Morgunblaðið - 24.06.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 24.06.1994, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FATAHÖNNUÐURINN Ingibjörg Ólafsdóttir ásamt Sævari Kristinssyni framkvæmdastjóra hjá MAX og Vernharði Guð- mundssyni íklæddum verðlaunagallanum. U tivistarf atnaður við íslenskar aðstæður Á ÞRIÐJA hundrað til- lögur bárust í hönnun- arsamkeppni, sem MAX efndi til undir yfirskrift- inni „Útivist ’94“. Dóm- nefndinni var því nokkur vandi á höndum þegar kom að því að velja verð- launatillögurnar, en fatnaðurinn átti að henta til útiveru við ís- lenskar aðstæður og voru nýju vatnsheldu MAX-TEX öndunarefnin kynnt sem æskilegt hrá- efni. Tilgangur keppninnar var að efla íslenska fata- hönnun, fá hugmynda- smiði og hönnuði til að koma hugmyndum sín- um á framfæri og benda hönnuðum á þá mögu- leika, sem þeir hafa með samstarfi við fyrirtæki eins og MAX. Áð sögn Sævars Kristinssonar, framkvæmdastjóra hjá MAX, voru tillögumar jafn fjölbreyttar og þær voru margar og hönnuðirnir margir hveijir útivist- arfólk úr öllum starfsstéttum. Einnig bárust margar tillögur frá íslenskum hönnuðum, búsettum erlendis. Veitt voru þrenn verðlaun auk þess sem allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal. Fyrstu verðlaun námu 100 þúsund krónum og önnur og þriðju verðlaun námu 25 þúsund- um króna. Að sögn Sævars má fast- lega reikna með að samkeppni á borð við þessa verði árlegur viðburð- ur hjá MAX í framtíð- inni. Ingibjörg Ólafsdóttir hlaut 1. verðiaun fyrir tvískiptan galla, jakka og smekkbuxur. Fatn- aðurinn er léttur og lip- ur og getur hentað bæði fyrir dömur og herra. Samfestingur fyrir hestamenn, tillaga Bryndísar Böðvars- dóttur, hlaut 2. verð- , laun. Hönnuðurinn lýs- ir í smáatriðum öllum þeim þáttum, sem óskaflík hestamanna þarf að búa yfir. MAX hefur á undanfömum árum framleitt sér- staka samfestinga fyr- ir hestamenn, sem verslunin Reiðsport hefur markaðssett, en þessi nýja hugmynd býr yfír mörgum góð- um endurbótum á þeim galla. Úlpur og vesti fyrir alla kallar María Manda tillögu sína sem hlaut 3. verðlaun. Tillagan er mjög vel framsett og sýnir á skýran og smekk- legan hátt fjölbreytileika, sem hægt er að bjóða með samræmdum sniðum og tiliögum. Dómnefndina skipuðu Anna Gunn- laugsdóttir, Halldór Hreinsson, Ari Trausti Guðmundsson, Sigurður Þor- valdsson, Sólbjört Gestsdóttir og Sævar Kristinsson. ■ of-' ■ 'W- * s Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Ólafsdóttir, fatahönnuður, hlaut 1. verðlaun fyrir tvískipt- an galla, þ.e. jakka og smekkbuxur. Á mynd- inni má sjá Vernharð Guðmundsson klæðast frumgerðinni, sem er úr MAX-TEX vatns- heldu öndunarefni. Margar tegundir þörunga sem hægt er að tína í fjörum og nota við matargerð Á ÍSLANDI eru um tuttugu gerðir af ætum þörungum en einungis hafa þtjár tegundir verið borðaðar hér að ráði, söl og síðan marín- kjarni og fjörugrös sem í gamla daga var notað til að þykkja grauta. Margir vilja halda því fram að þang og þari sé hollara en jafnvel íjölvít- amín og Jap- anir trúa því að það sé ekki einungis gott fyrir líkam- ann heldur sálina sjálfa Iíka. Hver Japani borðar að meðaltali um 16 kíló af þörungum á ári þannig að þeir ættu að vita það! Núna nota margir snyrtivöruframleiðendur þessa