Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 7

Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ1994 C 7 FERÐALÖG Það er örugglega börnum og fullorðnum ógleyman- legt að hjóla meðfram Móselánni, stoppa af og til og fá sér hressingu, teyga að sér ilminn af gróðrin- um og hlusta á fuglasönginn. Römer-express heitir lestin sem ferðamenn geta farið með í skoðunarferð um borgina í sund með krakkana Hægt að grilla úti Það er hægt að fara í sund í Tríer og næsta nágrenni. Til að mynda eru tvær útisundlaugar í Tríer, ein í Konz sem er rétt hjá Tríer, önnur í Ruwertal in Mertesdorf og ein í Saarburg. Þær eru á ýmsum öðrum stöðum í Móseldalnum og bara að spyrja á hverjum stað um næstu úti eða innisundlaug. Hægt er að grilla víða við Móselánna eða fara með tilbúið nesti og borða við ánna Skemmtigarður Það tekur tæpa klukkustund að aka í skemmtigarðinn Eifelpark við Bit- burg en þar er ýmislegt að finna sem gleður barnssálina. Brattar rennibrautir, sigling á gúmmíbátum, rússíbani, rólur á risasveppi, vatnsrennibrautir, le- starferðir, og allskyns dýr. Þetta er sýnishorn af því sem í boði er. Leikfangasafn Við Nagelstrasse í Tríer er leik- fangasafn og það hafa bæði full- orðnir og börn gaman af að skoða. Safnið er á þremur hæðum með um 5000 leikföng til að dást að. Þarna eru járnbrautir, dúkkur, dúkkuhús, bangsar, rugguhestar og svo mætti áfram halda. Leikföngin eru allt að tvö hundruð ára gömul. Safnið er opið daglega frá ellefu til fimm. Siglt á Móselánni Á hvetjum degi er hægt að fara og sigla á Móselánni. Hægt er að fara í einnar klukkustundar sigl- ingu en líka í lengri ferðir. Veiting- ar eru seldar um borð. Á ýmsum stöðum eru útigrill sem almenningur getur haft afnot af og yfirleitt eru þá borð og bekkir í næsta nágrenni. Þýskar matvörú- verslanir er skemmtilegt að heim- sækja og það getur verið gaman fyrir börnin að borða úti. Þetta er aðeins sýnishorn af því sem fjölskyldufólki stendur til boða í Tríer og næsta nágrenni. Auk þessa eru dýragarðar á næstu grös- um, litlir skemmtigarðar, útimark- aðir og stundum eru farands tívolí í heimsókn. í Tríer er gott að vera með börn því þrátt fyrir ferða- mannastraum er borgin róleg, nóg af ísbúðum, freistandi ávaxtamark- aðir og meira að segja Mac Donalds á aðalgötunni. Ég ætla nú að bíða með að tilkynna börnunum á mínu heimili að frá Tríer taki ekki nema fjóra til fimm tíma að keyra að Éuro Disney garðinum í Frakk- landi. Það bíður betri tíma. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Hieyfingar á gullforða í NÝJASTA hefti Asiaweek er birtur listi yfir þær 75 þjóðir sem eiga mestan gullforða. Bandaríkin eru þar í efsta sæti og síðan koma Þýska- ' land, Sviss, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía, Japan, Austurrííd og Bretland. Sömu lönd voru á topp-tíu lista frá 1980 sem birtur er til samanburðar. Það sem er hvað eftirtektarverð- ast við nýja listann er að hjá mjög mörgum löndum hefur gullforði minnkað til muna eða staðið í stað. Meðal þeirra ríkja sem mjög hafa gengið á gullforða sinn eru Portúg- al um 28%, Belgía 27%. Kanada um helming. S-Afríka um 45%, Mexíkó um 67% og Ungveijaland um 95%. Nokkur ríki hafa bætt sinn hag og þar er á blaði m.a. Finnland, Filippseyjar, Indónesía, Indland, Libya, Pakistan, Perú, Qatar, Sam- einuðu arabísku furstadæmin, Zimbabwe og Bangladesh. Þess skal þó getið að gullforði sumra þriðja heims landa er mjög lítill þó svo hann hafi aukist í prósentum. Zaire í heimsmetabókina AFRÍKURÍKIÐ Zaire hefur komist í heimsmetabók Guinnes í fyrsta skipti. Ástæðan er sú að í landinu var mesta verðbólga í heiminum 1993, eða 8.319%. Þetta er hæsta verðbólga í heimi síðan í heimsstyijöldinni síðari og slær Zaire „verðbólgulöndunum" Argentínu og Bólivíu hressilega við. Manninum, sem er kennt um að Zaire hlýtur þennan vafasama heið- ur, er Faustin nokkur Birindwa sem var forsætisráðherra lungann úr síð- asta ári. Mobuiu forseti rak hann úr starfi í janúar sl. Fjölmiðlar í land- inu segja að hann beri ábyrgð á verð- bólgumartröð landsins. Öðrum fínnst það veruleg einföldun á málinu og hvíslað er um spillingu meðal æðstu manna og það sé ekki nýtt af mál- inni. Hvað sem því líður hefur Faust- in verið ákærður fyrir fjárglæfra