Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 „Frjálsa“ lambakjötið á almennan sölumarkað á næstunni Uppátæki sem byggist meira á lífsskoðunum mín- um en fjárhagslegum rökum - segir Kári Þorgrímsson í Garði sem losað hefur sauðfjárbú sitt und- an opinberri framleiðslustjórnun NEYTENDUR eiga þess kost á næstunni að kaupa „fijálst" lamba- kjöt, kjöt sem framleitt er án ríkisstyrkja og utan opinberrar fram- leiðslustjómunar. Það framtak Kára Þorgrímssonar bónda í Mý- vatnssveit að afþakka peninga ríkisins til lambakjötsframleiðslunn- ar á búi sínu og hefja þar með einn og óstuddur búskap utan opin- berrar framleiðslustjómunar hefur vakið athygli. Margir sauðfjár- bændur em uggandi um sinn hag, skilja ekki hvemig þessi mögu- leiki opnaðist og era hræddir um að fleiri fari á eftir og fram- leiðslukerfið hryiy'i. Einnig era dæmi um bændur sem styðja stefnu Kára og bíða spenntir eftir því að sjá hvemig honum reiðir af í baráttunni. Forystumenn bænda og fleiri efast um að mögulegt sé fjárhagslega að búa utan kerfísins og einn bóndi sem blaðamað- ur talaði við velti því fyrir sér hvort Kári væri að fóma sjálfum sér tíl að bijóta niður kerfíð. Kári segist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort hann standist þetta Qárhagsiega. Þetta sé tilraun sem byggist meira á pólitiskum lífsskoðunum hans en fjárhagsleg- um rökum. í samtalið við Morgunblaðið bendir hann á nokkra liði sem komi á móti þeim 600 þúsund krónum sem hann afsalar sér á ári frá ríkinu. Hann treystir þar meðal annars á að neytendur séu viljugri til að kaupa hans kjöt en það kjöt sem selt er á gömlu forsendunum. MorgunDiaoio/neigi njamason Kári Þorgrímsson hugar að fé í fjárhúsunum í Garði. Kári býr í Garði II í Mývatns- sveit og er í félagsbúi með föður sínum Þorgrími Starra Björgvins- syni. Þeir feðgar eru með blandað bú, mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslu. Kári segir að á bænum hafi lengi verið 150-160 ær. Skerð- ingum framleiðsluréttar hafí verið mætt með því að leigja um 20 ærgilda fullvirðisrétt af búnaðar- sambandinu. Sá möguleiki hefði nú verið tekinn af og framleiðslu- rétturinn auk þess skertur um 40 ærgildi. Hann hefði því staðið frammi fyrir því að minnka fram- leiðsluna um sem næmi 60 ærgild- um. Sagði Kári að ekki hefði kom- ið til greina að sætta sig við það og beygja sig þar með undir kerfið sem hann hefði lengi barist gegn. Óánægður með landbúnaðarstefnuna „Upphafíð að þessu má rekja til þess þegar ég ákvað að setjast hér ' að og he§a búskap. Ég náði ofurlít- ið að búa áður en kúvending varð í landbúnaðarstefnunni 1979 og man þá tíð þegar bændur voru hvattir til að framleiða sem mest. Ég var aldrei sáttur við þá stefnu- breytingu að sníða framleiðsluna að innanlandsmarkaði og hef aldr- ei trúað því að það hafí verið nauð- synlegt. Aldrei var gerð tilraun til að nýta útflutningsbótaféð betur. Ég tel að þurft hefði að kanna markaðinn betur áður en horfið var frá útflutningsstefnunni," seg- ir Kári. „Rökin fyrir framleiðslustýring- unni voru þau að framleiðslan ylli •ríkisútgjöldum. Ég hef alltaf litið svo á að ef framleiðslan veldur ekki útgjöldum ríkisins verði hún fijáls og rekin að öllu leyti á við- skiptagrundvelli. Til viðbótar þessu kemur óánægja mín með framkvæmd framleiðslustjórnunarinnar og gildir það bæði um búmarks- og fullvirðisréttarkerfið. Við ákvörðun framieiðsluréttarins var ekki tekið mið af landkostum. Það þýddi að bóndi sem átti kostajörð en fram- leiddi ekki neitt á þeim árum sem 'Jón Helgason ákvað með hreinni geðþóttaákvörðun að miðað yrði við fékk engan framleiðslurétt. Aftur á móti fékk bóndi sem stund- að hafði rányrkju á landinu þessi sömu ár opinbera viðurkenningu á framferði sínu. Þetta er að mínu mati mesta og handahófskennd- asta eignatilfærsla sem gerð hefur verið hér á landi. Það er skoðun mín að sá sem á bújörð hljóti að mega nýta hana til að búa til verðmæti svo framar- lega sem nýting eignarinnar veldur ekki öðrum tjóni, til dæms ríkis- sjóði. