Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.06.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 C 3 krydd eða jafnvel borða sem snarl. Vilji fólk þurrka þang þá er ágætt að setja það á grisju ofan á ofn og leyfa því að þoma þannig. Beltisþarann er ágætt að brytja í búta og sjóða með hrísgijónum. Bæði gefur það' sérstakt bragð og hrísgtjónin loða líka betur saman. Purpura- himnuna segir Karl að gott sé að steikja í olíu með sesamfræjum og hella yfir hrærðum eggjum og búa til eggjaköku. Sölin má borða eins og harðfísk. Söl gefa líka gott bragð í sós- ur. Flestar tegundirnar má steikja aðeins á pönnu til að mýkja upp og nota með físki og Karl bendir á að Maríusv- unta sé gott krydd í ýmsa rétti. Víða erlendis hafa verið gefnar út matreiðslubækur um þörunga en enn sem komið er er ekki til nein bók á íslensku um söfnun og matreiðslu þör- unga. Það stendur þó kannski til bóta. Er hægt að skapa fólki vinnu vlð vlnnslu matþörunga? Karl segir að undanfarið hafi nokkuð verið gert af því að kynna þörunga til matar og nýlega vom staddir hér á landi Kínveijar sem voru að kynna ekki síst matþör- unga og hvernig þeir eru nýttir í þeirra heimalandi. Sumir hafa séð möguleika á atvinnuskapandi verk- efnum í þessu sambandi og hafa ýmsir sýnt áhuga á að vinna mat- þörunga. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Sölin eru rauðleitar blöðkur en oftast gul- leitar í endana, lengd 10-40 sentímetrar. Sölin vaxa um og neð- an við miðja fjöru. Myndar sumstaðar samfellt belti neðst í fjörunni. DAGLEGT LÍF Gamalt hús með sérstakan anda og vænar vörur Lampi Sigrúnar og karfa eftir Margréti Morgunblaðið/Emilía EIGENDUR að Kirsubeijatrénu, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Margrét Guðnadóttir og Arndís Jóhannsdóttir. Myndlist og handíð og starfar sem myndlistakennari. Hún hefur aða- lega unnið í textíl, og hefur prófað sig áfram með flókann meðfram starfinu. „Þetta er mjög skemmti- legt. Flóki er ullin á fyrsta stigi, þegar ekkert er búið að vinna með hana. Ég þæfí hana fyrst og svo bý ég til voðir, ég nota til þess alda- ÞAÐ eru hangandi ullarvoðir, furðu- fuglar og bláir hvalir, veski úr marg- litu steinbítsroði, skræpóttar tágak- örfur í öllum stærðum og gerðum, sérkennilegar bækur og bréfsefni. Innréttingin er fornleg, og það brak- ar í gólfínu því að húsið er gamalt. Það er við Vesturgötuna og þar er ný búð sem selur íslenskt handverk. Búðin heitir því rómantíska nafni Kirsubeijatréð. Það eru fímm eigendur að Kirsu- berjatrénu ; Margrét Guðnadóttir körfugerðarkona, Anna Þóra Karls- dóttir sem vinnur úr flóka, Arndís Jóhannsdóttir sem vinnur úr stein- bítsroði, Sigrún Kristjánsdóttir sem gerir húsgögn og litla tréhluti, og svo hlutafélagið Randalín hand- verkshús frá Egilsstöðum sem selur aðalega bókbandsvinnu og vefnaðar- vöru í Kirsubeijatrénu. Húsið fæddl af sér hugmyndina Sigrún segir að húsið hafi fætt af sér hugmyndina um búðar- reksturinn. „Húsið er svo sjarmer- andi, gamalt og sérstakur andi hérna. Auðvitað á það ekki allan þátt í því sem við erum að gera, við höfum gert það sem við gerum núna í mörg ár. Við erum loksins að koma fram með okkar hluti, og besta kynning sem býðst er að reka svona búð.