sjávarafurð í framleiðslu sína og hjá mörgum Asíuþjóðum eru þörungar daglega á borðum. Sumar þörungategundir hafa heilsuverslanir hérlendis verið að flytja inn frá Japan og hefur kílóið af þeim þá kostað fleiri þúsundir. Þörungana er hins vegar hægt að tína hér í fjörunum. Þang og þari Úti í heimi eru margar tegundir þörunga hafðar til matar. í Suð- austur-Asíu þar sem þörungar eru hluti af daglegri fæðu fólks er mest borðað af purpurahimnu, beltisþara og þarategund sem heit- ir Wakame og líkist íslenskum marínkjarna. Að sögn Karls Gunnarssonar sjávarlíffræðings hjá Hafrann- sóknastofnun eru þörungar sam- heiti yfir marga hópa plantna. Þeir eru fjölbreyttastir í sjó og vötnum. Um 250 tegundir þörunga Beltisþari. Stórar, brúnar blöðkur sem sitja á stilk (þöngli) sem er festur við klöppina með greinóttum festusprotum (þöngulhaus). Lengd 0,5-2,0 m. Vex neðst í grýttum fjör- um eða klapp- arfjörum. vaxa á sjávar- botni við strend- ur íslands. Þeir skiptast í rauð-, græn og brún- þörunga. Þang og þari eru mest áberandi en hér við land eru nokkrar teg- undir þangs og þara. Um 250 tegundir sala, kólgu- grös og purpurahimna, rauðþör- ungar, þang og þarategundir, m.a. brúnþörungar og grænþörungar, eru t.d. slavak og maríusvunta. Ekki tína í borginni - Hvernig er hægt að finna út hvaða þörungar eru ætir og og hveijir ekki? „Það er til ágætur bæklingur, Fjörulíf, sem hægt er að styðjast við þegar farið er í fjöruferð því þar eru myndir af algengustu þör- ungategundum. Sumar tegundir er mjög auðvelt að þekkja og aðr- ar ekki. Hins vegar þarf að passa að leita ekki þörunga þar sem skólp og óhreinindi eru.“ Karl bendir á að því sé ekki ráðlegt að fara í fjörurnar í borginni í þessum er- indagjörðum, að minnsta kosti ekki fyrr en búið er að hreinsa þær betur. Það þarf ekki að fara langt út fyrir borgarmörkin, á Kjalarnesi er ágætt að tína þörunga, á Vatns- Marinkjarni er brúnn að lit og lengdin er 'h—2 metrar. Vex allra neðst í fjör- unni, einkum þar sem brims gætir. Greini- leg miðtaug og himnu- kenndur fald- ur. Aflangar gróblöðkur á stilk. leysuströnd og í Hvalfirði. Flóð og fjara er tvisvar á sólarhring. Sjávarföll breytast reglu- lega og eru mest á tveggja vikna fresti, um svipað leyti og tungl er nýtt eða fullt. Þá er sagt að sé stór- streymt. Minnst eru sjávarföll á um tveggja vikna fresti þess á milli. Þá er smástreymt. Hægt er að fá flóðatöflu hjá Sjómælingum íslands til að fylgjast nákvæmlega með flóði og fjöru. Má þurrka, frysta eða nota ferskt Karl segir ákaflega mismunandi bragð af tegundunum og bendir á að það sé mismunandi í hvaða rétti þær séu notaðar. „Yfirleitt eru þörungar steinefnaríkir, fitusnauð- ir og margir hveijir mjög vítamín- ríkir.“ Alls eru um 250 þörungategund- ir við landið en eins og áður sagði eru um tuttugu þeirra ætar. Það má með góðum árangri nota alla þessa tuttugu matþörunga sem finnast við landið í matargerð, sumar tegundir má þurrka og geyma þannig í marga mánuði, það má nota hráefnið í súpur, sem Þörungar sem hæfir eru til matar eru yfir- leitt mjög pró- teinríkir, inni- halda mikiö C-vítamín, steinefni, kalk, B-vítam- ín og karótín. Þörungar eru ríkir afjoói. Ef menn villast af leið er um að gera að halda ró sinni FERÐALÖG til útlanda eru orðin hluti af