Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 5

Morgunblaðið - 24.06.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 C 5 DAGLEGT LÍF FERÐALÖG ða hveiti. im við >g hveitis mín. Setjið deigið í smurt tveggja Iítra fonri. Látið brauðið lyfta sér í u.þ.b. 40 mín. Bakið við 2250 C í um 30 mínútur. Bananakaka (glútensnauð) __________2 egg_______ 3 dlsykur 1 'h dl mjólk 1 'h tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron 4'h dl glútensnautt hveiti 1 dl matarolía eða brætt smjörlíki 2 stórir stappaðir bananar Þeytið egg og sykur. Blandið mjólk og þurrefnum til skiptis saman við eggja- blönduna. Bætið matarolíu eða bræddu smjörlíki og banönum út í. Setjið deigið í smurt form og bakið neðarlega í ofni við 175 O C í um 60 mínútur. Hjónabandssæla án eggja og mjólkur 1 25 g haframjöl 100 g hveiti 100 g heilhveiti 175 g púðursykur 1 tsk. natron 1 25 g mjólkurlaust smjörlíki eða 1 dl matarolía (Vi tsk. salt ef notuð er matarolía) 1 dl kalt vatn rabarbarasulta, sveskju- eða döðlumauk Blandið öllum þurrefnum saman. Mylj- ið smjörlíkið saman við eða blandið mata- rolíunni saman við þurrefnin. Setjið um % hluta blöndunnar í hringlaga mót. Smyrjið sultu yfir. Setjið það sem eftir er af blöndunni yfir sultuna. Dreifið vatn- inu að lokum yfir. Bakið við 200 O C í um 40 mínútur. Vöfflur án eggja 2 dl hveiti eða heilhveiti 1 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanillusykur 'h tsk. kardemomma ef vill 1 'h-2 dl mjólk eða vatn 1 msk. brætt smjörlíki eða matarolía Bræðið smjörlíkið við vægan hita. Blandið þurrefnum saman. Hrærið ll/2 dl af mjólk (eða vatni) saman við ásamt bræddu smjörlíki eða matarolíu. Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt. Bakið deigið, berið fitu á járnið ef þörf krefur. ■ EITT OG flNNAD FYRIR ÚTLITID Nýr dömuilmur G. Gigli er nýr dömuilmur frá ít- alska tískuhönn- uðinum Romeo Gigli. Ilmurinn er mildur, blanda af blómailmi og villt- um beijum, ásamt musk og sandal- viði. G. Gigli kem- ur í 50 ml og 100 ml úðaglösum. Sebamed-húðvörur Sápulausa hreinsiefnið Seb- amed er notað víða um heim á sjúkrahúsum, húðsjúkdóma- deildum og skurð- stofum. Það er án lúts, bakteríu- drepandi, milt með pH gildi 5,5. Um árin hefur verið að bætast í línuna og er t.d. hægt að fá fljót- andi sápu, áburð, krem, sjampó, hárnæringu, svitalyktareyði, sér- staka línu fyrir börn, sólarvörn og nú síðast bættist í línuna nætur- krem. Sebamed-vörurnar eru seld- ar í apótekum. Hudosil-húðvörur Hudosil-húðvörur eru sænskar, þró- aðar af Stock- holms Analytiska Labroratorium AB í samráði við heilbrigðisstéttir í Svíþjóð. Hudosil-vörurnar eru án paraff- ínolíu og vaselínsmyrsla. í staðinn eru í Hudosil-vörunum hreinsaðar lanolínfitur sem hafa litlar fitu- sameindir og smjúga í húðina. Vörurnar eru með lágu ofnæmis- gildi og hráefnin hafa verið reynd. Auk húð-, hand-, og hreinsikrema eru nuddkrem fáanleg, barna- hreinsikrem og í allt er um 20 mismunandi vöruflokka að ræða. Hudosil-húðvörurnar fást í apó- tekum. Nýr kvenllmurfrá Dior Nýr dömuilmur er kominn í verslanir frá Christian Dior og kallast hann Tendre poison. Nýjar vörur í Dior Svelte í líkamslínunni Dior Svelte hafa