Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 8
8 C FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Samvinna í kynningu ætti að auka ferðamannastraum SAMGÖNGURÁÐHERRAR íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu eigi alls fyrir löngu samstarfs- samning um að þessi þijú lönd stæðu að samvinnu um að auka ferðalög fólks til þessara landa þriggja. Öll eru samfélögin í þessum löndum lítil, en með þá staðreynd í huga, að „sameinaðir stöndum vér, sundrað- ir föllum vér“, var ákveðið að menn stæðu saman í að efla ferðamannaiðnað í löndunum þremur. Það er einmitt í ferðamálum, sem kostir slíkrar samvinnu eru hvað augljósastir, þar sem litið er svo á, að ávinningur eins lands sé jafnframt ávinningur hinna. Því hefur og verið myndað sérstakt Ferðamálaráð Vestur-Norð- urlanda, (Vestnorden Tourist Board - VTB), sem hefur að markmiði að efla ferðalög til landanna, jafnt sem ferðalög milli þeirra innbyrðis. VTB hefur m.a. í þessu augnamiði efnt til Ferðakaupstefnu Vestnorden, þar sem starfandi aðilar frá íslandi, Grænlandi og Færeyj- um hafa kynnt erlendum ferðaskrifstofum og ferða- heildsölum þá þjónustu og möguleika, sem ferðamönn- um stendur til boða í löndunum þremur. Það var glaðværð á andlitum þessara ungu grænlensku telpna, þótt hellirigndi. Myndin er tekin í skóla í Qaqortoq eða Julianeháb. Þeir, sem til þekkja telja, að hér sé um afar mikilvægt framtak að ræða og árangurinn undirstriki þann ávinning, sem hlotist getur af nánu samstarfi landanna á þessu sviði. Engin sambærileg ferðakaup- stefna hefur og verið haldin sameig- inlega af hálfu hinna Norðurlanda- þjóðanna. Ferðakaupstefnan nýtist ekki hvað síst smærri þjónustuaðil- um, sem hafa takmarkað bolmagn til þess að ráðast í kostnaðarsama kynningar- og markaðsstarfsemi. Kaupstefnan er haldin annað hvert ár á íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum og Grænlandi. Síðasta kaupstefna var haldin í Syðri Straumfirði á Grænlandi í septem- ber og tókst mjög vel. Næsta kaup- stefna verður haldin í Hafnarfirði 14. til 17. september næstkomandi. Samelginleg markaðssókn og markaðskönnun Ferðamálaráð Vestur-Norður- landa tók í mars 1993 þátt í mikilli ferðakaupstefnu, sem sérhæfir sig í ferðamennsku á skemmtiferðaskip- um. Slíkt markaðsátak þykir henta vel í þessu samstarfi, þar sem fyrst og fremst er komið á framfæri norð- lægum slóðum og vakin athygli á viðkomu skemmtiferðaskipa tií land- anna. Stefnt er að þátttöku í slíkum kaupstefnum næstu 3 til 5 árin og hefur kynningarbæklingur verið gef- inn út um helstu viðkomustaði fyrir skemmtiferðaskip í löndunum þrem- ur með upplýsingum um þjónustu, sem unnt er að fá á hveijum stað. Unnið hefur verið að þessu í nánu Frá höfninui í Julianeháb. samstarfi við hafnarstjórnir Reykja- víkur og Akureyrar, sem jafnframt eru aðilar að samstarfsverkefni fjölda hafna í Evrópu undir heitinu „Cruise Europe". Morgunblaðið/MF VTB tók þátt í markaðskönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa, sem komu til Reykjavíkur síðastlið- ið sumar. Könnunin var unnin fyrir VTB, Reykjavíkurhöfn og Reykja- víkurborg af Félagsvísindastofnun Háskóla