Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Kjörsókn og atkvæði að baki þingmanna á kjörskrá Kjörsókn 1995 1991 1987 1983 Fjöldi þingmanna Atkvæði að bakl hvers þingmanns (m.v. kjörskrá) Reykjavík 77.582 66.699 86,0% 86,0% 89,5% 87,9% 19 4.083,3 Reykjanes 48.560 42.562 87,6% 88,5% 89,5% 89,2% 12 4.046,7 Vesturland 9.852 8.765 89,0% 89,7% 88,9% 88,3% 5 1.970,4 Vestfirðir 6.334 5.580 88,1% 87,6% 89,7% 90,9% 5 1.266,8 Norðurland vestra 7.202 6.447 89,5% 89,4% 89,4% 85,9% 5 1.440,4 Norðurland eystra 18.983 16.581 87,3% 86,3% 88,1% 85,6% 6 3.163,8 Austurland 9.042 7.945 87,9% 88,3% 90,3% 89,1% 5 1.808,4 Suðurland 14.503 13.166 90,8% 91,1% 92,1% 89,3% 6 2.417,2 Landið allt/Meðaltal: 192.058 167.745 87,34% 89,6% 89,6% 86,6% 63 3.048,5 17,5% Alþýðuflokkur 15,2% 15'5% Bandalag jafnaðarmanna Skoðanakönnun Hagvangs 16. apríl 1983 g g% r Kosningar Þjóðvaki, hreyfing fólksins Skoðanakönnun Félagsvfsindastofnunar 2-4. apríl 1995 11,3% ismnga 23. april 7,3% 79 '83 '87 '91 '95 0,2% '83 '83 '87 Kosningar 8. apríl 7,2% Fylgi Alþýðuflokks í kosningum 1979-95, Bandalags jafnaðar- manna 1983 og 1987 og Þjóðvaka 1995 '95 '95 Reykjanesbær hlaut 55% gildra atkvæða „VILJI íbúanna kemur alveg skýrt fram þar sem meginþorri þeirra er á móti því sem bæjarstjórn ákvað að setja fram sem valkosti. Ég tel ótvírætt að bæjarstjómin verði að taka málið til endurskoð- unar," segir Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, um þá staðreynd að 64,7% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Suðumesjum ógiltu miða sína. A laugardag greiddu íbúar sam- einaðs sveitarfélags á Suðurnesj- um atkvæði um nöfnin Reykjanes- bær og Suðurnesbær sem nafn á sveitarfélaginu. Á kjörskrá voru 7.032, en 5.232 neyttu atkvæða- réttar síns, eða 74,4%. Að þeim 5.232 sem neyttu at- kvæðaréttar síns ógiltu 3.385 miða sína og auðir miðar voru 333 eða 6,4%. Gildir miðar vora 1.514 eða 28,9%. Af þeim sem vom með gilda miða kusu 832 nafnið Reykjanesbæ eða um 55%. 45% eða 682 kusu nafnið Suðuraes- bær. „Samkvæmt reglunum er þetta niðustaðan," segir Magnús Har- aldsson, sem sæti á í kjörstjórn. „Bæjarstjómin ákvað áður að það nafnið sem fengi fleiri atkvæði yrði nafnið á bænum." framboðsins í Reykjaneskjördæmi, um úrslit kosninganna. Kristín segir að kvennalistakonur hafi fundið fyrir því að markvisst hafi verið unnið gegn þeim. Því hafi verið haldið á lofti að Kvenna- listinn gæti ekki vænst meiri árang- urs og hann hafi þurft að háfa tölu- vert fyrir því að sannfæra kjósend- ur um að enn væri mikið verk óunn- ið. „Síðan tel ég að umræðan síð- ustu vikumar um að meginatriði væri að ná fram tveggja flokka stjórn hafi skipt töluverðu máli. Fólki hafi verið talin trú um að það væri að kasta sínu atkvæði á glæ með því að styðja Kvennalistann." Hún minnti á að Kvennalistinn hefði áður verið með þrjár konur á þingi. „Við vomm þrjár á þingi árin 1983 til 1987 og tókst á því tíma- bili að breyta töluvert stjórnmála- umræðunni og halda vakandi um- ræðu um þau málefni sem snúa að bættum hag kvenna og barna. Við munum gera það og ég held að jarðvegurinn sé enn betri núna. Þessi mál eru ekki jafn ókunnugleg og þau vom. Menn em tilbúnir tii að ræða þau, vita og skilja að þetta era málefni sem eiga að hafa verð- ugan sess í stjómmálaumræðunni." Kristín sagði að Kvennalistinn myndi taka sér tíma til að meta niðurstöður kosninganna og endur- meta aðferðir sinar. Hún sagði að áhersla yrði lögð á að reyna að hafa áhrif á að meginmálefni list- ans skipuðu verðugan sess í stjórn- arsamstarfínu og helst með eigin þátttöku. Ögmundur Jónasson Getum unað sæmilega við okkar hlut „ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ og óháðir geta unað sæmilega við sinn hlut í ljósi þess að til sögunnar var komið nýtt fram- boð, Þjóðvaki, sem tók nokkuð fylgi frá öllum flokkum á félagshyggjuvæng stjórnmál- anna, ekki síst frá G-listanum,“ segir Ögmundur Jónasson, nýr þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ögmundur