nú bæst við nýj- ungar, kornagel sem slípar í burtu dauðar húðfrum- ur, mýkir húðina og örvar og létt fljótandi krem sem inniheldur Alp- ha Hydroxy acid sem á að gefa góðan raka, vernda húðina, næra og auka teygjanleika. ■ Margt býr í skoginum HALLORMSSTAÐUR er í hugum margra eitt fegursta skógi vaxna svæði landsins. Skógrækt á Hall- ormsstað á sér langa sögu. Skóg- rækt ríkisins hefur aðsetur í skóg- inum og. sér um daglega umhirðu hans, auk plöntuframleiðslu og til- raunaframleiðslu á borðvið. Þar eru þrír skólar hússtjórnar- skóli, grunnskóli og tónlistarskóli. Þjónusta’ er þar við ferðamenn og tijásafn. íbúar á Hallormsstað 'eru 67. Það er því auðséð að starfsemin er æði mikil og meiri en sýnileg er þegar keyrt er í gegnum skóginn eftir aðalvegin- um. Upphaf skógræktar Danskur skógfræðing- ur, C.E. Flensborg kom á Hallormsstað 1901 í kjölfar þess að sam- þykkt voru lög um vemdun skógarins 1899. Hann taldi ger- legt að hefja þar tilraunir með erlend- ar tijátegundir. Eiginleg skógrækt hófst svo 1903. Árið 1905 var hluti af bújörðinni Hallormsstaður tekinn undir starfsemina. Af þeim tijám sem þá voru gróðursett standa enn fimm blágrenitré. Lítið gerðist á næstu árum. Hinn kunni Guttorms- lundur, sem kenndur er við upphafs- mann hans Guttorm Pálsson skógar- vörð, var gróðursettur 1938 og segja má að með honum hafí menn séð að skógrækt á íslandi var ekki von- laus. Nú er meðalhæð tijáa þar um 16 metrar. Árleg gróðursetning er- lendra tijátegunda hófst svo 1948. Nú starfa sextán manns við skóg- ræktina með einum eða öðmm hætti og á sumrin 25-30. TrjásafniA Á Hallormsstað er að finna einstakt fyrirbæri á íslandi sem er tijásafn. Hafist var handa við að merkja tré og leggja göngustíga um safnið fyrir 3 árum og er nú svo komið að milli 50 og 60 tijátegundir hafa verið merktar. Tijásafnið er ekki safn í hefðbundinni merkingu þess orðs, heldur voru trén merkt á þeim stöðum sem þau stóðu á. Safnið er ekki myndað um trén, trén mynda safnið. Það hef- ur mikið verið sótt af ferðamönnum og enn- fremur hafa skólar komið með börn í heim- sókn. Timburframleiðsla, nýting skógarlns Nýlega eru hafnar tilraunir á Hallormsstað með framleiðslu á borðvið. Framleiðsla á ýmsum varningi úr tijávið .hefur alltaf verið nokkur, en hefur að mestu verið bundin við girð- ingarstaura, arinvið og smíðavið. Sá markaður hefur verið í lægð undan- farið. Því var farið að huga að öðrum möguleikum í nýtingu á því sem til fellur í grisjun. Sög var keypt í vetur sem sagar börkinn burt og trén langsum. Fyrir liggur að mikið mun falla til af 40-50 ára gömlum tijám á næstu árum vegna grisjunar, en þau eru hentug í þessa framleiðslu. Stofnuð var nefnd í þeim tilgangi að finna leiðir til nýtingar á viði er fæst úr grisjunum. Auk þessa er í athugun að breyta kyndingu barna- skólans, íþróttahúsins og sundlaug- arinnar þannig að hægt verði að kynda þau með viðarkurli, en ekki Þór Þorfinnsson, skógarvörður i t * jKS'Í. mm iÖ W I • JTTfiS Ui: Mei Baldri um Breiðafjörð FERÐAMENN erlendir sem innlendir notfæra sér sumar hvert ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, ýmist til að fara út í Flatey og aðrar þekkt- ar eyjar og