Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 29 - Skýjum ofar; úr myndinni Farþegi 57. Hasar í háloftunum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Farþegi 57 („Passenger 57“). Sýnd í Bíóborginni og Sagabíó. Leikstjóri: Kevin Hooks. Aðal- hlutverk: Wesley Snipes, Bruce Payne, Tom Sizemore og Alex | Datcher. Hasarmyndir dagsins eru gjarna miðaðar við hörkutryllinn „Die Hard“. Þannig er nýjasta mynd harðhaussins Stevens Seag- als, „Under Siege“, sögð vera svona Die Hard um borð í her- skipi og hasarmyndin Farþegi 57, sem nú er sýnd í Sambíóunum, mun eiga að vera Die Hard um borð í farþegaflugvél. Takmarkið er sumsé að ná Die Hard stuðlin- um í hasarframleiðslu. Það er nóg af hasar að hafa í Farþega 57 en það væri ofrausn að líkja henni við margnefnda mynd. Til þess gengur hún full auðveldlega upp og við höfum séð of mikið í henni áður. En hún er prýðileg afþreying engu að síður og eitt hefur hún sem er nýtt og það ekki svo lítið , atriði: Hin ómissandi og sannar- ' lega ósigrandi hetja er leikin af svertingja sem er næstum því al- gert nýmæli í Hollywood. Sá ágætis leikari Wesley Snipes, eft- irminnilegur úr Frumskógarhita og Hvítir geta ekki troðið, fer með hlutverk hetjunnar og tekst að blása lífi í enn eina lögguklisju hasarmyndanna. John Cutter heitir kappinn sem hann leikur og hefur fortíð á herð- um sínum eins þunga og flugvél. Þess vegna er hann ómannblend- inn, afundinn og sár eins og allar hinar hasarmyndahetjurnar. En hann er sérfræðingur í öryggis- gæslu flugvéla og því réttur mað- ( ur á réttum stað þegar hann verð- ur fyrir tilviljun samferða al- ræmdum flugræningja og hryðju- verkamanni, sem brýst úr haldi FBI-manna þegar verið er að flytja hann flugleiðis í fangelsi, og rænir flugvélinni ásamt vinum sínum. Farþegi 57 er mjög frambæri- leg afþreying, oft spennandi og hröð og skemmtileg undir leik- stjórn Kevins Hooks. Hún hefur reyndar ekki uppá margt nýtt að bjóða, hvorki í hetjugerðinni (fyrir utan litinn) né hasarnum þótt hann sé ágætlega framleiddur. Þetta er dálaglega gerð spennu- mynd en eftir formúlum sem not- aðar hafa verið áður og þegar kemur að lokahasarnum reynast hlutirnir ganga hreint ótrúlega vel fyrir John Cutter. Af hveiju illræmdur flugræningi er fluttur með farþegaflugvél, sem hann og félagar hans eru sérfræðingar í að yfirtaka, er spurning sem áhorfandinn hlýtur að velta fyrir sér á meðan myndin rúllar og er spurningunni reyndar varpað fram í myndinni en fátt er um svör. Snipes kemur með nýtt og Sálar í háska Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Raddir í myrkri - Whispers in the Dark Leikstjóri og handritshöfundur Christopher Crowe. Kvik- myndatökustjóri Michael Chap- man. Aðalleikendur Annabella Sciorra, Jamey Sherdian, Anth- ony LaPaglia, Jill Clayburgh, Alan Alda, John Leguizamo, Deborah Unger. Bandarísk. Paramount 1992. Sálfræðingurinn Sciorra er með nokkra erfiða sjúklinga á sinni könnu. Meðal þeirra snarruglað- ann listamann (Leguizamo) sem ferskt blóð í harðhausaslaginn og gerir heilmargt fyrir gamla tuggu þótt hið fúla lundemi eigi ekkert sérstaklega vel við hann. Bruce Payne fer ágætlega með hlutverk hins morðóða bófa og er auðvitað Breti því engin hasarmynd í dag getur verið án illmenna frá Bret- landi. Sker Farþegi 57 sig ekki frægur varð á einni nóttu eftir langdvalir á betrunarhælum