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur nú staðfest þennan skilning minn. Ég var strax eindreginn and- stæðingur þess að ríkið tæki upp beinar greiðslur til bænda. Ríkis- sjóður greiddi niður búvörur neyt- endum til hagsbóta. Beingreiðsl- umar sem nú hafa komið í staðinn eru af allt öðrum toga. Þær em tilraun til að tryggja framfærslu bænda landsins. Sauðfjárbóndi fær til dæmis um helming tekna sinn beint úr ríkissjóði og skiptir ekki öllu máli hvaða verðmæti hann skapar. Engin trygging er fyrir því að greiðslan skili sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, mörg dæmi eru um að afslættir framleiðenda hverfi á leiðinni til neytenda." Óuppgerð mál við þjóðina „Bændur verða að fara að hysja upp um sig brækumar svo þeir standi ekki berrassaðir frammi fyrir þjóðinni. Landbúnaðurinn er í ósátt við fólkið í landinu, hann á óuppgerð mál við það. í fyrsta lagi vill þjóðin ekki reka landbúnaðinn fyrir opinbert fé. í öðm lagi er hún á móti miðstýrðu sölu- og félags- kerfí landbúnaðarins. Og í þriðja lagi eiga bændur óuppgert við þjóðina í umhverfísmálum, sér- staklega landgræðslu. Landbúnað- urinn verður að koma til móts við þjóðina í öllum þessum málum ef ekki á verr að fara. Bændur hljóta að verða að marka sér þá stefnu að atvinnu- greinin geti staðið á eigin fótum og verði rekin án ríkisstuðnings. Að því marki ætti að stefna í áföngum. Neytendur vilja fá beinni og nánari viðskiptatengsl við fram- leiðendur. Ég tel að kröfur þeirra séu réttmætar og að við verðum að laga okkur að þeim. Það þýðir að við verðum að breyta sölukerf- inu þannig að neytendur verði sátt- ir og að hvati til sölu búvara mynd- ist, ekki síst á heildsölustiginu. Ég tel að besta lausnin sé að bændur taki úrvinnslu og heildsölu í sínar hendur. Það er rangt að tala um að svo sé nú, þrátt fyrir kaupfélög- in, því þetta er í einum stómm miðstýrðum potti. Landbúnaðurinn verður að leggja meira af mörkum til við- halds landsins. Ekki gengur að treysta á ríkissjóð með það. Hluti af verðmætasköpuninni á býlunum ætti að fara til landgræðslu. Ég get nefnt sem dæmi að 10% af tekjum sauðfjárbúsins hér hefur farið til uppgræðslu örfoka lands. Það sama er gert á mörgum öðmm bæjum hér í sveit og mætti taka upp víðar. Bændur verða að gera sér ljóst að þeir verða að axla ábyrgð í hlutverki veitandans í samskiptum við aðra landsmenn til að fá réttindi, annars verða þeir áfram í hlutverki þiggjandans ogþurfa að sæta skömmtun. Ég tel mig vera að haga mér í samræmi við þessa skoðun mína. Bændur hafa aldrei fyrr átt þess kost að segja sig frá ríkisstyrkjum vegna þess að styrkimir hafa ekki áður borist til bændanna sjálfra. Það lá fyrir frá minni hendi strax og síðasti búvörasamningur var gerður að ég myndi Iosa mig út úr þessu eins fljótt og mögulegt væri. Ég gat gert það strax með sauðfjárframleiðsluna en ég veit ekki hvort ég get ónáðað mjólkur- kerfið alveg á næstunni. Búvörusamningurinn var aldrei borinn undir bændur. Þegar bein- greiðslumar hófust vom bændur aldrei spurðir hvort þeir ætluðu að taka við þeim, menn vora að- eins spurðir hvert ætti að senda greiðslumar. Ég svaraði því aldrei og afsalaði mér þeim síðan form- lega með bréfí til ráðuneytisins nú í haust. Ég vissi ekki hvort skiln- ingur minn á búvömsamningnum um fijálsa framleiðslu án ríkis- styrkja myndi halda og þegar ég fékk hann staðfestan var ég varla undir það búinn.“ Kjötíð á almennan markað „Því hefur verið haldið fram að þetta væri ekki hægt fjárhagslega. Nú skal ég ekkert fullyrða um það, þetta er tilraunastarfsemi og niðurstaðan ekki orðin ljós. Ég sé hins vegar möguleika sem geta að einhveiju leyti komið á móti því sem tapast. Annars vegar hugsa ég til þess að auka verðmæti vör- unnar og ná til mín stærri hluta endanlegs verðs hennar með beinni sölu til neytenda. Hins vegar að auka eða breyta framleiðslunni. Ég vil taka það fram að ég hyggst ekki fjölga fé svo nokkm nemi. Það er fyrst og fremst vegna þess að landnýting í Mývatnssveit er umdeild. Ég vil því ekki stuðla að því að beit á afrétti hér aukist. Ég bendi hins vegar á að til em aðrar leiðir til að auka kjötfram- leiðsluna en að fjölga fé á fjalli, til dæmis er hægt að auka fall- þungann með ýmsu móti. Þeirra