Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 1

Morgunblaðið - 24.06.1994, Side 1
Flugferðum til Hafnar verður fjölgað um sex í júlímánuði FERÐUM til Kaupmannahafnar á vegum Flugleiða hefur verið fjölgað um sex í næsta mánuði, að sögn Kolbeins Arinbjarnarsonar forstöðu- manns markaðsdeildar fyrirtækisins. Er um að ræða beint flug fram og tilbaka fjóra sunnudaga í mánuðinum. Einnig hefur verið ákveðið að beina tveimur vélum, sem upphaflega var ætlað að fara annað, og ekki var búið að bóka marga farþega með, í gegnum Kaupmannahöfn á útleið og heim aftur. Segir hann að af áttatíu ferðum sem farnar verði milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í júlí sé fullbókað á öll farrými í aðeins einni ferð til KauDmannahafnar og fímm frá borginni. o Fram kom í Morgunblaðinu ■Q síðastliðinn þriðjudag að erfitt reyndist að fá flugfar með Flugleiðum til íslands frá £| Kaupmannahöfn í júlí. Segir J Kolbeinn að suma daga fari Ui þrjár vélar frá félaginu milli Kaupmannahafnar og Kefla- víkur og tvær frá SAS. Fylgst sé með bókunum og reynt að bregðast við með fjölgun ferða þegar ástæða þyki til og ekki virðist mikil eftir- spum í ferðimar sem búið er að bæta við. Einnig segir hann að hins vegar geti verið að fólk fái ekki ferðir á því fargjaldi sem það kýs. Markmið félagsins sé að tryggja ferðir milli staða en í því felist ekki skuldbindingar um að þær séu allt- af á lægsta verði. Flelri á ferðinni Einhver aukning virðist vera á fjölda farþega milli landa sem við- mælendur Morgunblaðsins vildu skýra með lægri fargjöldum og heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Samkvæmt upplýsingum frá sölustjórum Ferðaskrifstofu stúdenta og Samvinnuferða/Land- sýnar hafa bókanir aukist mikið á ýmsum flugleiðum félagsins og nefnir Inga Engilberts hjá Ferða- skrifstofu stúdenta áfangastaði í Bandaríkjunum, Kaupmannahöfn og Osló í þessu sambandi. Auður Björnsdóttir hjá Samvinnuferð- um/Landsýn segir ferðir fleiri en í fyrra og einnig hafí Hamborgarflug í gegnum Kaupmannahöfn leitt til betri sætanýtingar á flugleiðinni. Vikubið ekki óalgeng Segir Auður fólk komast leiðar sinnar, þótt ekki sé víst að það komist á þeim degi sem það hafí upphaflega ætlað. Ef fólk kaupi apex-miða geti það átt von á að þurfa að bíða í viku eftir fari. Goði Sveinsson hjá Úrval/Útsýn tekur undir mikla aukningu far- þegafjölda á leiðinni til Kaup- mannahafnar sem líklega skýrist að hluta af heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu í Bandaríkjun- um. Einnig hafí áhugi á Kaup- mannahöfn aukist í kjölfar samn- inga milli Flugleiða og SAS. >. Aldrei meira að gera Inga Engilberts segir annir hjá Ferðaskrifstofu stúdenta hafa aukist stöðugt frá páskum og hafí við- skipti við fyrirtæk- ið ekki verið meiri frá stofn- un þess. Auk- ist álagið sí- fellt og hafi tveimur símalínum verið bætt við til að sinna við- skiptavinum og einnig bíði 10-15 manns eftir af- greiðslu í senn hjá fyrirtækinu. Kann hún ekki skýringu á aukn- ingu viðskiptavina. Suma daga hafa þrjár vél- ar frá Flugleiö- um farió milli Kaupmanna- hafnar og Keflavíkur og tvær frá SAS. vænta lítils af feðrunum FJÁRHAGUR, stuðningur, samskipti við bamsföður og óvissa í húsnæðis- og atvinnu- málum er meðal þess sem íslenskar verðandi mæður, sem ekki eru í sambúð, nefna sem sín helstu áhyggjuefni. Þetta em m.a. niðurstöður lokaverkefnis fimm íslenskra hjúkrunarfræðinema við Há- skóla íslands nú í vor. Með aukinni