“ Samstarfíð hófst með Sigrúnu og Margréti, þegar Brúðuhúsið var enn í húsinu. Þá skiptist plássið í tvær búðir, Brúðuhúsið annars vegar og Kirsubeijatréð hinsvegar, svo hætti Brúðuhúsið og þær fóru að leita að meðeigendum. „Við völdum meðeig- endur eftir því sem þeir voru að gera en ekki eftir persónum. Við vildum að hér yrði selt eitthvað sér- stakt, ekki myndir eða skartgripir, heldur þrívíddir hlutir, sem væru einstakir.“ Aðeins Sigrún og Mar- grét þekktust áður, svo komu Arn- dís og Anna Þóra og hlutafélagið Randalín inn í reksturinn. Þær höfðu allar vitað af hver annarri, enda hafa þær allar fjórar kennt á nám- skeiðum út um landið, m.a. hjá Randalín á Egilsstöðum, og jafnvel verið á námskeiðum hjá hver ann- arri. Sigrún lærði húsgagnahönnun og Flókaveski eft- Veski úr stein- ir Önnu Þóru bítsroði eftir Arndísi smíði í Hollandi, og selur margskon- ar tréhluti í búðinni, frá Iitlum tré- dýrum uppí stærri húsgögn. „Litlu og ódýrari hlutirnir seljast mest, enda er fólk oft að leita að lítilli og sérstakri tækifærisgjöf. En það er hægari sala í stærri og dýrari hlut- unum og fólk kaupir þá frekar fyrir sjálft sig. Annars greiðir góð sala í litlu hlutunum fyrir að frekar er hægt að nostra við stóru og vand- aðri hlutina, án þess að tapa á þeim.“ Litað stelnbítsrod og flóki Arndís lærði söðlasmíði í Eng- landi, og fór að vinna með sútað steinbítsroð fyrir 11 árum. Hún litar roðið og býr til veski, töskur og skál- ar úr roðinu. Það er mikil vinna sem stendur á bak við hvert veski og roðið vandmeðfarið. Þegar hún er spurð hvort að vörurnar séu ekki náttúruvænar, þá svarar hún bros- andi;„Við viljum frekar kalla þær vænar vörur, því okkur fínnst nátt- úruvænt eitthvað svo ofnotað orð.“ Anna Þóra er myndlistamaður frá gamla aðferð sem þekkist frá hirð- ingjum i Asíu. Ullin er sett í ákveð- ið mynstur og bleytt með heitu vatni og rúllað upp, svo úr verður voð.“ Fléttar kðrfur fyrlr framan sjénvarplð Margrét lærði körfugerð þegar hún var út í Bandaríkjunum, en þar er mikil körfugerðarhefð. Körfunar eru unnar úr bambus frá Asíu, sem hvergi þekkist nema þaðan. „Ég hef búið til allt að 500 körfur á einu ári, ég flétti körfur oft fyrir framan sjónvarpið, og tek stundum frekar videómynd heldur en að fara á bíó, því ég kann ekki einhvern veginn við það að vera að flétta körfur í bíó“, segir hún hlægjandi. Hugmyndlr eru dýrmætar Þær framleiða allt sjálfar sem þær selja í búðinni, og þurfa þess vegna að framleiða látlaust. Þær eru allar sammála um að það verði að vinna vel úr hverri hugmynd því að hug- myndir eru dýrmætar. Þær segja að húsnæðið sé ódýrt og lítið þurft að gera við, og því sé mögulegt að halda vöruverði niðri. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir munar þó um að erlendis er oftast farið eftir þeim. íslendingar þurfa sérstaklega að taka tillit til aksturs sporvagna og umferðaijámbrautar- lesta sem em óþekkt samgöngu- tæki á íslandi. Ennfremur ber að huga að reglum um hámarkshraða jafnt sem lágmarkshraða og akstri á hraðbrautum, en helsti munur á hraðbraut og þjóðbraut er sá að á hraðbraut áttu að geta haldið hindr- unarlaust áfram. Á þjóðbraut þarftu að taka tillit til hliðarakandi. „Hámarkshraði á hraðbrautum