Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 Breytingar á fyrirkomulagi uppboða Tvö uppboð í stað þriggja NOKKUÐ hefur borið á að fólk sem Iendir með eigur sínar á uppboði hafi ekki áttað sig á þeirri breytingu sem var á fyrir- komulagi uppboða hjá sýslu- mðnnum með dómskerfisbreyt- „Það var reynt að leysa deiluna um helgina en strandaði á því að röntgentæknar vilja ekki heQa störf fyrr en þeir fá tryggingu fyrir því að staðið verði við gefin loforð. Samninganefnd Reykjavíkurborgar vill hins vegar ekki hefla samninga- ingunni í sumar. Áður fóru upp- boð fram i þrennu lagi en nú í tvennu. Sólveig Bachman deild- arstjóri hjá sýslumanni Reykja- víkur segir að auðveldast sé að útskýra þetta þannig að skorið viðræður fyrr en fólkið er komið til starfa,“ sagði Guðlaugur. Umtöluð loforð eiga við vinnutíma og að gerður verði kjarasamningur við Röntgentæknafélagið fyrir 1. nóv- ember. hafi verið framan af gamla kerf- inu, það er í stað fyrsta, annars og þriðja uppboðs sé nú aðeins um annað og þriðja uppboð að ræða. Sólveig segir að embættið hafí heyrt af því að fólk hafi lent í vand- ræðum vegna þessa breytta fyrir- komulags enda getur slíkt komið upp á við kerfísbreytingar. Hún segir að það sé einkum fólk sem lent hefur í uppboðum áður sem ruglist í ríminu. „Fyrirkomulagið nú er þannig að uppboð er hugsað sem einn gem- ingur, það er uppboðið fer fyrst fram á skrifstofu sýslumanns og þar leitað tilboða í eignina en síðan er framhald á uppboðinu á eigninni sjálfri," segir Sólveig. „Þetta er í raun eins og annað og þriðja upp- boðið í gam'a kerfínu. Fyrir annað uppboðið í gamla kerfínu var hægt að leita fresta á því í allt að eitt ár, en nú verður að leita þessa frests áður en uppboð fer fram. Og þar liggur yfírleitt misskilningurinn." Röntgentæknar og Reykjavíkurborg Samningaviðræðum var siglt í strand um helgina Samningaviðræður röntgentækna við Reykjavíkurborg sigldu I strand þegar þeir fyrrnefndu vildu fá tryggingu um að staðið yrði við loforð um vinnutímaákvæði og kjarasamninga um helgina. Guð- laugur Einarsson, formaður samninganefndar Röntgentæknafélags- ins, sagðist ekki vita til þess að frekari sáttafundir væru á döfinni. VEÐUR f DRG kl. 12.00 HeireUd: Murstora iitonds (Byggt ð ueöurtpð kl. 16.(5 I g«e VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tírm hlti vuöur Akureyri 6 ekiiráefð.klet Reykjavík 6 þokumóða Bergen 8 léttskýjað Helelnkl -1 léttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssaresuaq 4 skýjað Nuuk vantar Oeló 6 léttskýjað Stokkhólmur 1 snjóél Þórshöfn vantar Algarve 18 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Barcelona 1S rlgning Berlfn 8 léttskýjað Chicago 8 léttskýjsð Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 11 léttskýjað Glaegow 8 alskýjað Hamborg 8 léttskýjað London 12 skýjað Los Angeles 17 þokumóða Lóxemborg vantar Madrrd 14 skýjað Malaga 19 léttskýjað MaHorca 21 hátfskýjað Montreal 11 þokumóða NewYork skýjað Orlando vantar Parf* 12 skýjað Madelra 22 léttakýjað Róm 20 skýjað Vín 11 skýjeð Waehington 10 léttskýjað Winnipeg 0 léttskýjað Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Syntu áheitasund til að komast á Þjóðminjasafnið Nemendumir í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd syntu áheita- sund í sundlauginni til að safna sér fyrir ferð til Reykjavíkur. Þar ætla krakkamir að fara í Þjóðminjasafnið og á fleiri söfn. Alls söfn- uðu krakkarnir 