Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 Davíð Oddsson í stefnuræðu Engin rök fyrir gengisfellingu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni, sem hann flutti á Alþingi í gærkvöldi, að engin rök stæðu til þess að breyta gengi krónunnar vegna aðstæðna í sjávarútvegi. Til að leysa vanda sjávarútvegsins þyrfti kostnaðarlækkun, sem margir aðilar innanlands yrðu að taka saman höndum um. Forsætisráðherra sagði að til þess að treysta gengisfestu yrði að koma í veg fyrir óhóflegan halla á ríkis- sjóði. Bankar og sjóðir yrðu að lengja lán sjávarútvegsfyrirtækja, launþeg- ar og vinnuveitendur yrðu að ná kjarasamningum sem tryggðu áframhaldandi stöðugleika, sveitar- félögin þyrftu að leita allra leiða til hagræðingar til þess að unnt væri að draga úr skattlagningu á atvinnu- rekstur. „Lækkun kostnaðarskatta á atvinnurekstur er nauðsynleg til þess að treysta stöðugt gengi til framtíðar en það verður að vinnast sameigin- lega af ríki, sveitarfélögum, launþeg- um og vinnuveitendum," sagði Davið og ítrekaði að gengisfelling gæti ekki komið í stað kostnaðarlækkun- ar. Þá sagði forsætisráðherra að til þess að auka enn á trúverðugleika gengisstefnunnar væri skipulags- breytinga í gengis- og gjaldeyrismál- um þörf, og koma þyrfti á gjaldeyris- markaði. í umræðum um stefnuræðuna sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, að létta yrði álögum af sjávarútvegin- um. Ef ekki yrði gripið til slíkra að- gerða yrði „óhjákvæmilegt að leið- rétta gengi íslenzku krónunnar". Hann lagði einnig áherzlu á að þröngva yrði vöxtum niður, jafnvel með handafli, eins og hann orðaði það. Varaformaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson, tók í svipaðan streng varðandi gengismál- in síðar í umræðunum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, gagmýndi stjómar- andstöðuna meðal annars fyrir að „vílq'a sér undan ákvörðunum í EES- máiinu með órökstuddum kröfum um stjómarskrárbreytingar og þjóðarat- kvæði“. Um ákvörðun um EES sagði ráðherrann: „Það er verk sem þjóðin hefur kosið menn á þing til að vinna.“ Hann gagnrýndi hugmyndir um gengisfellingar: „Tryggir það stöð- ugleika að gefast bara upp og fella gengið eins og formaður Framsókn- arflokksins hefur lagt til?“ Hann sagði að afgreiða yrði fjárlög þannig að þau styrktu stöðugt gengi, drægju úr lánsfjárþörf hins opinbera og leiddu til vaxtalækkunar. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði flokk sinn tilbúinn í samstarf við aðra stjómmálaflokka um leið samhæf- ingar og samvinnu í atvinnulífmu og vitnaði til samþykktar þingflokks síns um þau efni, sem kynnt var í gær. Sagt er frá þeim tillögum á bls. 22 í blaðinu. Ólafur hafnaði þó því, sem hann kallaði fijálshyggju ríkisstjómarinnar, eins og Steingrím- ur Hermannsson hafði gert. Síðar í umræðunum sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra að Ólafur Ragnar Grímsson hefði mis- farið með staðreyndir um „sænsku leiðina“ er hann hefði haldið því fram að í henni fælist sérstakur hátekju- skattur, en frá honum hefði verið fallið, og 30% fjármagnsteknaskatt- ur, sem væri í raun 25%. Kristín Einarsdóttir, talsmaður Kvennalistans, sagði að íslendingar yrðu að taka þátt í þeirri lýðræðis- vakningu, sem ætti sér stað í löndum Evrópubandalagsins gegn miðstjóm- arvaldi EB, með því að hafna EES- samningnum. Flokkssystir hennar, Guðný Guðbjömsdóttir, sagðist þó ekki vita hvort væri skárra að fara í EES eða ekki til þess að komast hjá að verða hluti af miðstýrðu, ólýð- ræðislegu stórveldi. Hún hafnaði jafnframt gengisfellingu. Sjá stefnuræðu forsætisráð- herra á bls. 28, 29 og 34. Kveðst hafa veríð