og brask, en hann kom sér vel fyrir á verðbólgutímabilinu, m.a. seldi hann ýmsum einkavinum sínum allmargar fasteignir ríkisins og keypti 18 hús handa sjálfum sér. ■ Sjö milljónir kristinna í Kína í BEJING Review segir að á síðustu þremur árum hafi kristnum mönnum fjölgað mjög í Kína og séu nú 7 milljónir en voru 2,6 milljón- ir þegar Alþýðulýðveldinu var komið á laggirnar. Flestir eru mót- mælendur. Tíu milljón eintökum af Biblíunni hefur verið dreift og er sú bók í Kína sem hefur verið prentuð í stærstu upplagi að „Rauða kveri Maos“ undanskildum. Þá segir í greininni að nú séu um átta þúsund kirkjur í landinu og frá 1991 hafi verið byggðar eða endur- byggðar nánast í hveiju ríki í land- inu. í greininni er vitnað í K.H. Ting, biskup í Nanjiin þar sem hann segir að víða erlendis hafi menn ónóga þekkingu á stöðu trúmála í Kína og halda að stjórnvöld hafi reynt að bregða fæti fyrir starfssemi krist- inna manna í landinu en það eigi sér ekki stoð í veruleikanum. ■ 1 MÁNAÐARINS Hótel Rubinen í Gautaborn ÞAR SEM Gautaborg er iðnaðarmiðstöð fyrir Suður-Svíþjóð og vinsæl sýningar- og samgöngumiðstöð eru mörg hótel í borginni. Flest bera þau þess merki að vera ætluð fólki í viðskiptaerindum; dýr og stór, með góða þjónustu en ópersónulega. í miðborginni er þó eitt hótel, sem sker sig úr að ýmsu leyti, Hótel Rubinen við aðalgötuna, Kungsportsavenyn 24. Hótelið er búið öllum helstu þægindum, en er auk þess nota- legt. Anddyrið er líflegt og fyrir utan er gangstéttarkaffi þegar viðrar. En það er þó ekki síst morgunmaturinn sem verður lengi í minnum hafður meðal gesta, sem gefa sér tíma til að njóta hans. Hótel Rubinen er í eigu Reso- keðjunnar, sem á hótel víða um Svíþjóð, Noreg, Finnland og nokkur í Rússlandi. Hótelið tekur 185 gesti og þeir sem ekki reykja geta fengið reyklaus herbergi. 011 em herbergin smekklega búin og fremur rúmgóð og baðherbergin eru bæði falleg og þægileg. Þar er auðvitað minibar og kapalsjónvarp auk þess sem hægt er að horfa á kvikmyndir af myndbandskerfi hótelsins, en fyrir það verður að greiða sérstaklega. Ráðstefnu- og fundarherbergi eru til reiðu. Vel í sveit sett Velja má milli einmennings- og tvímenningsherbergja í þremur stærðum og svo lítillar svítu og brúðarsvítu. Verð einmenningsher- ANDDYRI Hótels Rubinen í Gautaborg er líflegt og fyrir utan er gangstéttar- kaffi þannig þegar viðrar. HERBERGIN eru smekklega búin og fremur rúmgóð og hægt er að fá herbergi, sem að- eins eru boðin reyklausum. bergja er frá um 10 þús. ÍKR en 2ja herbergja frá um 12 þúsund. Um helgar gildir sérstakt verð, frá um sex eða átta þúsundum. Hótelið er á eink- ar heppilegum stað þarna við Kung- sportsavenyn. Gat- an er lífleg, en jafn- vel á herbergjum sem snúa út að göt- unni verður gestur ekki var við um- ferðina, því glugga- rnir eru firnavel einangraðir. Lista- safnið er skammt frá hótelinu, fyrir neðan það er svo gamla leikhúsið og heldur lengra, en samt í góðu göngu- færi er gamla hverfið í Gautaborg, göngu- og verslunargötur. Allt í kringum hótelið eru matstaðir, bæði við Kungsportsavenyn og í litl- um hliðargötum og tveir veitingastaðir og bar eru á sjálfu hótelinu. Munnur og magi Morgunverðurinn er borinn fram í stór- um og björtum sal, með útsýni yfir Kungsportsavenyn. Boðið er upp á mynd- arlegt hlaðborð sem jafnvel hinn víðföri- asti gestur getur glaðst yfir og einnig gleðja sérsænskir réttir munn og maga. Þarna er allt þetta - venjulega á góðu morgunverðarborði, svo sem jógúrt og aðrar sýrðar mjólkurafurðir, ásamt því sem gott er með. Á öðru borði eru margar brauðtegundir, bæði sætt brauð á sænska vísu og venjulegt brauð og meðlæti í miklu úrvali, vínarbrauð og annað sæta- brauð og nýir ávextir. Á þriðja borð- inu eru bæði appelsínur og greip, sem gestir geta pressað að vild, auk safa í könnum fyrir þá værukæru. Á fjórða borðinu er brauðjárn fyrir þá sem vilja útbúa sér heitt brauð, en við hliðina á því er vöfflujárn og deig, svo hver getur bakað vöffl- ur að vild ... og þvílíkar vöfflur! Meðlætið er heldur ekki af lakari endanum, þeyttur ijómi, sultur úr heimskautsbeijunum „lakka“ og bjarnarbeijum, auk mösursíróps úr Vesturheimi. ■ Sigrún Davíðsdöttir •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.