og kynhungraðann galleríeiganda (Unger) sem lýsir fjálglega kvala- lostafullum samfömm með elsk- huga sínum sem gjarnan rígbind- ur hana á hinum ólíklegustu stöð- um áður en ballið byijar. Sciorra kynnist ljúflingnum Sheridan en verður ekki um sel er hún kemst að því að hann hefur átt vingott við Unger. Einkum eftir að hún finnst hengd. En hver er moðinginn? Það skyldi þó aldei vera valmennið ljúfa? Sciorra veit ekki í hvorn fótinn er þorandi að stíga. Þá verða þeir einnig grunsamlegir lögregluforinginn LaPaglia og gott ef annar sáli (Alda) hefur ekki sitthvað misjafnt í pokahorn- inu. Hann og kona hans (Clay- burg) eru þó aldavinir Sciorra, en Alda er fyrrverandi skólabróðir hennar og annaðist hana er Sci- orra átti sjálf í sálrænum erfiðleik- um. Og vissulega er fyrrum tugt- húslimurinn Leguizamo í tor- úr að því leyti. Aukahlutverkin eru svo þokkalega skipuð. Farþegi 57 er prýðileg skemmt- un þótt hún gangi ekki beint fyr- ir frumleika eða boði nýbreytni í hasarmyndum. En menn geta gengið að henni vísri, nokkurn veginn vissir um hvað þeir fái fyrir peningana. tryggilegri kantinum. Einn stæðsti gallinn við Raddir í myrkri er einmitt sá að of marg- ir eru gerðir grunsamlegir. Hand- ritshöfundurinn og leikstjórinn Crowe, sem hér fæst við sína fyrrstu A- mynd, kann sér engin takmörk og snýr mynd sem fram- an af er hin bærilegasti sálfræði- þriller uppí hálfgerða lönguvit- leysu þar sem allir liggja undir grun og endirinn liggur Ijós fyrir. Atburðarásin veður snemma inn- antóm rökleysa og myndin stend- ur aldrei undir þeim væntingum sem maður gerir til hennar. í auglýsingunni er Röddum ímyrkri líkt við þungavigtarþrillerana Hættuleg kynni, Ognareðli og Meðleigjandi óskast. Hér má finna sína ögnina af hveiju en því mið- ur í alltof litlum mæli. Hér stend- ur ekkert uppúr annað en stór- kostleg kvikmyndataka og lýsing Chapmans sem á einkar góðan dag. Hvort sem hann filmar per- sónurnar í nærmynd eða napurt umhverfið. __________Brids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag kvenna Nú er sex umferðum af þrettán lok- ið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: Sveit Ingu L: Guðmundsdóttur 112 Sveit Ólínu Kjartansdóttur 111 Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 107 Sveit Margrétar Þorvarðardóttur 106 Sveit Gullveigar Sæmundsdóttur 104 Sveit Hrafnhildar Skúladóttur 102 Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Eftir 8 umferðir í aðalsveitakeppni deildarinnar er röð efstu sveita þessi: | Þórarinn Árnason 157 Kristján Jóhannsson 150 Árni Magnússon 148 | Hannes Guðnason 147 Vilhelm H. Lúðvíksson 136 Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 25. janúar hófst aðal- sveitakeppni félagsins. 10 sveitir mættu til leiks. Úrslit í 1. umferð: Ólöf Hartmannsdóttir - Bjami Brynjólfsson 24-6 Birgir Rafnsson - Erla Guðjónsdóttir 23-7 GunnarÞórðarson-ElísabetKemp 22-8 JónS.Tryggvason-EinarSvavarsson 22-8 Eiður M. Arason - Ingibjörg Guðjónsdóttir 22-8 Félag eldri borgara Reykjavík Tíu pör spiluðu sl. sunnudag í Risinu og urðu úrslit þau að jafnir og efstir urðu Sigurleifur Guðjónsson og Kjart- an Þorleifsson annars vegar og Júlíus Ingimarsson og Jósef Sigurðsson hins vegar með 133 stig. Eysteinn Einars- son og Jón Hermannsson urðu þriðju með 116 stig. Meðalskor 108. Sunnudagsbrids Skagfirðinga Spilað verður í sunnudagsbrids