í leit að peningum RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur ekki tekið ákvörðun um hvort þess verði krafist að maðurinn sem rændi 7 ára stúlku af heimili hennar aðfaranótt sl. laugardags gangist undir geðrannsókn. Maður- inn hefur neitað að hafa haft kynferðislega tilburði í frammi við stúlkuna en segir að hann hafi verið í húsinu í leit að peningum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð. Húsið sem maðurinn braust inn unnar og vaknaði hún við umgang í er raðhús, kjallari og tvær hæðir. Fjölskyldan, foreldrar og 3 böm, svaf öll á annarri hæð hússins, að sögn RLR. Ranghermt var í frétt blaðsins á sunnudag að stúlkan hefði sofið ein í herbergi á jarð- hæð, en foreldrar hennar á þriðju hæð. Maðurinn fór inn í herbergi stúlk- og kallaði á foreldra sína. Þegar foreldramir ætluðu að gæta að baminu var það horfið úr rúmi sínu. Að sögn RLR virðist sem maðurinn hafi valsað um húsið áður en hann fór inn í bamaherbergið. Maðurinn er 21 árs gamall og hefur fengið nokkra dóma, einkum fyrir auðgunarbrot. Orð og efndir Steinar J. Lúðvíksson skrifar um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjóm- arinnar um virðisaukaskatt 20 í dag Hvaöa Júlía? Súsanna Svavarsdóttir skrifar leik- dóm um uppfærslu Alþýðuleikhúss- ins á Fröken Julie 16 Lokastaðan i Kumho-rallinu ■/.(:: i ismeistaramir tryggðu sér í'h ' íaratitilinn í ár 40 Leiðari Áhrif ofbeldismynda á böm og unglinga 28 íþwttir ► HSÍ skuldar landsliðsmönn- um tvær milljónir. Amór Guðjohnsen aftur í fremstu vígiínu. Óvíst hvort Eyjólfur Sverrisson verði með í Moskvu vegna meiðsla. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Frá slysstað á Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags. Banaslys á Hverfisgötu BANASLYS varð á Hverfisgötu aðfaranótt sl. sunnudags er fer- tugur maður, Samúel Jóhann Kárason, varð fyrir bifreið sem ekið var austur Hverfisgötu. Hann var látinn þegar komið var með hann á slysadeild. Slysið varð til móts við Hverfís- götu 67. Talið er að maðurinn hafi annaðhvort verið á leið yfir götuna frá suðri til norðurs eða verið staddur í vegkantinum þeg- ar hann varð fyrir bílnum. Að sögn lögreglu benda fyrstu upplýsingar til þess að bíllinn hafi verið á miklum hraða. Þrír menn voru í bílnum, en ökumaður- inn var átján ára gamall. Sjónar- vottar voru að slysinu. Aðstæður voru slæmar, rigningarúði og lé- legt skyggni. Samúel Jóhann Kárason Samúel Jóhann Kárason fædd- ist 20. október 1952. Hann var til heimilis á Jörfabakka 28 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur böm. Framfærslu- vísitalan óbreytt í þrjá mánuði VÍSITALA framfærslukostnaðar reiknuð út frá verðlagi í október- byijun reyndist vera 161,4 stig og hafði hækkað um 0,1% frá septemberbyrjun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækk- að um 1,3% en undanfama þrjá mánuði hefur hún staðið í stað. Að þessu sinni varð meiri breyt- ing á innfluttum vörum en innlend- um og stafar hækkunin að mestu leyti af verðhækkunum á þeim. Búvörur undir opinberri verðlagn- ingu lækkuðu um 0,2% og aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur um 0,1%. Aðrar innlendar vörur hækkuðu um 0,4%. Innfluttar mat- og dryklqarvörur hækkuðu um 0,3%, innfluttir bflar, varahlutir og bensín lækkaði um 0,2% og aðrar innfluttar vörur hækkuðu um 0,4%. Síðastnefnda hækkunin veldur 0,1% hækkun vísitölunnar nú, breytingar á öðrum liðum ná ekki að hreyfa við henni. Húsnæðiskostnaður lækkaði um 0,1%. -----♦ ♦ ♦ Fernt slasast FERNT var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi síð- degis í gær. Farþegi annars bílsins í árekstrinum virtist alvarlega slas- aður og var fluttur á spítala ásamt ökumanninum. Meiðsli ökumanns og farþega í hinni bifreiðinni virtust að sögn lögreglu ekki eins slæm. Rekstur Amess flntt- ur til Stokkseyrar? Þorlákshöfn. FYRIRHUGAÐ er að flylja alla starfsemi Amess hf. frá Þorláks- höfn til Stokkseyrar. Nærri hundrað manns munu þurfa að sækja vinnu daglega frá Þorláks- höfn til Stokkseyrar ef hugmynd sljómar Ámess hf. um þennan flutning verður að veruleika. Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóri Ámess sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að flutningi á starfseminni, en því fylgdi ótvíræð hagræðing að hafa hana alla á einum stað. Húsin í Þorlákshöfn hefðu verið hönnuð fyrir saltfiskverkun og stæðust vart kröfur sem nú væru gerðar til fryst- ingar, en kostnaður við breytingar væri verulegur. Því hefði Stokks- eyri orðið fyrir valinu. Pétur sagði að búið væri að kynna starfsfólki og hreppsnefnd að þessar breyting- ar væru fyrirhugaðar. Einar Sigurðsson oddviti Ölfus- hrepps og Þórður Ólafsson formað- Margeir teflir áfram í Tilburg MARGEIR Pétursson skák- meistari komst áfram í miklu skákmóti í Tilburg í Hollandi en hann gerði jafntefli við Jó- hann Hjartarson í gær í annarri skák þeirra. Margeir sigraði Jóhann eftir fimmtíu leiki í fyrri skák þeirra á sunnudag og nægði jafnteflið til að komast áfram. Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari gerði jafn- tefli við Ungveijann Alexander Chemin í tveim skákum í annarri umferð útsláttarkeppninnar. ur verkalýðsfélagsins vildu sem minnst um málið segja að sinni en sveitarstjórnin fundar um málið í dag. Einar og Þórður vom sam- mála um að máið væri viðkvæmt og að mörgu væri að hyggja áður en svona stór ákvörðun yrði tekin. Um 20 kílómetrar em á milli Stokkseyrar og Þorlákshafnar. -JHS Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri látinn MAGNÚS Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs, er látínn á 61. aldursári. Magnús fæddist í Reylqavík 6. september 1932, sonur hjónanna dr. Þórðar Eyjólfssonar hæstaréttardómara og Halldóru Magnúsdóttur. Magnús lauk stúdentsprófi frá MR 1952 en stundaði síðan þjóðfræðinám í París og laganám í Háskóla ís- lands. Magnús var blaðamaður á Morgunblaðinu 1960-1966. Frá 1. desember 1966 var hann fulltrúi upplýsingadeildar Atlantshafsbanda- lagsins á íslandi og jafnframt fram- kvæmdastjóri Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Magnús starfaði mikið að félags- málum og má þar nefna að hann átti sæti í stúdentaráði Háskólans fyrir Vöku og var framkvæmdastjóri þess um tíma. Hann var formaður Orators, félags laganema í Háskólan- um, átti sæti í stjóm SUS 1959-64, var ritari Heimdallar 1960-62 og átti sæti í stjóm málfundafélagsins Varðar um tíma. Hann átti sæti í sóknamefnd Dómkirkjusafnaðarins 1973 til 1982. Magnús hefur annast útgáfu á bókum, tímaritum og blöðum og fengist við margvíslegar þýðingar. Hann átti sæti í úthlutunamefnd listamannalauna frá 1966 og varð formaður nefndarinnar 1981 en það ár tók hann einnig sæti í úthlutunar- nefnd starfslauna listamanna. Magnús kvæntist Áslaugu Ragn- ars, blaðamanni og rithöfundi, árið 1964 en þau skildu 1979. Með henni átti hann tvo syni, Andrés og Kjart- an, en átti fyrir hjónabandið dóttur- ina Guðrúnu. Magnús Þórðarson hafði ávallt mikið samband við Morgunblaðið eftir að hann hætti störfum við blað- ið og vann að ýmsum verkefnum, s.s. pistlaskrifum og þýðingum. Var þetta ávallt ánægjulegt samstarf sem er þakkað um leið og ættingjum hans og ástvinum eru sendar samúð- arkveðjur nú þegar hann er fallinn frá fyrir aldur fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.