leiða get ég nú leitað með góðri samvisku, óbundinn af opinberri framleiðslustjómun,“ segir Kári. Kári tapar tæpum 600 þúsund krónum út úr reícstrinum með því að afsala sér ríkisgreiðslum sauð- fjárbúsins og bendir á að það sam- svarar rúmum 2 krónum á hvert mannsbam í landinu. Hann segist geta vegið það eitthvað upp í söl- unni með því að leggja vinnu í þann þátt. Hins vegar segist hann ekki gera sér vonir um að ná svo- kölluðu gmndvallarverði á hvert kíló kjöts. Þá beri að meta það að hann sleppi við þá minnkun fram- leiðslu sem þegar er ákveðin og þær skerðingar sem búast megi við í framtíðinni. Telur hann að það muni standa undir kostnaði hans við að koma kjötinu á markað. „Ég hef aldrei fullyrt að það sem ég er að gera sé skynsamlegt og mögulegt þegar eingöngu er litið á fjárhagshliðina. Ég fullyrði hins vegar að það fyrirkomulag sem | kveðið er á um í búvörasamningn- um gengur ekki upp til loka. Hugmyndir mínar um sölu era | enn í mótun. Einfaldasta leiðin væri umboðssölusamningur við heildsala eða smásala. Mig dreym- ( ir um að hafa í eigin rekstri slátr- un, úrvinnslu og sölu. Ég gæti þá selt kjötið í heildsölu eða beint til neytenda eftir því sem óskað væri eftir," segir Kári. Kári segist ætla að merkja kjöt sitt sérstaklega og að það komi á almennan sölumarkað innan tíðar. Hann segist hafa tryggt sölu á hluta birgðanna, bæði í gegnum heildsala og beint til neytenda en vill ekki skýra nánar frá því máli að svo stöddu. Hann segist binda vonir við að neytendur verði fúsari til viðskipta á sínum gmndvelli en þeim gamla. Telur hann að fólk meti það að með því að kaupa kjöt | af honum sé það ekki að hækka skattana heldur fremur lækka þá. Tekur hann fram að Garðskjötið i| verði ekki ódýrara en annað lamba- kjöt á markaðnum. Dýr slátmn ^ „Þegar leið að slátran í haust sagði ég sláturhússtjóra Kaupfé- lags Þingeyinga með að ég hygðist fara þessa leið. Varð að samkomu- lagi að ég kæmi með lömbin til slátranar enda hlytum við að ná samkomulagi um verð fyrir þjón- ustuna," segir Kári. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hafnaði Kaupfélag Þin- geyinga, sem hefur verið aðal verslunarfyrirtæki og afurðastöð Kára og fjölskyldu hans í þijá ættliði, að taka kjöt hans í umboðs- sölu, auk þess sem hann sakar kaupfélagið um að beita sig fjár- | hagslegum refsiaðgerðum í land- búnaðarpólitískum tilgangi við verðlagningu á slátran. Kári var | ekki í góðri samningsaðstöðu því búið var að lóga lömbum hans þegar hann fékk bréf upp á það 1 að hann væri laus undan fram- leiðslustjómuninni. Kári lét slátra fyrir sig um 250 lömbum og á því um 3,5 tonn af kjöti. Hann segir að Kaupfélagið taka um 300 þúsund fyrir það að lóga lömbunum og setja í grisju- poka og sé það 55 þúsund krónum meira en aðrir bændur þurfí að greiða fyrir slátran lamba utan greiðslumarks. Hann segist borga meira en aðrir fyrir minni þjón- ustu. Við þetta bætist dýr frysting. Kári segist ekki munu búa við þetta og leita annarra leiða í slátr- un og frystingu í framtíðinni enda treysti hann sér til að vinna þetta i verk sjálfur fyrir mun lægra verð en kaupfélagið setur upp. Segist hann stefna að því að koma sér I upp eigin aðstöðu til slátranar og frystingar. Telur hann það öfug- . þróun og að afurðastöð með eins I mikla slátran og KÞ ætti að geta boðið það góð kjör að ekki borgaði sig að vinna þetta sjálfur. Náðugra í helförinni „Ég vil taka það sérstaklega fram að ég geri mér enn sem fyrr vonir um að ég muni njóta stuðn- ings, eða að minnsta kosti ekki andstöðu, samtaka bænda og sölu- samtaka. Þó ég kjósi að búa á þennan hátt í samræmi við búvöra- samninginn, að starfa sem ábyrgur og sjálfstæður framleiðandi, er það ekki minn vilji að standa í stríði við aðra bændur. Ég hef enga for- dóma gagnvart þeim sem vilja '<■ stunda búskap á hinn mátann og vænti þess að það verði gagn- kvæmt. Þetta uppátæki mitt bygg- ist meira á lífsskoðunum mínum en fjárhagslegum rökum. Ég gæti . haft það miklu náðugra með því ‘ að slást í helför íslensks landbún- aðar,“ segir Kári Þorgrímsson. HBj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.