Islands. Einnig hefur ráðið staðið að gerð kynningarbæklings fyrir löndin þijú á 5 tungumálum og hefur honum verið dreift víða um heim. Þá er verið að vinna að gerð myndbanda fyrir löndin þijú, sérkenni þeirra og það, sem að- greinir þau. Önnur verkefni eru m.a. að skipuleggja blaðamanna- heimsóknir milli landanna þriggja og stuðning við ferðalög náms- manna milli landanna, skipuleggja fræðslufundi og ráðstefnur fyrir starfsfólk ferðaþjónustu. í Ferðamálaráði Vestur-Norður- landa eiga sæti þrír fulltrúar frá hveiju aðildarlandi. Fulltrúar ís- lands eru Birgir Þorgilsson, formað- ur Ferðamálaráðs Islands, sem er formaður ráðsins, Pétur J. Eiríks- son markaðsstjóri Flugleiða og Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Frá Færeyjum eru Magne Arge, formaður Ferðamálaráðs Færeyja, Jan Mortensen, ferðamálastjóri í Færeyjum, og Heri Mortensen frá Atlantic Áirways. Frá Grænlandi eru Kim Folmann Jorgensen ferða- málastjóri Greenland Tourism, Jens Larsen frá sambandi veitinga- og gistihúsá á Grænlandi og Ole Bi- erregárd forstjóri Gronlandsfly. Framkvæmdastjóri VTB er Inga Sólnes. ■ Magnús Finnsson Gestum til Japans faskk- aöi 1993 í fréttabréfi Japan Travel Bureau segir að fjöldi erlendra gesta tit Japans 1993 hafi verið 3,41 millj- ón og fækkað um 170 þúsund eða 4,8% frá árinu á undan. Þá hafi að vísu verið algert metár en að samdrátturinn sé samt áhyggju- efni og megi sjálfsagt rekja til stöðu jensins á árinu. Fram kemur að það sem af er þessu ári hafi ferðamönnum enn fækkað um 3,1 prósent en einhver merki séu um að botninum hafi verið náð. Flestir útlendingar telja Japan með rétti mjög dýrt en bent er á að með nokkurri útsjónarsemi og góðum undirbúningi sé hægt að ferð- ast þar ódýrt og gisting á ryokans sem eru japönsk gistiheimili sé alls ekki dýrari en miðlungs hótel í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Fjölgun varð 1993 frá gestum í Eyjaálfu en ferðamönnum frá Asíu- löndum fækkaði um 6,3%, Banda- ríkjunum 4,1, Evrópu 0,5 og Suður- Ameríku um 17,2. Þó er vert að hafa í huga að mjög fáir ferðamenn frá S-Ameríku leggja leið sína til Japans og hver breyting til aukning- ar eða fækkunar vegur því þyngra en frá öðrum heimshlutum. Talsmenn japönsku ríkisferða- skrifstofunnar hafa þungar áhyggj- ur af því að fækkun evrópskra ferða- manna fyrstu fjóra mánuði 1993 fækkaði um 3,1 prósent. ítrekað er að þar sem efnahagsástand virðist fara batnandi í Evrópu muni þróun- in nú hægja á sér. ■ FERÐIR UM HELGINA Hið ísl. náttúrufræðifélag NÚ um helgina eftir sólstöður 25. og 26. júní verður farin fræðsluferð vestu>- í Dali, Saurbæ og Klofning.Áhersla verður á leirur, fjörur og fjörulíf í Gilsfirði og Hvammsfirði og sjávar- og ísald- arlokamenjar í Dölum, m.a. í Saurbæ, auk al- mennrar nátt- úruskoðunar. Gist nótt að Laugum í Sæl- ingsdal. Lagt af stað kl. 9 á laugard. Farið vestur Mýrar, um Hnappadal og Heydal og síðan í Búðardal. Stórstreymt er þessa helgi og því fjörur miklar í Hvammsfirði. Farið verður upp í Laxárdal og um kvöldið til gisting- ar í Laugar. Þar er mikil nátt- úrufegurð og þar er einnig gott byggðasafn. Á sunnud. er farið fyrir Klofn- ing