120 þúsund krónum í ferðasjóðinn með sundinu. Krakkarnir gengu í hús og safnaði hver áheitum fyrir sig. Ekki mátt heita meim en tveimur krónum á syntan metra. Sundið sjálft stóð aðeins í tvo klukkutíma og skiptust krakkamir á um að synda tvö til þijú í einu. í fyrsta sinn í mörg ár verður nú að kenna sam- an tveimur árgöngum í skólanum. Þetta em 5. og 6. bekkur þar sem nemendur í þessum tveimur bekkjum era ekki nema 20. Áhugi krakk- anna fyrir að fara í Þjóðminjasafnið er tilkominn vegna þess að þau em að læra um sjálfstæðisbaráttu íslendinga á sögutímum, og á myndinni sjást ánægðir krakkamir ásamt kennara sínum að loknu velhepþnuðu áheitasundinu. _ A r Meintar ólöglegar veiðar Færeyinga Landhelgisgæslan hefur ekki óskað eftir breyttum starfsreglum - segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra óskaði eftir greinar- gerð frá Landhelgisgæslunni vegna fregna af því að Landhelg- isgæslan hefði staðið færeyska togara að meintum ólöglegum veiðum innan 200 mílna fískveiði- lögsögunnar en Danir hafa ekki viljað viðurkenna Hvalbak sem grunnlínupunkt efnahagslögsög- unnar og í frétt Morgunblaðisns á laugardag sagði Helgi Hall- varðsson skipherra að íslending- um væri ekki stætt á öðru en að grípa til aðgerða gegn færeysku togurunum. Ráðherra fékk greinargerð Landhelgisgæslunn- ar í hendur í gær. „Þessar yfírlýsingar Helga komu áður en nokkur slík greinargerð hafði borist ráðuneytinu frá Land- helgisgæslunni," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefur verið staðið þannig að verki að Landhelgisgæslan hefur beint þeim tilmælum til þessara færeysku skipa að þau færðu sig út fyrir línuna. Þetta hefur verið sú vinnuregla sem Landhelgisgæsl- an hefur farið eftir og í flestum tilvikum hafa skipin farið að þessum tilmælum. Af hálfu Landhelgis- gæslunnar hefur ekki komið fram nein ósk um að þessum starfsregl- um verði breytt en málið verður skoðað að gefnu þessu tilefni," sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn að ekkert hefði verið ákveðið um að íslendingar settust að samninga- borði með dönskum stjórnvöldum þar sem ágreiningur um gmnnlínu- punkta yrði tekinn upp. ------» » ♦----- Alhvítjörð á Siglufirði Siglufirði. **—7 VETUR konunugur kom til Siglufjarðar um hádegisbil í gær. Föl er yfir öllu og bráðnar ekki undan hjólförum bíla. Komi frost, getur orðið hált á morgun. Spáð er vondu veðri. Hér er búið að landa um 30 þús- und tonnum af loðnu og hefði það þótt góð vertíð í gamla daga fyrir eina verksmiðju. Allar afurðirnar em seldar, mest til Þýskalands og Englands. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Hamrahlíðarkór- inn tilnefndur HamrahliöarRonnn, unair stjorn Porgeröar Ingolfsdottur, o Einar Jóhannesson klarinettuleikari verða tilnefnd af hálf íslands til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hvert Norðui landanna tilnefnir tvo aðila i samkeppnina um þessi verðlaui Aðrar tilnefningar til þessara verðlauna em að Svíþjóð tilefnir þjóðlagatríó skipað þeim Lenu Willemark, Ale Möller og Per Gudmundson og hljómsveitina Kammerensemblen. Noregur til- nefnir baritónsöngvarann Knud Skram og jazztónlistarmanninn Jan Garbarek. Danmörk tilnefnir hljómsveitina Kontrakvartettinn og Erling Blöndal Bengtsen selló- leikara og Finnland tilnefnir Öst- erbotten kammerorkhestra undir stjóm Juka Kangas og klari- nettuleikarann Kari Kriikku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.