Skagfirðinga næsta sunnudag, 31. janúar, í húsi Bridssambandsins í Sig- túni 9. Spilamennska hefst kl. 13. Allt spilaáhugafólk velkomið. Síðasta þriðjudag var síðasti eins kvölds tvímenningur hjá Skagfirðing- um í bili. Úrslit urðu: AuðunnGuðmundsson-ÞórðurSigfússon 253 Óli Már Guðmundsson - Viktor Bjömsson 251 ÁrmannJ.Lámsson-SævinBjamason 230 Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 226 Aðalbj. Benediktsson - Jón V. Jónmundsson 220 Næsta þriðjudag hefst svo aðaltví- menningskeppni Skagfírðinga, sem verður 4-5 kvölda barómeter. Skrán- ing er hafin, á spilastað eða hjá Ólafi Lárussyni í s. 16538. Spilað er á þriðjudögum í Drangey við Stakkahlíð 17 og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridsfélag SÁÁ Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni með þátttöku 9 sveita. Spilaðir eru tveir 14 spila leikir á kvöldi og er staða efstu sveita þessi eftir fyrsta kvöldið: Þorsteinn Þorvarðarson 45 Helga Bergmann 44 Gestur Pálsson 43 Sigmundur Hjálmarsson 37 Spilað er í Ármúla 17a á þriðjudög- um kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sturla Snæbjörnsson. Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Nú er hafin aðalsveitakeppni fé- lagsins með þátttöku 8 sveita, spilað er með forgjafarfyrirkomulagi. Úrslit hafa orðið eftirfarandi: 1. Umferð: Aðalsteinn Jónsson — Sproti/Icy 18:12 Magnea Magnúsdóttir - Böðvar Þórisson 14:16 ÓttarGuðmundsson-JónasJónsson 4:25 Slökkvitækjaþjón. A-lands - Jóhann Þórarinss. 9:21 2. Umferð: Sproti/Icy-JóhannÞórarinsson 20:10 Jónas Jónsson - Slökkvitækjaþjón. A-lands 20:10 BöðvarÞórisson - Óttar Guðmundsson 20:10 Aðalsteinn Jónsson - Magnea Magnúsdóttir 13:17 Staða efstu sveita: JónasJónsson 45 Böðvar Þórisson 36 Sproti/Icy 32 Aðalsteinn Jónsson 31 Bridsfélag Suðurnesja Sveit Torfa S. Gíslasonar hefír tek- ið forystuna í Sparisjóðsmótinu sem er aðalsveitakeppni vetrarins. Sveitin hefir hlotið 69 stig og unnið alla leiki sína. Lokið er þremur umferðum af 9. Sveitin Ringulreið er í öðru sæti með 64 stig, sveit Gunnars Guðbjörns- sonar hefir 49 stig og sveit Gunnars Siguijónssonar 38 stig og frestaðan leik. Spilað er í Hótel Kristínu á mánu- dagskvöldum kl. 19.45. Noregur Atta stafa símanúmer - tekin upp OLLUM símanúmerum í Noregi verður breytt í átta stafa númer á þessu ári og um leið verða svæðisnúmer lögð niður. Þessi breyting verður gerð á tímabil- inu frá 28. janúar til 28. október 1993, segpr í frétt frá Pósti og síma. í Osló og nágrenni verður breyt- ingin 28. janúar 1993, í austurhluta Noregs m.a. Lillehammer, Hamar, Frederikstad og Sarpaborg verður breytt 15. apríl 1993, í suðurhluta Noregs m.a. Sanderfjord, Larvik, Tönsberg og Kristiansand, 3. júní 1993, á vesturströnd Noregs m.a. Stavanger, Bergen og Alesund verður breytingin 9. september 1993 og í Norður-Noregi, m.a. Trondheim, Bodö, Tromsö og Har- stad, 28. október 1993. Símanúmerunum verður breytt kl. 15 viðkomandi daga. (Úr fréttatilkynningu) íjtfanskar buxur ^^anskar stretsbuxur GÍJ&& iWl.Tlf.TW i 12, sími • Verktaka • Fiskeldi Skip/báta Frystihús • Sumarhús Sundlauqar Skolpkerfi Skrúðgarða • Ahaldaleigur O.fl. o.fl. Ráðgjöf - Sala - Þjónusta! Einkaumboð á Islandi: MBRKÚR HE Skútuvogur 12A • S 812530 Síöasti pöntunardagur Macintosh-tölvubúnabar meö verulegum afslætti er 0 Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.