því sem kalla má lífsmunst- ur íslendinga þó menn hafí auðvitað misjafnar skoðanir á því hvemig þeir kjósa helst að haga ferðum sínum á erlendri grundu. Sumir kjósa pakkaferðir með ís- lenskri fararstjóm til að þurfa að hafa sem minnst fyrir skipulagn- ingu, en aðrir kjósa að vera á eigin vegum og krefst sá ferðamáti mun meiri skipulagn- ingar af hálfu ferða- langans sjálfs en ella. Einhver tungumála- kunnátta er og nauð- synleg í slíkum ferðum auk þess sem ferða- maðurinn verður að vera reiðubúinn að leysa sjálfur úr þeim vandamálum er upp kunna að koma. Einn er sá ferðamáti, sem að undanförnu hefur notið sívaxandi vinsælda, en það er það sem í daglegu tali er kallað „flug og bíll“. Óhætt er að fullyrða að íslendingar verða með hveiju árinu æ veraldarvanari og víla það nú orðið ekki fyrir sér að bregða undir sig betri fætinum til fjar' lægra landa. Það má til sanns vegar færa að fyrir þá, sem hafa yndi af ferðalögum, er fátt eitt skemmtilegra en að vera á ókunnum slóðum, kynnast menningu og lífshátt- um annarra þjóða og upplifa í leiðinni skemmtileg ævintýri. Fjöldi ferðamöguleika er í boði ár hvert og keppast íslensku ferðaskrifstofurnar um að bjóða upp á nýja áfangastaði, sem þær sömuleiðis gera sér vonir um að slái í gegn hjá landanum. Einn er sá ferðamáti, sem að undanförnu hefur notið sí- vaxandi vinsælda, en það er það sem í daglegu tali er kallað „flug og bíll“. Heimavinnan Eflaust liggur það misvel fyrir mönnum að tileinka sér ný „heim- kynni“, en ef menn vinna heima- vinnuna sína nægjanlega vel, þarf akstur erlendis ekki að vera svo ýkja flókinn, segir Björn Pétursson, formaður Félags íslenskra bifreiða- eigenda, en félagið hefur á undan- förnum árum staðið fyrir námskeið- um í akstri erlendis í samvinnu við ferðaskrifstofur og tryggingafélög. Daglegt líf forvitnaðist nánar um það sem þar fer fram. Að sögn Bjöms er aðalatriðið það að hafa í farteskinu góð vegakort auk þess sem pottþéttur framsætisbílstjóri, sem t.d. gæti gengt hlutverki yfir- kortastjóra, sakar ekki, en frumskil- yrðið er það vissulega að kunna að lesa rétt út úr kortunum. „Hvert námskeið stendur yfir í eina kvöldstund. Við byijum á því VIÐ skipulagningu bílferðar um ókunnar slóðir þarf að ætla sér rúman tíma. að fara yfir umferðarreglurnar. Síð- an tökum við fyrir kortalestur og þá ferðatryggingar. Við förum gjarnan yfir samning frá erlendri bílaleigu og köfum niður í smáa letrið, en oft á tíðum leggja bílaleig- urnar fast að viðskiptavinunum að kaupa fiestar ef ekki allar þær tryggingar, sem á boðstólum eru, þó menn séu með allar tryggingar á hreinu fyrir brottför. Eðlilegar bílatryggingar ættu að duga þegar leigður er bíll erlendis og í sumum löndum er ekki hægt að fá bílaleigu- bíla nema að kaupa þjófatryggingu með ákveðinni sjálfsábyrgð. Aðrar tryggingar ættu að vera óþarfar. Yfirleitt eru menn búnir að farang- urs- og slysatryggja sig áður en þeir leggja af stað að heiman.“ Umferðarreglur Björn bendir fólki gjarnan á það að fá sér rúnt í strætó þegar það kemur á nýjar slóðir til þess að setja sig inn í umferðarmenningu viðkomandi borga og bæja. Um- ferðarreglur eru í grundvallaratrið- um ekki mjög frábrugðnar þeim sem við þekkjum á íslandi. Mestu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.