og inn í Saurbæ og skoðaðar einhveijar frægustu sölvafjörur á lágrifinu. Hugmyndir eru um vegagerð yfir Gilsfjörð á tveimur stöðum og hafa orðið nokkrar deilur um áhrif slíkrar vegagerðar á lífríki fjöru og fjarðar. Litið verð- ur á vegastæðin og ýmsar menjar í Saurbæ. Síðan er haldið til baka og farið nú um Bröttubrekku. Leiðsögumenn eru Karl Gunn- arsson, þörungafræðingur, og Hreggviður Norðdahl, jarðfræð- ingur. Fararstj. verða Guttormur Sigbjamarson og Freysteinn Sig- urðsson. Skráning og upplýsingar á skrifstofu HÍN. Fí FERÐAFÉ- LAGIÐ hefur á dagskránni eftirfarandi helgarferðir nú 24.-26. júní LJónsmessuferð í Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir um mörk- ina. Eiríksjökull Gist í tjöldum í Torfabæli. Helgina 25. og 26. júní er verið á Þingvöll- um og gist í tjöldum. Fjölskylduferð er í Þórsmörk 1.-3. júlí. Margt til skemmtunar. Ódýr ferð í tilefni árs fjölskyldunn- ar. Loks er að nefna 4ra daga ferð í Skagafjörð 23.-26. júní. Gist að Lónkoti í Sléttuhlíð. Siglt frá Hofsósi í Málmey. Farið um innan- verðan Skagafjörð og gengið á Mælifellshnúk. Jónsmessunætur- ganga á Tindastól. Ferðir í Horn- vík og Hlöðuvík, 10 dagar frá 28. júní-7. júlí. Gönguferðir m.a á Hornbjarg, í Látravík og á Hæla- víkurbjarg. Dagana 1.-6 júlí er Landmannalaugar-Þórsmörk og 9.-16. júlí er ferðin yfir Vatnajökul á skíðum. ■ Takk á nokkrum tungumálum ] Hindi dhanyavaad Kóreska komapsummnida Swahili asante Rússneska spassebla Griska efcharisto Lettneska paldies Búrmíska kyai zoo baadai Bahasa(indónesía) teríma kasih Thailenska khop khoon lbo(m.a. í Nígeríu) imaynah Krio(ýmis V-Afríkulönd tanki Bengali dhonnyobad Hebreska todah Arabíska zukran Vletnamska cam on Lingala(Zaire) malam Samoan(Samóaeyjar) faamolemole Flugminja- satn í Kalí- fornfu í Santa Monica í Kalífomíu er eitt fremsta flugminjasafn í heimi.Þar eru um 30 merkilegar vélar ásamt tveimur fyrstu flugvélunum sem flugu í kringum jörðina, og víðtækt safn orrustuvéla frá seinni heim- styijöldinni. í aðalsal safnsins getur að líta flugvélina New Orle- ans sem flogið var í kringum jörð- ina árið 1924. Þar við hliðina er Voyager sem var fyrsta flugvélin sem var flogið í kringum hnöttin án lendingar árið 1986. Aðrar skrautfjaðrir í flugsafninu eru Amerískir Mustangar P-51, Breskir Hawker Hurricane og Rúss- neskur YAK 3. í safninu eru líka gripir úr fræg- um kvikmyndum eins og furðutæki úr James Bond bíómyndum og the Rocketeer. Og fyrir börnin er flugævintýra- deild sem hefur m.a. eftirmynd af fornaldar flugeðlu í fullri stærð. Viskí í fimm hundruð ár í ÁR eru liðin 500 ár frá því fyrsta skoska viskílöggin var eimuð. Verður mikið um dýrðir og ýmsir viskí-framleiðendur fjármagna um 80 uppákomur í tilefni þessara tímamóta þjóðardrykkjarins. Þar á meðal eru skosku Hálanda- leikarnir og opna skoska Bell-golf- mótið við Gleneagles. Margir viskí- framleiðendur taka á móti gestum sínum með ókeypis kynningu og drykkjarprufum. Skoska viskífram- leiðslan getur rakið rætur sínar allt til ársins 1494. Þessi frægasta fram- leiðsla Skotlands er nú flult út til um 200 landa. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.