er misjafn eftir löndum og fer hann yfirleitt lækkandi ef skyggni er slæmt eða rigning. Ávallt skal taka fram úr vinstra megin á hraðbraut, en ekki hægra megin og hafa ber í huga þá lífsnauðsynlegu reglu að hafa hæfilegt bil milli bfla. Þegar ekið er á eftir öðmm er æskilegt að vera í fjarlægð einnar og hálfrar sekúndu þess hraða sem el:ið er á. Stöðvunarvegalengd er samansett af viðbragðsvegalengd, sem er sá spotti sem bíllinn rennur frá því að bílstjóri sér hættuna og þar til hann treður á bremsunni, en þá tekur við hemlunarvegalengd, sem er sá spotti sem bíllinn rennur eftir að hemlun hófst og þar til hann stöðv- ast.“ Ákveðin spenna og hærri blóð- þrýstingur fylgir akstri á hrað- brautum. Því er ágætis regla að stoppa á klukkutíma fresti í smá- stund til þess að hvíla sig, segir HÁMARKSHRAÐI á hraðbrautum er misjafn eftlr löndum og fer lækkandi ef skilyrði eru slæm. Bjöm. „Nauðsynlegt er að hafa öll skilningarvit vel opin og eftirtektina í lagi. Ökumaðurinn verður að vera vel meðvitaður um umferðarmerkin og þekkja muninn á boðmerkjum, bannmerkjum og leiðbeininga- merkjum. Ef fólk þekkir lögun merkjanna og þar með merkingu þeirra er það fljótara en ella að taka við sér þegar út í hringiðuna er komið.“ Rúmur tími Bjöm segist eindregið ráðleggja þeim, sem hyggja á akstur erlendis, að afla sér alþjóðlegs ökuskírteinis þó þess sé ekki krafist alls staðar. Hinsvegar séu til lönd þar sem að slíkra pappíra sé beinlínis krafist komi eitthvað upp á. Nefna mætti Grikkland, Sovétríkin og Spán. „Við skipulagningu bílferðar um ókunnar slóðir þarf að ætla sér rúman tíma, en villist menn af leið, er um að gera að halda ró sinni, beygja út af á næsta bílastæði, leggjast yfír kort- ið og líta á það sem lítið ævintýri." ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Notkun tölvu við kennslu misþroska barna hefur jákvæð áhrif REYNSLAN hefur sýnt að notkun tölvu við kennslu barna með misþroska einkenni hjálpar til við að minnka áhrif hreyfi- vanhæfni, eykur áhuga, einbeitingu og styrkir sjálfstraust. Tölvunotkun í staf- setningu og skrift ger- ir leiðréttingar og breytingar auðveldari og gefur möguleika á mismunandi letri, stafagerðum og myndum auk þess sem árangurinn verður alltaf snyrtilegur. Þetta eru megin niðurstöður sæn- skrar rannsóknar á notkun tölva við kennslu barna með misþroska ein- kenni. Þátttakendur í rannsókninni voru börn og unglingar á aldrinum 7-13 ára sem hafa misþroska ein- kenni. Til að skera úr um það hvort barn væri með misþroska einkenni voru gerð nokkur próf og athuganir varðandi ýmis frávik í hreyfiþroska, skynúrvinnslu og einbeit- ingu. í sérfræðingahópn- um voru sálfræðingur, talmeinafræðingur, sér- kennari og kennslu- stjóri í Folke Bernadotte skólanum. Átta nem- endur voru teknir í athugunarhóp og jafnmargir í samanburðarhóp. Þessir nemendur þurfa allir á sérkennslu að halda. Áður en hin eiginlega rannsókn hófst voru hóparnir athugaðir með tölvu- prófí hvað varðar einbeitingu, staf- setningu og stærðfræðikUnnáttu. Rannsóknin var gerð í almennri kennslu í skólanum. Til lengri tíma litið má ætla, að nemendur geti orð- ið sjálfstæðari með hjálp tölvu. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.