þekkingu á áhyggjuefnum þessarra kvenna væri hægt að stuðla að bættri þjónustu í mæðravernd með tilliti til sérstöðu þess hóps, sem einstæð- ar verðandi mæður teljast til. Upplýsingum var safnað með frumsömdum hálfopnum spurningum, sem lagðar vom með viðtölum fyrir fimm barnshafandi konur. Þessar konur virtust yfírleitt hafa litlar eða engar væntingar til barnsfeðra og þær lýstu sömuleiðis áhyggjum á því að faðirinn ætti eftir að særa tilfinningar barnsins með fjar- lægð og áhugaleysi. „Niðurstöðurnar gáfu til kynna að megin áhyggjuefni þeirra væri íjár- hagur, tengdur eigin framfærslu og barnsins. Einnig kváðu þær sig skorta stuðning og lýstu vanlíðan og óöi-yggi af þeim sökum, en í Ijós kom að helstu stuðningsaðilar þeirra reynd- ust fjölskyldur og vinkonur. Jákvæð upplifun kvennanna af mæðra- verndinni fólst m.a. í því hve gott og alúðlegt starfsfólk væri. Þær töldu neikvætt við mæðravemd að of lítill tími gæfist fyrir spjall^ ráðgjöf, upplýsingar og andlegan stuðning. I mæðravernd væri ekki úr vegi að tekið yrði tillit til þessa með því að sýna samkennd, gefa konunum tíma og jafnvel vísa þeim til annarra fagaðila," segir Berglind Gestsdóttir, sem vann að rannsókninni ásamt Ásgerði Gylfadóttur, Guðlaugu Lindu Guðjónsdóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Lám Björk Magnús- dóttur. ■ Spáð er að umsvif ferðabiónustu muni tvöfaldast fyrir árið 2005 FERÐAÞJÓNUSTAN er stærsti atvinnuvegur í heimi. Rúmlega 10% af alheimstekjum eru af ferðamanna- þjónustu og einn af hveijum níu í heiminum hefur starf sitt beint eða óbeint af ferðamálum. Þetta kem- ur fram í skýrslu Alheimsferðaráðsins fyrir árið 1993. Áætlað er að umsvif ferðaþjón- ustu tvöfaldist fyrir árið 2005. Ferðaþjónustan hefur keðju- verkun á atvinnulífið. Hótel- rekstur, bílaleigur og flug- rekstur em þær atvinnu- greinar sem tengjast ferða- rnálum beint, en atvinnu- vegir eins og flugvélafram- leiðsla, bygging hótela og bílaframleiðsla tengjast ferðamálum óbeint, en með fjölgun ferðamanna verður meiri gróska i slík- um atvinnugreinum. Aðrar greinar t.d. matvæla- iðnaður, fjármálaþjónusta, greiðslukortaviðskipti og ferða- tryggingar njóta góðs af ferða- mönnum, enda era slíkir viðskipta- hættir orðnir mjög útbreiddir og vinsælir og því má bankakerfið ekki vanmeta ferðamálaþáttinn í viðskipt- um sínum. Betri samgöngur bæta ekki aðeins ferðaþjónustuna, heldur greiða fyrir flutningum framleiðsluvara, slíkar umbætur era atvinnuskapandi, og hafa áhrif á iðnaðar- framleiðslu. I skýrslunni er blinda stjórnvalda í ferðamálum gagnrýnd. Blindan stafar yfirleitt af því að árangur af ferðamálum er ekki alltaf áþreifanlegur í fyrstu og því er ekki næg áhersla lögð á ferðamálin. í skýrsl- unni er upptalning á atriðum sem mætti bæta úr í stjórnun ferðamála, t.d. áhugaleysi lögreglu á að leysa þjófnaðar- og ofbeldismál í viðkomandi löndum, en shkt fælir ferðamenn frá landinu. Aukin skattlagning á eldsneyti leggst þungt á rekstur flugfélaga og bíla- leiga. Og sagt er í skýrslunni að það sé alltof al- mennt viðhorf þó úrelt sé, að líta á ferðalög sem lúxus í staðinn fyrir sjálfsagðan hlut í lífi einstaklinga og nauðsynlegan þátt í viðskiptum. I skýrslunni segir ennfremur að í áætlunum um breyttan og betri efnahag hjá þjóðunum sé gildi gildi ferðaþjónustunnar vanmetið þó að hún sé eflaust hag- kvæmust og áhrifaríkust í efnahags,-og atvinnuupp- byggingu. ■ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.