum. „Ég hef verið þessarar skoðunar í mörg ár, en ávallt talað fyrir daufum eyrum allra í Sjálfstæðis- flokknum, þar á meðal Þorsteins.“ Eggert sagði að hann vildi ekk- ert um það segja nú hvort hann . væri hættur afskiptum af stjórn- málum. Pétur Bjarnason Skeikaði 35 atkvæð- um að stjórnin félli „ÞETTA var tvísýn og spennandi barátta. í upp- hafi hennar töldu margir að keppnin myndi standa milli mín og efsta manns á lista Framsóknar- flokksins, en ég taldi allt- af að átökin yrðu milli Vestfjarðalistans og Al- þýðuflokksins, eins og kom á daginn. Þar skeik- aði ekki nema 35 atkvæðum að stjórnin félli,“ sagði Pétur Bjarna- son efsti maður á M-Iista, Vest- fjarðalistanum. Pétur sagði að hann væri ánægður með útkomuna, því hann og félagar hans hefðu átt við ramman 'reip að draga. „Við þurftum að beijast um eitt sæti af fjórum við flokksmaskínur, sem eyða milljónum króna í auglýsingakostnað. Þeg- ar allt er virt var þetta mjög skemmtileg kosn- ingabarátta, en erfið." Aðspurður hvort fram- hald yrði á starfi M-Iista, Vestljarðalistans, sagði Pétur að það yrði rætt á næstunni. „Það er ekki eingöngu í mínu valdi að taka ákvörðun um framhald starfs í þessum hópi, en við sem stóðum að Vestfjarðalistanum munum bera saman bækur okkar.“ þ.e.a.s. baráttuna gegn því órétt- læti sem skapast af sjávarútvegs- stefnunni," sagði Jóhann Ársæls- son, fráfarándi þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi. Jóhann náði ekki kjöri þrátt fyr- ir að Alþýðubandalagið fengi 13% atkvæða í kjördæminu. Hann hefur verið þingmaður í fjögur ár. I kosn- ingabaráttunni var lítið rætt um að Jóhann væri i fallhættu. Jóhann sagði að andstæðingar Alþýðu- bandalagsins hefðu haldið því að kjósendum að það væri óþarfi að kjósa Alþýðubandalagið því að það væri öruggt með einn mann. Kosn- ingakerfið væri hins vegar þannig að framboð með 13-15% fylgi gæti lent í því að koma ekki inn manni. Það hefði sýnt sig í þessum kosningum. „Ég tel viðunandi að Alþýðu- bandalagið skuli hafa haldið sínu þrátt fyrir þetta Þjóðvakaframboð því að það var greinilegt, þó að það væri upphaflega klofningur út úr Alþýðuflokknum, að því var stefnt mjög gegn Alþýðubandalag- inu. Mér finnst það hins vegar vond niðurstaða að Sjálfstæðisflokkur- inn skyldi ekki fá meiri skell. Stjórnarflokkarnir geta þokkalega við sína útkomu unað og stjómar- andstaðan verður að horfast í augu við að fólkið í landinu virðist vera allt að því að lýsa trausti við þessa stjórnarstefnu. Yfir því er ég dap- ur.“ Jóhann sagðist spá því að ef svo færi að þessi stjórn héldi áfram um stjórnartaumana yrðu sjávar- útvegsmálin henni mjög erfíð. Árni Björn Guðjónsson Fengimi tækifæri til að boða guðs orð „VIÐ teljum að þetta sé fyrsta skrefið að stórum sigri fyrir guðsríki á Islandi miðað við aðstæður okkar, lítinn tilkostnað og ýmsar árásir á þetta _ framboð," segir Ámi Björn Guðjónsson, efsti maður á K-listanum, framboðslista Kristilegrar stjómmálahreyfingar í Reykjavík. K-listinn bauð fram í Reykjavík og á Reykjanesi í alþingiskosning- unum og hlaut samtals 316 atkvæði eða 0,19% greiddra atkvæða. Vonbrigði Árni Björn sagði að framboð Kristilegrar stjórnmálahreyfingar hefði verið kraftaverk. „Við fengum góð tækifæri til að boða guðs orð í þjóðmálaumræðunni og segja má að þótt þessi fáu atkvæði hafi valdið okkur vonbrigðum er þetta þó samt sem áður sigur og í hjarta okkar er mikil eftirvænting um áframhaldið," segir hann. Árni Björn benti á að þetta væri í fyrsta skipti á íslandi sem kristi- legt framboð kæmi fram á þennan hátt og hann sagði að ríkur vilji væri til að halda þeirri starfsemi áfram. Sagði hann að önnur framboð hefðu haft yfir að ráða tugmilljóna kosningasjóðum en Kristileg stjórn- málahreyfíng hefði aðeins haft fá- einar krónur til ráðstöfunar og bætti því við að með auglýsingamætti hefði verið valtað yfir þann boðskap sem kristilega framboðið hefði verið að koma á framfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.