segir að hann hefði kosið að félagshyggjuöflin hefðu komið sterkar út úr kosningunum en raun bar vitni. „Ég kann engar skýringar á því hvers vegna svo var ekki. Eg man ekki eftir nokkrum kosningum sem hafa haft jafnmikið pólitískt inntak og þessar, því valko- stirnir hafa verið mjög skýrir og afmarkaðir." Ögmundur segist ennfremur munu gegna formennsku áfram hjá BSRB, ekkert mæli gegn því. „Síður en svo. Mín áhersluatriði verða ná- kvæmlega þau sömu og verið hefur til þessa. Ég mun beita mér fyrir kjarajöfnun og ýmsum hagsmuna- málum launafólks. Ég tel að stefnan hafi verið tekin í átt til mikils ójafn- aðar og mjög brýnt að sveigja af þeirri braut. Það er ástæðan fyrir því að ég vildi safna liði undir merkj- um félagshyggjunnar." Lúðvík Bergvinsson Hlýturað teljast stór- sigur Alþýðu- flokksins „ÉG ÞAKKA þetta miklu starfi íjölda manna sem skilaði sér um allt kjördæmið, en það er ljóst að okkar sterkasta vígi er Vestmanna- eyjar,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, nýr þingmaður Alþýðuflokks, en hann skipaði fyrsta sæti fram- boðslista flokksins í Suðurlandskjör- dæmi. „Það er Ijóst að Alþýðuflokkurinn er að tapa þremur þingmönnum en það vegur þungt þetta upphlaup fyrrverandi vara- formanns flokksins. Ef við horfum á stöðuna eins og hún var um síð- ustu áramót þá hlýtur þetta hins vegar að teljast stórsigur Alþýðu- flokksins," sagði Lúðvík. Hann sagði að málefnastaða Al- þýðuflokksins væri mjög góð og hún væri kannski meginástæðan fyrir þeim varnarsigri sem flokkurinn hefði þó unnið í kosningunum. „Ég held að það sé ekki hægt að neita því að þetta er í raun og vem varnarsigur bæði hvað varðar upphlaup Jóhönnu og stöðuna um áramót. Maður hafði af því stórar áhyggjur að þessi flokkur yrði bara ekki til, og þegar ég ákvað að fara fram þá mældist fylgið 1,8% en Þjóðvaki var á sama tíma með 18%,“ sagði hann. Starfi fjölda manna að þakka Sextán ár eru liðin frá því Al- þýðuflokkurinn fékk mann kjörinn á þing í Suðurlandskjördæmi og sagði Lúðvík að með tilliti til þess, átta vikna kosningabaráttu og að hann væri nánast óþekktur utan Vestmannaeyja, hlyti sá árangur að flokkurinn hafi nú náð inn manni í kjördæminu að teljast stórsigur. „Jafnvel þó við hefðum ekki náð inn manni þá var þetta stórsigur og það er auðvitað að þakka gífur- legá miklu starfi mikils fjölda manna," sagði Lúðvík. Siv Friðleifsdóttir Stórkostleg- ur árangur „MÉR FINNST árangurinn stór- kostlegur. Við aukum fylgið um 7,2%, förum upp í 21% og náum vel inn tveimur mönn- um,“ segir Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari og nýr þingmaður Framsóknarflokks í Reykjaneskjördæmi, um gott gengi flokksins í kjördæminu. Hún þakkar niðurstöðuna mjög sterkum lista í Reykjaneskjördæmi. „Nýtt fólk var í framboði, listinn ungur, frískur og mikil breidd á honum. Málefnastaðan var mjög góð og við komum henni vel til skila. Við unnum mjög markvisst. Fórum víða, á vinnustaðafundi, og notuðum þessar hefðbundnu aðferðir, og vor- um með mjög öfluga stuðningsmenn og kosningastjóra. Þeir skópu sigur- inn með okkur," segir Siv um leið og hún notar tækifærið til að þakka stuðningsmönnum flokksins og með- frambjóðendum sínum fyrir stuðn- inginn og samstarfið. Árangurinn á landsvísu þakkar hún góðri málefnavinnu. „Við erum að bæta við okkur víða og númer eitt, tvö og þrjú vegna okkar mál- efnastöðu. Við náðum að koma stefnu okkar í atvinnumálunum vel til skila, varðandi skuldastöðu heim- ilanna og hvernig við viljum jafna lífskjörin. Fólk held ég hafi tekið undir með okkur með því að kjósa okkur." Siv segir að niðurstöðumar sýni að flokkurinn sé að breikka. „Við sjáum núna að af höfuðborgarsvæð- inu, Reykjavík og Reykjanesi, kem- ur um helmingur atkvæða. Því er ekki, miðað við hvar atkvæðamagn- ið liggur, hægt að segja að flokkur- inn sé einhver sérstakur dreifbýlis- flokkur lengur," segir hún og tekur fram að mikil endumýjun sé í flokknum. Af 15 þingmönnum séu t.a.m. 6 