sömuleiðis stytta leiðina til Vestijarða með því að fara með bílinn á feijunni upp á Bijánslæk. Yfir sumartímann fer Baldur tvær ferðir á dag. Ekki þarf að fjölyrða um að á Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum er sögusvæði Eyrbyggju, Bárðar Snæfellsás og Gísla sögu Súrssonar. Á Breiðafirði mætast elsti hluti lands- ins og nær helmingi yngri hluti lands- ins. Þessi aldursmunur á ríkan þátt í fjölbreytileika náttúru fjarðarins. Þekktust allra BreiðaQarðareyja er Flatey. Þar er mikið fuglalíf en þó ekki síður áhugavert að skoða byggð- ina þar. Verslun hefur verið í eynni frá því um miðja 18. öld og mannlíf var þar með miklum blóma og um langa hríð var það mikið menningar- setur. Þar er gömul bókhlaða frá 1864 og kirkjan í Flatey er mynd- skreytt af Baltasar. Mörg gömlu hús- anna hafa verið gerð upp svo að til sóma er. Margir kjósa að stoppa í Flatey á meðan Baldur fer upp á Bijánslæk en aðrir dvelja lengur. í Flatey bjóða Flateyjarferðir upp á siglingu um eyjarnar en þar er víða tilkomumikið stuðlaberg svo sem í Hergilsey. Flateyjarferðir sigla einnig að Stað í Reykhólahreppi. ■ Úr Guttormslundi olíu eins og nú er. Þar er komin hentugur kostur til nýtingar á yngri tijám sem ekki væri hægt að nota í borðvið. Samkvæmt skýrslu dansks sérfræðings er þetta mögulegt og verður væntanlega byijað að kurla mjög bráðlega. Þjónusta í skóginum Ferðamenn fjölmargir leggja leið sína í Hallormsstað á ári hveiju. Er þar að finna ýmsa þjónustu við þá. Tjaldstæðið rómaða í Atlavík, Eddu- hótel, sumargistingu í Hússtjórnar- skólanum og greiða- og bensínsölu. Nú er einnig verið að vinna í því að opna skógana fyrir ferðafólk með því að skipuleggja um þá gönguleið- ir. Fullyrða má að gönguferð um skóginn veiti gestum ánægju og and- lega sem líkamlega endurnæringu. ■ - Benedikt Sigurðsson • Fylgst með við- gerð á Vermeer ÞEIR sem eiga leið um Haag í Hol- landi geta fylgst með viðgerðum á tveimur málverkum eftir Jan Verme- er van Delft án þess að þurfa að borga fyrir sig inn á safn. Maurits- huis-safnið á tvær myndir eftir hol- lenska meistarann, aðra af stúlku með perlu og bæjarmynd frá Delft. Það ætlar að lána þær á sýningu sem verður fyrst haldin í National Gallery í Washington og flutt í Mau- ritshuis-safnið í mars 1997. Myndirnar eru yfir 300 ára gaml- ar og þurfa á viðgerð að halda. Hið vandasama verk er unnið í húsa- kynnum undir torgi fyrir framan safnið. Sérstakur gluggi hefur verið gerður á torgið tii að hleypa inn dagsljósi en hann veitir vegfarendum einnig tækifæri til að fylgjast með viðgerðunum. Þeir sem hafa áhuga á að fræð- ast nánar um Vermeer og viðgerð- imar geta gert það inni á safninu. Þar hefur sérstakur salur verið útbú- inn við hlið viðgerðarherbergisins og hægt að fylgjast betur með verkinu þar. II \ Komin aftur! Og nú einnig á sœnsku Hin vinsæla, íslenska landkynningar og matreiðslubók hefur nú verið endurútgefin. Ljúffengir, séríslenskir réttir, ásamt stórbrotnum ljósmyndum af landi og þjóð, gera þessa bók að tilvalinni gjöf til vina erlendis. Fæst á ensku, þýsku og sænsku. Bókaforlagið Njála Síini 61 44 33 Jóhanna Ing\’arsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.