Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 rrrr hauviai. xt B.uo/jrjTFjyrtfw/wRi/1 jrmo!< Þjóðleikhúsið setur upp óperu haustíð 1994 Kristján vill helst syngja í Manon Lescout KRISTJÁN Jóhannsson syngur í óperu sem sett verður á svið í Þjóðleikhúsinu haustið 1994. Stefán Baldursson leikhússtjóri segir að verið sé að ljúka samningi við Kristján og helst sé horft til tveggja verka, Manon Lesc- out eftir Puccini og II Trovatore eftir Verdi. Sjálfur segist Krislján hafa augastað á einni óperu til viðbótar, Andrea Chénier eftir Giordano. Hann telur þó sennilegt að Manon Lescout verði fyrir valinu, sú ópera henti Þjóðleikhúsinu og þeim sðngvurum sem fengjust einna best. Fyrirhugað var að sögn Stef- áns að setja upp óperu næsta haust, en ákveðið um áramótin að fresta því um ár. Hann segir samkomulag hafa náðst við Kristján um að fara með aðal- hlutverk og verið sé að ganga frá formsatriðum samnings við hann. Ákvarðanir um viðfangs- efnið og aðra listamenn verði teknar á næstu vikum og mánuð- um, ætlunin sé að fá sem flesta Islendinga til sýningarinnar. Kristján segist meta mikils að Þjóðleikhússtjóri negli uppfærslu óperunnar niður með svo góðum fyrirvara. Hann segist vilja vera hérlendis eins lengi og hann mögulega geti ferils síns vegna, það verði þó aldrei nema nokkrar vikur í senn. „Það hefur verið rætt um að fá þá nýja söngv- ara,“ segir hann, „en mér finnst alveg koma til greina að geyma sýninguna þar til ég kæmist næst heim.“ Verdi yrði að vasabroti Um óperumar segir Kristján að Andrea Chénier eftir Umberto Giordano hafí glanshlutverk fyrir tenór, hann hafí sungið það reglulega síðustu þijú ár og ýmsir ágætir menn áður, til dæmis Placido Domingo. Gius- eppi Verdi skrifaði II Trovatore þegar hljómsveitir voru sjaldnast stærri en um 60 manns að sögn Kristjáns. „En hann kallar líka á stóran og þungan kór, mikinn hljóm, og nú eru gjarna gríðar- stórir kórar og hljómsveitir í Verdi-óperum. Svona þróast þetta, nú syngja tenórar allt að hálftón hærra háa c en fyrir fjörutíu árum. Ég held að Verdi yrði í einhverskonar vasabroti á Islandi. Þess vegna er ég nú spenntastur fyrir Manon Lesco- ut. Þar þarf smærri kór og ung- ar raddir og tónlistin er afar falleg.“ Síðast söng Kristján í Þjóð- leikhúsinu í Toscu árið 1986. Síðan hefur leið hans legið upp á við og aðspurður um hvort hann fari ekki með fjárhag Þjóð- leikhússins segir hann að eigin- lega ætli hann að bijóta þau prinsípp sem hann hefði áður sett sér. „íslendingar vilja vera þjóð meðal þjóða, mér fínnst rangt að ég selji mig heim á útsöluverði. En öðruvísi gengur þetta varla.“ Stefnt að 10 sýningum Stefán Baldursson segir að óperan verði dýr, enda ráðist leikhúsið ekki í svo stór verkefni á hveijum vetri. Hann segir að hann vilji fá Kristján til landsins í mánuð til æfínga og tíu sýn- A tröppimum Kristján Jóhannsson á tröppum Þjóðleikhússins fyrir rúmum áratug þegar hann söng þar. Síðan þá hefur hann stigið á fjalir allra fræg- ustu óperuhúsa heimsins. Nú er hann væntanlegur heim til að syngja. inga. Færri geti þær varla orðið. Ógerlegt sé fyrir Þjóðleikhúsið að borga eins og best gerist er- lendis, á því hafi Kristján fullan skilning. Um önnur hlutverk í sýning- unni segir Kristján að vissulega eigi hann sér óska mótsöngvara. En hins vegar vilji hann líka að sem flestir íslendingar vinni að sýningunni. „Ég held að ef heppi- leg ópera er valin, eins og Manon Lescout, sé hægt að finna ís- lenskt listafólk í flest hlutverk, nema ef vera skyldi aðalkven- hlutverkið og stjómandann." GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! í frumskógi vítamína og bætiefna getur verib erfitt ab velja rétta glasib. Glösin meb gula mibanum tryggja ab þú fáir vöndub, náttúruleg bætiefni sem sett eru saman meb tilliti til íslenskra abstæbna. HVER Vítamín A Œ d-alp^ Vítamín C Víiamín B-1 Vítamin B-2 Víiamín B-3 Vítamín B-5 Vítamin B-6 Vítamín B-12 1 fóiínsýra Biotín Kalk I Kalíum | Magnesfum 1 |ám \ Kopar 1 Sínk 1 Mangan I Króm 1 Sil'ica (kísilsýra) Heiti bætiefnis í hæsta gæðoflokki, framleitt af Heilsu hf. Öll bætiefni fró Heilsu hf. eru laus við óæskileg oukaefni svo sem rotvarnar og litorefni og tilbúin bragðefni. Nónari innihaldslýsing."' Vítamín og bætiefni Heilsu hf. eru framleidd úr nóttúrulegum hróefnum. 180 töflur MULTl VIT fiölvítamín með steinefnum Náttúrulegt Innsiglað lok sem oðeins Mogn og/eðo styrkleiki bætiefnis. verður rofið eimj sinni. Hvert glas er innsigloð Eplið I húsinu er gæðoslimpillinn sem tryggir oð þú hofir húgæðo, nðltúrulego vöru I höndunum. Vítamín Heilsu hf. fást í Húrnðkvæm upptolning hinno nðttúrulegu bæticfno ouk upplýsingo um mogo hvers fjörefnís I töflu. Við leggjum ofuröherslu ú oð noto oðeins örugg og óskaðleg fyllingor og binaiefni. Róðlogðir dogskommtor. Áminning um rétto geymstu. Geymsluþolsupplýsingor sem tryggio oð þú færð óvollt fersko vðru. Við höldum uppi stiönpu gæðoeftiiliti. Fromreiðslunúmer (Botch. nt.) et einn liður I þvi. sérstaklego. Heilsuhúsinu Skólavörbustíg og Vítamín og önnur bætiefni meb gula mibanum: Acídophilus töflur Bantamín súper B-3 vítamín B-5 vílamín B-6 vítamín B-súper B-stress Barnavít Beta carotene (-500 mg C-1000 mg Dolomite E-vitamin 200 ae E-vítamín 500 ae Echinaforce töflur Hvítlaukshylki Hveitikímsolio Júrntöflur Kalk Lecitin hylki Mini grape Multi mineral Multi vit Prostasan Rubiaforce töflur Þoratöflur Sínk Kringlunni, öbrum heilsubúbum, apótekum og heilsuhlllum Éhei matvöruverslana. eilsa hf SIMI : 91-2 70 58

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.