nýir. Gunnlaugur Sigmundsson Ósár eftir og taugarn- ar í lagi „ÞEGAR maður lítur yfir völlinn þá tókst þetta þokka- lega vel,“ segir Gunnlaugur Sig- mundsson, nýr þingmaður Fram- sóknarflokksins, _en hann skipaði 1. sæti framboðslista flokksins á Vestfjörðum. „Kosningabaráttan var almennt eins og siðuðum mönnum sæmir, en hins vegar tekið mjög fast á mér af fyrrum samheijum sem voru þá á persónulegu nótunum. En ég er ósár eftir og taugarnar í lagi." Gunnlaugur sagði að þegar ljóst hafi verið að klofningur yrði og tvö framboð ættuð úr Framsóknar- flokki yrðu á Vestfjörðum, þá hafi hann gert sér vonir um að ná sjálf- ur 23% fylgi. „Þegar ég svo fór að skoða aftur í tímann öll þau sérframboð sem hafa verið á Vestfjörðum þá kom í Ijós að þau hafa ekki farið undir 650 atkvæði og upp í 1200. Þá gerði ég mér grein fyrir að það væri rík sjálfstæðistilhneiging í Vestfirðingum og fór að vonast til að halda 20% og þetta fór býsna nærri því,“ sagði hann. Hryllir ekki við stjórnarandstöðu Um útkomu Framsóknarflokks- ins á landsvísu sagði Gunnlaugur að hann hefði kosið að vera sjálfur yfir því fylgi sem flokkurinn fékk og það yrði síðar. Árangur flokksins væri hins vegar mjög góður. „Ýmsar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið segja að fólk vilji Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk í ríkisstjórn, en í þessari stöðu sem nú er komin upp veit ég ekk- ert hve æskilegt það er. Það þarf alltaf að standa vörð um lýðræðið og það er alltaf spurning um það hvað ríkisstjórn á að vera sterk. Ég er þeirrar skoðunar að allt of sterk ríkisstjórn getí það að verkum að ýmsir þingmenn leyfi sér- að dansa rúmbu þegar aðrir eru í vangadansi. Þannig að ég veit ekkert hversu æskilegt það er að hafa 40 þing- menn í meirihluta. Ég er hins vegar ekkert að segja nei við þessu sam- starfi ef það kæmi upp, en ég er samt ekkert viss um að það sé æskilegasti kosturinn, og það mætti reyna ýmislegt annað fyrst. Mig hryllir ekkert við því að vera í stjórnarandstöðu," sagði hann. Ágúst Einarsson Tilgangur Þjóðvaka stendur óbreyttur „VIÐ megum þokkalega vel við þessi úrslit una, en ég hefði óneitan- lega kosið að fylg- ið yrði meira. Það er hins vegar alveg ljóst að Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn geta borið höfuðið hærra en aðrir þessa dagana," segir Ágúst Einarsson þingmaður Þjóðvaka, en hann skipaði efsta sætið á fram- boðslista Þjóðvaka í Reykjaneskjör- dæmi. Ágúst hefur áður setið á þingi, en hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör- dæmi 1978-83. Ágúst sagði að skilaboð kosning- anna væru í gegnum Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokkinn um ákveðna eflingu inn á miðjuna og til hægri. Hann teldi hins vegar alls ekki að því hefði verið hafnað sem Þjóðvaki stæði fyrir. „Við teljum þessi úrslit sýna enn betur nauðsyn þess að félags- hyggjuflokkarnir myndi nú eina heild þannig að þeir nái betur til allra félagshyggjukjósenda í land- inu. Sá tilgangur Þjóðvaka stendur óbreyttur, og kosningarnar stað- festa í sjálfu sér að þetta flokka- kerfi sem er núna nær ekki að end- urspegla það sem við teljum vera mikinn meirihluta félagshyggju- sjónarmiða í þjóðfélaginu. Þannig að það þarf þá að leita nýrri leiða í þeirri baráttu," sagði hann. Höfum mikilvægan tilgang Ágúst sagði að þótt líklegast væri að Þjóðvaki lenti í stjórnarand- stöðu þá myndi flokkurinn áfram vinna að þeirri hugmyndafræði að félagshyggjuflokkarnir kæmu sam- an að einu borði. „Það munum við gera inni á Al- þingi og í samstarfi við þá flokka sem um ræðir. Við höfum mjög mikilvægan tilgang á þessu sviði og það hefur ekkert breyst nú að afloknum kosningum. Það var ekk- ert markmið í sjálfu sér að Þjóð- vaki sem slíkur yrði eilífðarhreyf- ing, heldur að hann breytti hér flokkakerfinu. Ég held að það megi alveg lesa það út úr kosningunum að það sé grundvöllur fyrir því, en það tekur sinn tíma," sagði Áj-úst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.