Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 13,»OKTÓBER 1992 7 Kirkjubygging í Digranessöfnuði Samþykkt að heimila byij unarframkvæmd- ir í Suðurhlíðum Safnaðarfundur Digranessóknar samþykkti einróma að veita sóknarnefndinni leyfi til að hefja undirbúningsframkvæmdir við kirkjubyggingu á nýrri lóð í Suðurhlíðum á sunnudag. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af alvöru í desember. Safnaðarfundurinn var haldinn Kæmu svæðin til með að styrkja í Kópavogskirkju að lokinni messu á sunnudag. Nálægt 150 manns sóttu fundinn og samþykkti hann einróma að veita sóknarnefndinni leyfi til að hefja undirbúnings- framkvæmdir á nýrri lóð í Suður- hlíðum. Að lóðinni liggja Hlíðar- vegur, Digranesvegur og Fífu- hvammsvegur. Tillaga sem kom fram á fundinum um allsherjarat- kvæðagreiðslu um lóðimar við Víghól og í Suðurhlíðum var dreg- in til baka. Grenndarkynning á lóðinni hefst á næstunni og stendur yfir í 4 vikur. Gefst þá fólki kostur á að koma á framfæri athugasemd- um. Að því loknu fer málið fyrir skipulagsstjórn og byggingar- nefnd sem gefur út byggingar- leyfi. Þorbjörg sagði að gert væri ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafíst af alvöru í desember. Þang- að til gæfist hins vegar arkitektin- um tími til að aðlaga teikningar af kirkjubyggingunni nýju um- hverfí. Þorbjörg sagði að á safnaðar- fundinum hefði komið fram ein- dreginn vilji fólks um að eiga sátt um málið og hefði það komið best fram í því að samþykkt hefði ver- ið mótatkvæðalaust að veita leyfí fyrir undirbúningsframkvæmdum á lóðinni. Hún sagði að nýi staður- inn væri aðlaðandi og sýndi að hennar mati skilning bæjaryfir- valda á því að ekki færi illa saman að hafa kirkju inni á grænu svæði. Sveppaneysla ungs fólks svipuð og undanfarinár Á HVERJXJ hausti koma upp til- felli þar sem ungmenni komast í vímu eftir að hafa neytt sveppa. Að sögn Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis SÁÁ, valda sveppir ofskynjunum en líkamleg áhrif virðast ekki vera mikil. „Tilfellin í ár eru ekki fleiri en undanfarin ár,“ sagði hann. „Þetta er óttalega vitlaus víma sem fæstir verða fíknir í.“ Á slysadeild Borgarspítalans um helgina tók Ársæll Jónsson læknir á móti einstaklingi sem neytt hafði sveppa. Sagði Ársæll að eftir því sem hann vissi best hefði tilfellum ekki fjölgað í ár. „Þetta er fíkt og tilraunaaldurinn er táningsárin en flestir reyna þetta aldrei aftur,“ sagði hann. Jón Baldursson, læknir á Borgarspítalanum, sagði að ástæða neyslunnar væri vankunn- átta. Menn væru að neyta þess sem þeir tíndu upp af fömum vegi án þess að vita hvað það væri. Sveppa- tegundir væru margar og áhrif mismunandi, allt frá óþægingum til þess að vera lífshættuleg. „Ég er ekki með tölulegar upp- lýsingar um fjölda þeirra sem neytt hafa sveppa á þessu hausti,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson. „Tií okkar koma ungmenni frá 16 ára aldri til tvítugs og er ekki óalgengt að þeir noti sveppi í þeim aldurshópi. Líkamlega eituráhrif virðast ekki vera mikil, en menn geta orðið vitlausir af þessu og verða fyrir ofskynjunum.“ hvort annað. Gylfí Sveinsson, sóknarbarn í Digranessöfnuði og fulltrúi í Víg- hólasamtökunum, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið halda að menn væru yfirleitt mjög jákvæðir og bjartsýnir með framgang mála. Það væru frekar þeir sem væru að reyna að vekja athygli á sér eða væru kannski alltaf á móti öllu sem hefðu eitthvað við þetta mál að athuga. Það væri hins veg- ar ekki á málefnalegum grunni reist, og sagði Gylfí að sér fyndist á því sem hann heyrði að málið myndi leysast á farsælan hátt, smátt og smátt. Ný brú á Jökulkvísl Morgunblaðið/Sigurður Hjálmarsson NY BRÚ hefur verið sett á Jökulkvísl í Álftaversafrétti. Það er brúarvinnuflokkur Vegagerðar ríkisins undir stjórn Jóns Valmundssonar sem unnið hefur þetta verk. Á myndinni sést nýja brúin komin á sinn stað en gamla brúin, sem orðin var hrörleg, er við hlið hennar. HER ER EITTHVAÐ TIE AÐ GLIGGA I Ert þú að kaupa eða selja fasteign? Gluggími að Síðiimúla í glugganum að Síðumúla 21 kynnum við hverju sinni 400 eignir með litljósmyndum og ýtarlegum upplýsingum. Með þessu móti er hægt að nálgast þessar upplýsingar hvenær sem er, að nóttu sem degi. Þetta er einstök þjónusta sem kemur kaupendum og seljendum til góða (og er seljendum að kostnaðarlausu). IK.WMIDII \l\ % - Abyrg þjónusta í áratugi SIIVII 67-90-90 SIÐUMULA 21 FÉLAG HfASTEIGNASALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.